Auglýsingablaðið

645. TBL 13. september 2012 kl. 08:40 - 08:40 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
422. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg,
Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. september og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/
Sveitarstjóri

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Munið eftir almenningsopnuninni seinni partinn mánudaga til fimmtudaga.
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 16. sept. kl.11:00. Fermingarbörn og foreldrar og/eða forráðamenn eru vinsamlegast hvött til að mæta.
Kv. Hannes

Leikskóladeild Hrafnagilsskóla, Krummakot, 25 ára. Opið hús
Föstudaginn 14. september eru liðin tuttugu og fimm ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna þessum merku tímamótum verður  opið hús í Krummakoti milli kl. 14:00 – 16:00 á afmælisdaginn. íbúar Eyjafjarðarsveitar og aðrir velunnarar leikskólans eru hvattir til að líta inn, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og þiggja hressingu. Gaman þætti okkur að sjá sem flesta og mega lesendur „Sveitapóstsins“ gjarnan leggja okkur lið og láta fyrrverandi starfsmenn, foreldra og nemendur, sem ekki fá málgagn sveitarinnar, vita af afmælinu.

Strætó í bæinn
Bíll frá Hópferðabílum Akureyrar, fer frá Hrafnagilsskóla rétt upp úr kl. 8 á morgnana. þeir sem vilja nýta sér ferðina er frjálst að gera það, sér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Frá Smámunasafninu
þann 16. september er síðasti fasti opnunardagur safnsins á þessu ári, eftir það er hægt að panta fyrir hópa í síma 865-1621 eða á netfangið stekkjar@simnet.is.
Við bjóðum 25% haustafslátt af antikmunum s.s. búsáhöldum, skrautmunum, skóm, lopapeysum, myndum t.d. eftirprentun af Akureyri eins og hún leit út 1862 og fleiru og fleiru. Svo eru nokkur stofublóm sem óska eftir nýju heimili.
Verið velkomin í óvenjulega heimsókn - starfsfólk Smámunasafnsins

Sveppaganga á Degi íslenskrar náttúru
Norðurlandsskógar bjóða til sveppagöngu á Degi íslenskrar náttúru, 16. september.  Gengið verður á Melgerðismelum og hefst gangan kl. 17. (mæting við hlið).  Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar íslands leiðbeinir um sveppi og sveppatínslu og er fólk hvatt til að hafa með sér hnífa og körfur.  Starfsmenn Norðurlandsskóga fjalla um skógrækt og bjóða þátttakendum upp á ketilkaffi að hætti skógarfólks að göngu lokinni.   Allir velkomnir.
Norðurlandsskógar

Homo Erectus í Hofi
þeir redduðu sér einhvern veginn fari norður Pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson og eru spenntir að hitta norðlenska meðbræður sína og systur. á efnisskrá þeirra eru frumsamin ljóð, óskiljanleg töfrabrögð, þrælæfð dansatriði, ástir og örlög, æðruleysi, atvinnuleysi, umbreyting, pjásur og pælingar, tilgangur lífsins, tilvistarkreppa mannsins, taktföst tónlist, heimspeki, heilabrot og daður dauðans! Hermanni er sérstaklega annt um að Eyfirðingar fjölmenni því hann er fjarskyldur Maríu Pálsdóttur frá Reykhúsum... Nánari upplýsingar og miðasala á http://www.menningarhus.is/

Hrútasýning Fjárræktarfélags öngulsstaðarhrepps
Hin árlega hrútasýning  Fjárræktarfélags öngulsstaðarhrepps verður haldin fimmtudaginn 27. sept. kl 20:00 í fjárhúsunum á Svertingsstöðum 2.
Nánar auglýst síðar

Nú er komið að því :-)
Námskeið í gerð grænmetisrétta og hráfæðirétta verða haldin í næstu viku í matsal Silvu að Syðra-Laugalandi efra. Tímalengd beggja námskeiða er  u.þ.b. 3-3,5 klst.
Verð kr. 6.500.- Posi á staðnum. Innifalið: kennslugögn, fræðsla og matur.
Miðvikudaginn 19. september kl. 17:30 námskeið í eldun grænmetisrétta.  Sýnikennsla, fræðsla um hráefnið, smakk og spjall. Skráning til og með 17. sept. n.k.
Föstudaginn 21. september kl. 17:00 verður hráfæðinámskeið þar sem farið verður í öll undirstöðuatriði hráfæðis og útbúnir forréttir, aðalréttir og eftiréttur.
Skráning til og með 19. sept. Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir. Sjá nánar á http://www.silva.is/
Skráning í síma 851-1360 eða á silva@silva.is

Silva – hollusta fyrir alla, Syðra-Laugalandi efra
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 12:00-18:00. Hægt er að panta mat til að taka með sér heim eða borða í sal utan opnunartíma, með 2-4 klst. fyrirvara. Við erum mjög
sveigjanleg í samningum. Pöntunarsími: 851-1360.
http://www.silva.is/ og https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi
Starfsfólk Silvu

Er ekki kominn tími til að dansa gott fólk ! Síðustu dagar innritunar!!!
Byrja í næstu viku með 8 vikna námskeið. Kennt í Laugaborg á þriðjudagskvöldum og fimmtudagskvöldum. Dönsum tjútt, cha cha, jive, samba, enskan vals, tangó, gömlu dansana og ýmsa aðra skemmtilega dansa. Hreyfing sem er holl og góð fyrir alla. Byrjendur og hjón framhald (hópur B) verða á þriðjudagskvöldum. Hjón framhald (hópur A) og Dansklúbburinn eru á fimmtudagskvöldum. ég tek það fram að þó ég tali um hjón þá er ekki skylda að hafa maka en gott að hafa einhvern á móti sér. Nú ef þið hafið engan þá er aldrei að vita nema ég geti reddað því, þannig að um að gera að skrá sig. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276 hjá Elínu dans eftir kl. 17.00 alla daga. Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
þeir sem hafa verið hjá mér endilega svarið tölvupóstinum frá mér og látið mig vita hvort þið hafið hug á að vera áfram.
Elín Halldórsdóttir danskennari

Getum við bætt efni síðunnar?