Auglýsingablaðið

625. TBL 04. júní 2012 kl. 12:38 - 12:38 Eldri-fundur

Atvinna
Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmanni til verkefnastjórnar vegna eyðingar kerfils og ýmissa umhirðustarfa í sumar. æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og ráðningartíma lýkur um miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463-0600 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið esveit@esveit.is
Eyjafjarðarsveit


Atvinna
Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir flokksstjóra við vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Ráðningartíminn er frá byrjun júní fram í miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463-0600 og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið esveit@esveit.is
Eyjafjarðarsveit


Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla
Dagana 26.-30. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2006) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
þeir sem ætla að notfæra sér skólavistun næsta vetur (fyrir 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
á bókasafninu er til efni um garðrækt, trjáklippingar, sáningu, garðaskipulag, safnhaugagerð, matjurtir, skjólveggi og fleira og fleira er lítur að vorverkunum í garðinum. Svo er auðvitað til mikið efni um margt annað....
Margar góðar kiljur hafa verið að koma út nú á vordögum og flestar eru til á safninu.
Safnið er opið:
Mánudaga kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 9:00-12:30


Handverkssýning
Handverkssýning félagsstarfs aldraðra Eyjafirði verður í Félagsborg Hrafnagili laugardaginn 28. apríl og sunnudaginn 29. apríl kl. 13-17 báða dagana og mánud. 30. apríl kl. 14-16. Kaffihlaðborð til ágóða fyrir félagsstarfið. Allir velkomnir.
Tekið verður á móti sýningarmunum fimmtudaginn 26. apríl frá kl. 13 í Félagsborg.
Félag aldraðra Eyjafirði


Kerfill
Almennur fundur/kynning um eyðingu á kerfli, verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla kl. 20, fimmtudagskvöldið 3. maí. Kynntar verða áætlanir um eyðingu og skaðsemi plöntunnar. Veglegar kaffiveitingar í boði.
Umhverfisnefnd


Tónleikar söngdeildar
Vortónleikar söngdeildar verða þriðjudaginn 1. maí kl. 20:30 í Laugarborg.
Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að koma og eiga með okkur notalega stund. Söngkennari er þuríður Baldursdóttir og undirleikari á píanó er
Dóróthea Dagný Tómasdóttir. Aðgangur er ókeypis.


Aðalfundur
Aðalfundur Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn þann 26. apríl á
Kaffi kú. Hefðbundin aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Fundur hefst stundvíslega kl. 20:30


Vorfundur kvenfélags Iðunnar
Kæru Iðunnarkonur gleðilegt sumar. Nú er komið að vorfundinum og hann verður haldinn í Funaborg laugardaginn 28. april 2012 kl. 11. Sjáumst hressa og kátar :) Sumarkveðjur, stjórnin


Til sölu vegna breytinga
Vel með farið Flexa Rúm (stærð á dýnu 90 x 200 cm/dönsk húsgögn). Rúmið er hvíttað úr gegnheilum viði. Slár að framan og aftan sem hægt er að taka af. Hægt að nota rúmin frá ca. 3 ára og til unglingsára. Hægt að kaupa allskonar fylgihluti í þessari húsgagnalínu t.d. upphækkun og breyta í koju. Rauð dýna sem er gorma-springdýna með áklæði sem hægt er að renna af og þvo. Verðhugmynd 45.000 kr. (kosta ný 93.000 kr.). á sama stað er kirsuberjalitaður ungbarnastóll til sölu, (svipaður og Tripp Trapp, keypt í Fífu), með grind og púða (verðhugmynd 15.000 kr.) og ungbarnastóll á reiðhjól sem fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 699-4209 eða 587-1209 (Hrund)


íbúð til leigu
Höfum til leigu 3ja herbergja íbúð í tvíbýlishúsi í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða efri hæð með frábæru útsýni. Stór lóð og skjólgóður sólpallur. Nánari uppl. í síma: 861-1361


Allir orðnir spenntir?
Opnum bráðum! Nánari upplýsingar í næstu fréttabréfum.
Grænmetis- og hráfæðistaðurinn Silva Syðra-Laugalandi efra


Stórtónleikar
Mánudagskvöldið 30. apríl kl. 18:45 verður sýndur úrslitaleikur Man City og Man Utd um enska meistaratitilinn. Kl. 22 mun hljómsveitin Berklarnir halda sýna fyrstu opinberu tónleika. Hljómsveitina skipa þau Beggi, Bobbi, Helgi, Wolli og Valdís. Hinir síungu Helgi og hljóðfæraleikararnir taka svo nokkur lög í pásunni. Aðgangseyrir er litlar 1000 kr. Heimsviðburður sem enginn má missa af.

Opnunartímar næstkomandi helgi eru:
Laugardagur kl. 14-01, sunnudagur kl. 14-18 og mánudagur kl. 18-00

 

Getum við bætt efni síðunnar?