Auglýsingablaðið

648. TBL 04. október 2012 kl. 10:02 - 10:02 Eldri-fundur

Hrossasmölun og hrossaréttir
Hrossasmölun verður föstudaginn 12. október og hrossaréttir laugardaginn13. október: þverárrétt hefst kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13. Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu.
Fjallskilanefnd


Búfjáreigendur

Undanfarna daga hafa borist á skrifstofuna kvartanir vegna búfjár sem er á vegsvæðum. Mikið tjón og mörg alvarleg slys hafa hlotist af lausagöngu búfjár á vegsvæðum og eru eigendur búfjár hvattir til að hafa girðingar sem aðskilja beitilönd og vegsvæði í lagi og þannig koma í veg fyrir að skepnur komist inn á vegsvæði. Minnt er á að lausaganga búfjár er bönnuð á vegsvæðum og eru búfjáreigendur bótaskyldir fyrir því tjóni sem kann að verða vegna búfjár á vegi eða vegsvæðum.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Munið eftir almenningsopnuninni seinni partinn mánudaga til fimmtudaga.
Alltaf eitthvað nýtt!
Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur.
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 9:00-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.


Foreldrafélag Hrafnagilsskóla

Aðalfundur foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2012-2013 verður haldinn í Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 10.október kl . 20. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur í félagið verða kynntir og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. því næst mun Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur og kennari flytja erindi  um viðhorf og fordóma. Fjallað verður sérstaklega um fordóma gagnvart ýmsum minnihlutahópum í samfélaginu sem birtast í daglegu skólastarfi. það á m.a. við um samkynhneigð, fólk af erlendum  uppruna og fatlaða. Einnig verður talað um mismunandi birtingarmyndir fordóma sem geta verið ýmsar.  Við minnum á að allir foreldrar/forráðamenn barna í Hrafnagilsskóla eru sjálfkrafa félagar í foreldrafélaginu og eiga því fullt erindi á þennan fund. í boði verða léttar veitingar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn foreldrafélags Hrafnagilsskóla


Menning og minjar

Menningarmálanefnd boðar allt áhugafólk um menningu, sögu, söfnun heimilda og aðrar minjar í sveitarfélaginu, til fundar þann 10. október kl. 20:00 í matsal Hrafnagilsskóla.
Gunnar Jónsson frá Villingadal mun segja frá söfnun sinni á merkum heimildum og kynna drög að verkefnalista. Fulltrúar frá Minjasafninu á Akureyri, Búnaðarsögusafninu og Sögufélagi Eyfirðinga koma á fundinn.
þegar varðveita á heimildir og minjar eru íbúar svæðisins mikilvægustu safnararnir. því er áríðandi að sem flestir sem áhuga hafa á þessu málefni mæti til skrafs og ráðagerða.
Látum okkur fortíðina varða fyrir hönd framtíðarinnar og hittumst þann 10. okt. kl. 20:00. Menningarmálanefnd


Ljósmyndasamkeppni

Ritnefnd Eyvindar ýtir hér úr vör LJóSMYNDASAMKEPPNI. Myndin sem verður hlutskörpust mun prýða forsíðu blaðsins, sem kemur út í desember n.k.
Vinsamlegast sendið myndirnar rafrænt á netfangið tjarnir@simnet.is.  Ljóð, sögur og ýmsar frásagnir eru einnig vel þegnar í blaðið.
Ritnefnd Eyvindar


Haustfundur Iðunnar

-í kvöld 4. okt. kl. 20:00 í Félagsborg. Mætum allar hressar og kátar.
Stjórnin


Nýting moltu sem áburðar

Búnaðarfélögin í Eyjafjarðarsveit og Molta ehf. boða til fundar um nýtingu moltu sem áburðar. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Moltu ehf., þveráreyrum 1a,  mánudaginn 8. október kl. 10:00. Aðalefni fundarins verður dreifing moltu á tún nú í haust.  Einnig verður rætt um nýtingu moltunnar í jarðrækt á komandi vori og framtíðar möguleika á nýtingu moltu í landbúnaði. á fundinum verða sérfræðingar frá Búgarði og Tilraunastöðinni á Möðruvöllum okkur til halds og trausts. Nánari upplýsingar gefur Eiður Guðmundsson í síma 862-0453
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar, Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps og Molta ehf.


Barnakerra í óskilum

Phil og teds sport svört barnakerra með plasti yfir, varð eftir í eldhúsi Hrafnagilsskóla á Handverkshátíðinni. Eigandi kerrunnar getur haft samband við Einar Tryggva/Davíð í síma 895-4618


Hrútasýning öngulsstaðahrepps

Hrútasýningin verður haldin mánudagskvöldið 8. okt í fjárhúsunum á Svertingsstöðum kl. 20:00. Keppt er í tveimur flokkum, flokki lambhrúta og flokki veturgamalla hrúta. þeir sem ætla að koma með hrúta á sýninguna þurfa að hafa í huga að aðeins má koma með 2 hrúta í hvorn flokk. Ekki má koma með lambhrúta sem eru keyptir eru utan félagsins. Hvet alla til að koma og sjá fallega hrúta og hitta skemmtilegt fólk


FREYVANGSLEIKHúSIð kynnir

ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN eftir þorvald þorsteinsson
Frumsýning   6. október kl. 14   UPPSELT
2. sýning   7. október kl. 14
3. sýning 13. október kl. 14
4. sýning 14. október kl. 14
Miðasla á freyvangur.net og í síma 857-5598  frá kl. 18-20 virka daga og frá kl. 10-14 um helgar.
Freyvangsleikhúsið


áríðandi tilkynning til íbúa Eyjafjarðarsveitar!
Við hvetjum ykkur til að nota tímann vel á komandi vikum og undirbúa vetrarforðann af kostgæfni.  Takið slátur, leggið í súr, svíðið kjamma og súrsið endilega þá punga sem tiltækir eru á svæðinu.
Allt mun þetta - og ýmislegt fleira - koma að góðum notum laugardagskvöldið 2. febrúar 2013 þegar brestur á með þorrablóti Eyjafjarðarsveitar.
Vinsamlegast takið kvöldið frá.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin innan tíðar um litaþema blótsins.
Nefndin


Lagakeppni

Menningarmálanefnd í samstarfi við Tónlistarskóla Eyjafjarðar ætla að efna til lagakeppni með svipuðu sniði og á síðasta ári.
Fyrirkomulagið er með þessu móti:
   -Hámarkslengd hvers lags er 4. mínútur
   -Skilafrestur er til og með 2. nóvember.
   -Lögum þarf að skila á nótum eða upptökum undir dulnefni og rétt nafn höfundar þarf
      að fylgja með lokuðu umslagi.
   -Utanaðkomandi dómnefnd mun svo velja 6 lög sem verða æfð og flutt á hátíð
     menningarmálanefndar tengt 1. des.
   -þátttökurétt hafa allir núverandi  íbúar Eyjafjarðarsveitar auk brottfluttra  og
     nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
   -Engin takmörk eru á tegund tónlistar.
Nánari upplýsingar gefur Eiríkur G. Stephensen í síma 868-3795 og í netfangi te@krummi.is


Stóðréttardansleikur á Melgerðismelum

Stóðréttardansleikur á Melgerðismelum 13. okt. Birgir Arason og hljómsveit leikur fyrir dansi fram á nótt. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð kr. 2.000.- Bylgja verður í eldhúsinu og tekur við trúnósamtölum á meðan ballið endist. Ekki missa af þessu.
Hestamannafélagið Funi

Getum við bætt efni síðunnar?