Auglýsingablaðið

642. TBL 28. ágúst 2012 kl. 10:31 - 10:31 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
421. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, . ágúst og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjafjardarsveit.is
Sveitarstjóri

 

Göngur 2011
1. göngur verða 1.-2. sept. frá Fiskilæk að æsustaðatungum. þaðan inn úr og vestan Eyjafjarðarár verða þær 8.-9. sept. Vaðlaheiði og Fiskilækjarfjall ytra verða síðan smöluð 15. sept.
2. göngur verða hálfum mánuði síðar á hverju svæði.
Hrossasmölun verður 12. okt. og hrossaréttir 13. okt.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
þá er minnt á að sauðfé má ekki flytja yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.
Gangnaseðlar verða á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar en á þeim koma fram þeir aðilar sem sleppa fé á afrétt auk Fjallskilasjóðs. Göngur eru lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. á seðlunum má sjá hvar er um 1/2 dagsverk að ræða og hvað gert er ráð fyrir mörgum mönnum í 1. og 2. göngur.
Auk gangna verður lagt á sérstakt eftirgjald í fjallskilasjóð eftir hverja kind og hvert hross samkvæmt forðagæsluskýrslu. þetta á við um þá aðila sem sleppa í afrétt og eftirgjaldið er 60 kr./grip.
Fjallskilanefnd


 

Atvinna
í Hrafnagilsskóla er laus staða skólaliða fyrir skólaárið 2012-2013.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.   Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464-8100/ 699-4209 eða í gegnum  netfangið hrund@krummi.is

 

Lamb Inn öngulsstöðum
Höldum uppá lok frábærs sumars í Lamb Inn öngulstöðum á laugardagskvöldið kemur 25. ágúst.  Lambalæri eins og það gerist best með heimalöguðu rauðkáki og öðru tilheyrandi meðlæti og gamla góða rjómatertan eða Holtselsís í eftirrétt:  Verð KR 4.200.  Kl 8.30 mun Bjarni E. Guðleifsson stíga á stokk og fjalla á léttum nótum um ólíkindatólið íslenska sumarið. þeir sem vilja líta við í Gamla bænum öngulsstöðum fyrir matinn geta mætt kl 18.30 og tekið létta skoðunarferð.
Borðapantanir í síma 463 1500 eða hjá  lambinn@lambinn.is  


óska eftir íbúð!
óska eftir þriggja herbergja íbúð í haust, helst í Hrafnagilshverfi eða í næsta nágrenni. Vinsamlega hafið samband í síma 864-3887, Inga Lóa


 

Nóra á Norðurlandi!
Tónleikar í Hlöðunni, Litla-Garði,  Akureyri 23. ágúst kl. 21:00
Reykvíska hljómsveitin Nóra er í þann mund að gefa út sína aðra breiðskífu. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en sökum þess að meirihluti hljómsveitarmeðlima er ættaður úr Eyjafirðinum fagra (nánar tiltekið Hríshóli) ætlar hljómsveitin að gefa sveitungum forskot á sæluna og halda tónleika í Hlöðunni, Litla-Garði, fimmtudaginn 23. ágúst næstkomandi.
Fyrsta plata sveitarinnar, "Er einhver að hlusta?", kom út sumarið 2010 og var vel tekið, bæði meðal gagnrýnenda og almennings.  Hægt er að hlusta á tónlist Nóru á heimasíðu hennar, www.noramusic.is.
Facebooksíða sveitarinnar: www.facebook.com/noramusic
Aðgangseyrir
á tónleikana er 1000 kr. og þeir hefjast kl. 21:00.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Eyþings.

Getum við bætt efni síðunnar?