Auglýsingablaðið

630. TBL 04. júní 2012 kl. 12:47 - 12:47 Eldri-fundur

Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu föstudaginn 1. júní kl. 20:00.
Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. óskilamunir verða á borðum í íþróttahúsinu og eru allir hvattir til að kíkja á þá.     Skólastjóri


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Síðasti opnunardagur á þessu vori er fimmtudagurinn 31. maí kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00. Takk fyrir veturinn og sjáumst aftur í haust.  Margrét bókavörður


Smámunasafnið
Sumaropnun Smámunasafnsins hófst 15. maí og stendur til 15. september. Opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00 sama hvað dagurinn heitir. Að venju er getraun í gangi ,,Hvað átti Jón A. Jónsson marga penna?“ þú horfir á safnið og giskar, skrifar svo svarið á blað og lætur í viðeigandi kassa. Verið velkomin í forvitnilega heimsókn.  Smámunasafnið


Kæru sveitungar
Okkur nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla langar að þakka ykkur fyrir stuðninginn í fjáröflun okkar fyrir ferðasjóðinn. í síðustu viku fórum við í mjög skemmtilegt skólaferðalag til Suðurnesja, Reykjavíkur og í Skagafjörðinn. Við gerðum margt skemmtilegt, fórum t.d. í litbolta, go-kart, Adrenalíngarðinn, flúðasiglingu og hestaferð. Við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur konunglega.
Enn og aftur, kærar þakkir fyrir okkur :-)  Nemendur í 10. bekk


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði !
Kvöldgöngur félagsins í sumar verða sem hér segir á þriðjudagskvöldum;
29. maí kl. 20.00   Eyjafjarðarárbakkar, suður
5. júní    kl. 20.00   Flugvallarleið (gömlu brýrnar)
12. júní kl. 20.00   Grundarskógur
19. júní kl. 20.00   Kjarnaskógur
26. júní kl. 20.00   Eyjafjarðarárbakkar suður
3.júlí     kl. 20.00   Naustaborgir
10. júlí  kl. 20.00   Lystigarðurinn
17. júlí  kl. 20.00   Espihóll
24. júlí  kl. 20.00   Naustaborgir
31. júlí  kl. 15.00   Laufás
Göngunefndin


Kvenfélagið Hjálpin
-heldur vorfund sinn 7. júní n.k. kl. 20 í Funaborg. Boðið verður uppá veitingar og fyrirlestur. Nýjar konur velkomnar. Sjáumst hressar.       Stjórnin


Vorfundur Samherja
Vorfundur Umf. Samherjar verður í Félagsborg fimmtudagskvöldið 7. júní og hefst klukkan 21:00.  Fundarefni: Kynning á sumarstarfinu.      Stjórnin


SOS
Bráðvantar íbúð á Hrafnagili eða í Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 867-4351 Inga


Umf. Samherjar Sumar 2012
Klikkið hér til að fá pdf skjal af æfingskrá og fleiri upplýsingar

Getum við bætt efni síðunnar?