Auglýsingablaðið

647. TBL 27. september 2012 kl. 09:17 - 09:17 Eldri-fundur

Atvinna: þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% starf til að sinna sérkennslu.
Krummakot er þriggja deilda leikskóli með rúmlega fimmtíu nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða agastefnuna Jákvæðan aga í skólann og unnið er markvisst með málrækt, dyg(g)ðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist. Leikskólinn er staðsettur 10 km sunnan við Akureyri og er samrekinn með Hrafnagilsskóla. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Leitað er eftir starfsmanni sem:
• hefur gaman af vinnu með börnum
• er fær og lipur í samskiptum
• býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni
• er sjálfstæður í vinnubrögðum
• hefur áhuga á faglegri uppbyggingu leikskólastarfs

Umsóknarfrestur er til 29. september n.k.
Nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
Umsóknir skulu sendar til skólastjóra í tölvupósti eða á heimilisfangið: Krummakot Laugartröð 4, 601 Akureyri. Heimasíða Krummakots er www.krummi.is


Strætó í bæinn
Bíll frá Hópferðabílum Akureyrar, fer frá Hrafnagilsskóla rétt upp úr kl. 8 á morgnana. þeir sem vilja nýta sér ferðina er frjálst að gera það, sér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Foreldrafélag Hrafnagilsskóla
Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2012-2013 verður haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 10. október kl. 20. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu nýir stjórnarmeðlimir verða kynntir. því næst mun Kristín Elva Jónsdóttir sálfræðingur og kennari flytja erindi um fordóma.  Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund. í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.      Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Nú fara námskeiðin að hefjast í Dyngjunni-listhúsi
https://www.facebook.com/dyngjanlisthus. Fimmtudaginn 27. sept. verður örnámskeið í jurtalitun. Litað verður í tveimur pottum undir berum himni lýstum af nánast fullu tungli. Námskeiðið hefst kl. 18.00 og kostar 6.500.- Lummur og ketilkaffi á heitri kamínunni í litla rauða húsinu.
Tóvinnunámskeið verða haldin fjögur fimmtudagskvöld í október og hefst 4. okt. frá kl. 19.00-22.00. í litlu rauðu húsi við Dyngjuna er spunninn þráður lífsins úr reyfi frá kind nágrannans við kertaljós á köldum vetrarkvöldum. Fyrstu tvö skiptin er kennt að spinna þráð frá reifi, kemba með handkömbum og spunnið á snældu og seinni tvö kvöldin er kennt að spinna á rokk í Dyngjunni. Námskeiðið kostar 18.500.-
Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit. Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is   Kaffi meðlæti ;o)


Hrútasýning
Vegna óviðráðanlegra orsaka verður hrútasýningu öngulstaðarhrepps, sem vera átti í kvöld, frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst síðar. 


Iðunnarkonur athugið
Haustfundur Iðunnar er fimmtudaginn 4. okt. kl. 20:00 í Félagsborg. Mætum allar hressar og kátar.   Stjórnin


Nýting moltu sem áburðar
Búnaðarfélögin í Eyjafjarðarsveit og Molta ehf. boða til fundar um nýtingu moltu sem áburðar. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Moltu ehf., þveráreyrum 1a,  mánudaginn 8. október kl. 10:00. Aðalefni fundarins verður dreifing moltu á tún nú í haust.  Einnig verður rætt um nýtingu moltunnar í jarðrækt á komandi vori og framtíðar möguleika á nýtingu moltu í landbúnaði. á fundinum verða sérfræðingar frá Búgarði og Tilraunastöðinni á Möðruvöllum okkur til halds og trausts. Nánari upplýsingar gefur Eiður Guðmundsson í síma 862-0453
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar, Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps og Molta ehf.


ágæta samferðafólk
Eins og mörgum ykkar er kunnugt, fór undirritaður á dögunum í rannsókn vegna krabbameinsmeðferðar til Danmerkur.  í stuttu máli sagt þá kom í ljós í þessari rannsókn að engin þörf er á geislameðferð á þær eitlaleifar sem eftir eru því lyfin hafa þegar brennt allt líf í þeim.  Krabbinn er dauður.
Með þökk fyrir stuðning og hlýhug.
Benedikt Hjaltason


Liggur hjá þér hitakútur í reiðileysi?
óska eftir hitakút. Allar stærðir koma til greina en kútur um 200 lítra væri heppileg stærð. Ef þið liggið á einhverju endilega hafið samband við óttar Inga í síma 865-4540.


Námskeið í eldun grænmetisrétta
Tími: mánudagurinn 1. október kl. 18:30.
Námskeið fyrir þá sem vilja prófa léttara fæði og bæta meira grænmeti inn á matseðilinn. Sýnikennsla í meðhöndlun hráefnis og samsetningu mismunandi rétta sem nýtast jafnt hörðum grænmetisætum og kjötætum. Skráning til og með 28. september.


Hráfæðinámskeið
Tími: miðvikudagurinn 3. október kl. 18:30.
á námskeiðinu verður farið í hugmyndafræði hráfæðis, vinnslu hráefnisins og útbúnir smáréttir, aðalréttur og eftirréttur. Skráning til og með 1. október.

Eftirfarandi upplýsingar gilda fyrir bæði námskeiðin:
Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit
Verð: 6500 krónur, posi á staðnum. Innifalið: námskeiðsgögn, uppskriftir, fræðsla, matur og drykkur. Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir
Skráning í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is


Enska fyrir byrjendur
Námskeið fyrir þá sem vilja ná tökum á einföldum setningum og byggja upp grunnorðaforða í ensku. Við hittumst einu sinni í viku, alls fimm sinnum, klukkustund í senn. Tími: 4. október-1. nóvember. Fimmtudagar kl. 19:30 – 20:30.
Staður: matsalur Silvu, Syðra-Laugalandi efra, Eyjafjarðarsveit
Verð: 2500 krónur, posi á staðnum. öll gögn innifalin. Kennari: Kristín Kolbeinsdóttir
Skráning í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is

Getum við bætt efni síðunnar?