Auglýsingablaðið

641. TBL 16. ágúst 2012 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

álagning fjallskila
þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 20. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is, eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæslu¬skýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. þá verður lagt á eftirgjald  í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
Fjallskilanefnd

 

Frá Hrafnagilsskóla
Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst kl. 10:00 í íþróttahúsinu. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf haustannar í kennslustofum. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum.
Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/ forráðamönnum dagana 21. og 22. ágúst og mæta einnig á skólasetninguna.
þeir foreldrar sem ætla að nýta sér skólavistun á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 22. ágúst hjá ritara s: 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is
Minnum á innkaupalistana á heimasíðu skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst og skólavistun sama dag.

 

Vetraropnun sundlaugar
Vetraropnunartími sundlaugar tekur gildi mánudaginn 20. ágúst n.k.
Opið verður virka daga 06:30 – 21:00 og um helgar: 10:00 – 17:00.
Kveðja, starfsfólk íþróttamiðstöðvar

 

Skógarkerfill styrkumsóknir
Nú liggur fyrir kostnaður sem búið er að leggja út fyrir eitri og vinnu á vegum sveitarfélagsins og komið að því að veita styrki. Eftirstöðvum af fjárveitingu til verksins verður varið til að styrkja landeigendur. Landeigendur sem hafa áhuga á að sækja um styrk eru beðnir um að sækja um og leggja fram afrit af reikningum í síðasta lagi mánudaginn 27. ágúst og eftirstöðvun af fjárveitingu verður þá útdeilt í hlutfalli við útlagðan kostnað landeigenda.
Umhverfisnefnd og landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

 

Gæsaveiðar
Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til landeigenda að þeir sjái til þess að veiðimenn gæti hófs í veiðum og beri virðingu fyrir bráðinni og umhverfinu.
Mælst er því til þess að landeigendur leyfi ekki magnveiðar á gæsum í sínu landi og að veiðimenn taki tillit til nágranna í okkar þéttu byggð og virði þær reglur sem um veiðarnar gilda.
Sveitarstjóri

 

Sumardagur á sveitamarkaði
Síðasti markaður sumarsins sunnudaginn 19. ágúst.
Markaðurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt í að skapa skemmtilegan markaðsdag og koma varningi sínum á framfæri.
Varningurinn sem boðinn er skal vera heimaunninn og/eða falla vel að umhverfinu þ.e. gróðrinum og sveitalífinu.
Markaðurinn er á torgi Gömlu Garðyrkjustöðvarinnar v/Jólagarðinn og opnar kl. 11.
áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur

 

Reiðnámskeið !!!  
Barna- og unglingaráð FUNA auglýsir reiðnámskeið fyrir vana krakka dagana 19., 20., 24. og 25. ágúst. n.k.  Námskeiðið verður á Melgerðismelunum og Anna Sonja ágústsdóttir verður leiðbeinandi.  Athugið að þið þurfið að koma með hesta sjálf.  áhugasamir skrái sig hjá önnu Sonju í síma 846-1087 eða á netfangið annasonja@gmail.com, hún veitir jafnframt frekari upplýsingar.
   Jafnframt minnum við á Bæjarkeppnina sem fyrirhugað er að halda sunnudaginn 26. ágúst. 
Barna- og unglingaráð Funa

 

Barnaleikritið Skilaboðaskjóðan hjá Freyvangsleikhúsinu
Samlestur fyrir Skilaboðaskjóðuna verður í Freyvangi mánudaginn 20. ágúst og þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20:00. Fólk á öllum aldri er velkomið. Söngfólk sérstaklega velkomið. Stefnt er að frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni laugardaginn 6. október.
Freyvangur sími 857-5598 freyvangur.net - facebook.com/freyvangur

 

Einbýlishús til leigu
Húsið er staðsett í Vaðlaheiði og er laust fljótlega.  Mánaðarleiga ca. 170.000.
Frekari upplýsingar veitir Karl í síma 840-8868. Einnig má senda tölvupóst á karlk72@gmail.com

 

óskum eftir húsnæði
5 manna fjölskylda óskar eftir húsnæði í Eyjafjarðarsveit. Erum með öruggar tekjur og börn á grunnskólaaldri. Upplýsingar í síma 772-7774, Jónheiður

 

óskum eftir íbúð/húsi
Halló, ég á 3 börn og myndi vilja leigja 5 herbegja íbúð/hús eða stærri í Eyjafjarðasveit, ekki of dýra og ekki of langt frá Akureyri því að ég vinn á akureyri. Hafið samband í síma 659-2892. Takk fyrir, Jude Achy

Getum við bætt efni síðunnar?