Auglýsingablaðið

640. TBL 09. ágúst 2012 kl. 09:15 - 09:15 Eldri-fundur

ágætu sveitungar
Um leið og við þökkum einstaklega jákvæðar undirtektir bæði við skreytingu póstkassanna sem og allan annan undirbúning Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar, viljum við hvetja ykkur til að koma á sýningarnar og njóta alls þess sem þar verður í boði.
    Við minnum sérstaklega á kvöldvökuna á laugardagskvöldinu, en hún fer fram í tvöfalt stærra tjaldi en verið hefur. Eins og fram hefur komið verða Umf. Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg með glæsilegt grillhlaðborð.
    á kvöldvökunni sem opin er öllum verða veislustjórar þau Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Fram koma The Beasts of Odinn, Hannes og Sara Blandon og Galgoparnir auk fjölda ungra listamanna úr Eyjafjarðarsveit, auk þess sem veitt verða verðlaun m.a. fyrir best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.
Takk, takk. Stjórn hátíðanna við Hrafnagil 2012

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00
Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðiréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Má þar nefna súkkulaðihráfæðikökur með hindberjamauki eða hnetusmjöri, gulrótarköku með ananas, súkkulaðiköku og alls kyns konfektmola á mjög góðu verði. Um helgina verðum við með fleiri rétti í boði en vanalega s.s.: heitar vefjur, hálfmána og pizzur í heitum réttum og laukbökur, fylltar Brúnalaugarpaprikur og kúrbítslasagna í hráfæðiréttum. Við erum á facebook og setjum matseðil dagsins inn á hverjum degi en hann er líka hægt að skoða á heimasíðunni: http://www.silva.is/.
Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Alla rétti og drykki er hægt að taka með sér sé þess óskað.
Velkomin, starfsfólk Silvu

 

Síðsumarferð
Félags aldraðra Eyjafirði miðvikudaginn 15. ágúst. Farið verður um Svarfaðardal og til Hríseyjar og þar snæddur kvöldverður. Farið frá Félagsborg kl. 9.
þátttaka tilkynnist til ferðanefndar.
Jón, óttar, Reynir

 

Sumardagur á sveitamarkaði
-alla sunnudaga í sumar frá 15. júlí til 19. ágúst
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri. Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857-3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 

óska eftir íbúð!
óska eftir þriggja herbergja íbúð í haust, helst á Hrafnagili eða í næsta nágrenni. Vinsamlega hafið samband í síma 864-3887, Inga Lóa

 

Kettlingar fást gefins
Tveir 5 mánaða kettlingar fást gefins gegn því að vera sóttir. Kassavanir og vel tamdir :)   Upplýsingar í síma 862-8727, þórður

 

Kaffi kú.    Veistu svarið?
Föstudagskvöldið kl. 21 verður haldið Pub quiz á Kaffi kú þar sem öllum er frjáls þátttaka. Spurningarhöfundur og spyrill er enginn annar en Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, spurningarnar snúast allar um innlendan og erlendan landbúnað. Veglegir vinningar í boði og fróðlegt verður að sjá hvort að ríkjandi Pub quiz meistarar á Kaffi kú nái að verja titilinn. Lifandi tónlist mun svo hljóma eftir að úrslit verða kunngjörð.
Lengri opnunartími!
Opið verður frá kl. 12 alla þá daga sem Handverkshátíðin stendur yfir.
Föstudag-Laugardag: kl. 12-01
Sunnudag-Mánudag: kl. 12-22
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?