Auglýsingablaðið

646. TBL 20. september 2012 kl. 08:31 - 08:31 Eldri-fundur

Gámur fyrir dýraleifar færður til tímabundið
Vegna affalla á sauðfé hefur verið ákveðið að færa til gám undir dýraleifar og staðsetja hann í malarnámu í Skálpagerðislandi, vestan þjóðvegar, næstu tvær vikur.
Gámurinn hefur verið fjarlægður um kl. 21 á miðvikudagskvöldi og er kominn aftur um kl. 10 morguninn eftir. Af óviðráðanlegum orsökum hafa dagarnir stundum færst til, en Hjalti á Kvistási getur þá gefið upplýsingar um gáminn í síma 892-3354.
Sveitarstjóri

 

Strætó í bæinn
Bíll frá Hópferðabílum Akureyrar, fer frá Hrafnagilsskóla rétt upp úr kl. 8 á morgnana. þeir sem vilja nýta sér ferðina er frjálst að gera það, sér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Félagsstarf aldraðra í Eyjafirði
Hefst mánudaginn 24. september kl. 13:00 í Félagsborg. Vetrarstarfið kynnt. Nýir félagar velkomnir. Mætið sem flest.  Stjórnin

 

Vetrarstarf kirkjukórs Laugalandsprestakalls er að hefjast þessa dagana 
æfingar kórsins eru í Laugarborg á mánudagskvöldum kl 20:30 og framundan eru fjölbreytt verkefni. áhugafólk um söng velkomið að slást í hópinn.

 

“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni
Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október og þurfa þær að vera að lágmarki af stærðinni 300dpi, vera láréttar (landscape), mega vera í lit og/eða svarthvítar og senda undir nafni og símanúmeri eiganda myndarinnar.
Ljósmyndasamkeppnin er opin öllum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndina, sem prýða mun forsíðu dagatalsins auk eins mánaðarins.  Myndirnar skal senda á netfangið ungurbondi@gmail.com og þar má fá nánari upplýsingar sem og á heimasíðu samtakanna, ungurbondi.is

 

Homo Erectus
Leikkonurnar María Pálsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Alexía Björg Jóhannesdóttir verða með uppistandssýninguna Homo Erectus í Hofi næsta laugardagskvöld. Hvernig tengist karlakór Eyjafjarðar málinu? Aðeins ein leið til að komast að því...
Miðasala á http://www.menningarhus.is/

 

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?
Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFí og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal.
öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.
Til að kynna sér málin frekar og/eða skrá sig er hægt að hafa samband við: Sigríði í síma: 866-2961, sem7@hi.is eða Einar í síma: 697-4810, einar@nullprosent.is.
Taka þarf fram: fullt nafn, aldur, símanúmer og netfang.
Fæði, gisting og uppihald er þér að kostnaðarlausu!
Hlökkum til að heyra í þér, Ungmennaráð UMFí og 0%

Getum við bætt efni síðunnar?