Auglýsingablaðið

649. TBL 11. október 2012 kl. 13:39 - 13:39 Eldri-fundur

Kjörskrá vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna kosninga 20. október 2012,  um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu,  liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9  frá og með 10. október 2012 til kjördags á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/ en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 9. október 2012


Kjörfundur vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit verður í Hrafnagilsskóla.
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Vakin er athygli á heimild til að ljúka kjörfundi þegar 8 klst eru liðnar eða hvenær sem er eftir það þegar hálftími er liðinn frá því síðasti kjósandi gaf sig fram á kjörstað. á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla.
á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935. Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 10. október 2012:
Emilía Baldursdóttir, ólafur Vagnsson og Níels Helgason


íbúafundur – kynning á drögum að nýrri búfjársamþykkt
Miðvikudaginn 17. október kl. 20 verður íbúafundur í matsal Hrafnagilsskóla, þar sem kynnt verða drög að nýrri búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit. á fundinum verða ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur og ásgeir örn Jóhannsson hdl.
Hægt er að kynna sér drögin á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd


Hrossasmölun og hrossaréttir
Hrossasmölun verður föstudaginn 12. október og hrossaréttir laugardaginn13. október: þverárrétt hefst kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13. Fjallskilanefnd


ágætu sveitungar
N.k. sunnudag þann 14. október, kl. 11:00 verður sunnudagaskóli í Grundarkirkju. Mjög skemmtilegur gestur kemur í heimsókn  Kæru foreldrar, afar og ömmur, gleðjumst með börnum okkar í Grundarkirkju.     Kveðja Hannes


Bekkjafulltrúaráðsfundur
Bekkjarfulltrúaráðsfundur verður haldinn mánudagkvöldið 15. okt. kl. 20. Fundurinn verður haldinn á kaffistofu kennara í skólanum. áríðandi að sem flestir bekkjarfulltrúar mæti. Farið verður yfir starf vetrarins, jólaföndur og kortakvöld skipulögð. Gott að mæta með hugmyndir í farteskinu. Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, stjórn foreldrafélagsins


Aukavinna í boði
Einn til tveir daga í viku við ísgerð. Nánari uppl. í síma 861-2859, Guðmundur Holtseli

Skákæfingar
Minnum á skákæfingar fyrir alla aldurshópa sem eru á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum í Hrafnagilsskóla. Vegna góðrar mætingar yngri iðkenda hefjast æfingarnar klukkan 19:30 bæði kvöldin en ekki klukkan 20:00 eins og auglýst er í stundaskrá. æfingarnar eru sérstaklega ætlaðar fólki á aldrinum 6 - 106 ára en skák er afar holl hugarleikfimi sem allir geta lagt stund á.    Umf. Samherjar


Eyvindur
Senn kemur Eyvindur út og því væri gott að fólk sendi mér nöfn þeirra aðila sem aðrir kollegar hafa skírt, fermt, gift og grafið á hannes.blandon@kirkjan.is
Vinsamlegast Hannes


Kæru foreldrar 10. bekkjar
á morgun, föstudaginn 12. október, ætlum við í hjálparsveitinni Dalbjörgu að kynna starf okkar fyrir unglingastigi Hrafnagilsskóla í samverunni. Einnig munum við kynna fyrir þeim samæfingu á svæði 11 sem er stór hluti í okkar þjálfun en hún fer fram 27. október n.k. í og við Hrafnagil. Sveitir víða af Eyjafjarðarsvæðinu munu koma og taka þátt í þessari æfingu og vantar okkur því „leikara“ til að vera sjúklingar. Langar okkur því að biðja 10. bekkinga að taka það hlutverk að sér. Nánari upplýsingar í síma 869-9380, Guðlaug.    Bestu kveðjur, Hjálparsveitin Dalbjörg


Vattarsaumsnámskeið
árið 1889 fundu menn vattarsaumaðan vettling er þeir voru að grafa tóft fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði. Er talið að þessi vöttur sé frá 10. öld en vattarsaumur er forn saumaaðferð sem notuð var áður en íslendingar lærðu að prjóna. Vattarsaumsnámskeið verður haldið í litla rauða húsinu við Dyngjuna 18. okt. og 25. nóv. frá 16.00-19.00. Námskeiðsgjald 9.000.- Skráning og nánari upplýsingar í hadda@simnet.is eða 899-8770.    https://www.facebook.com/dyngjanlisthus


Nú er komið haust og sveitaþrek byrjar aftur
Mánudags-, miðvikudags-, og föstudagsmorgna kl. 6:00 hittast allir sem hafa áhuga á að vera með, fyrir utan sundlaugina við Hrafnagilsskóla og taka á því. Fjölbreyttar útiæfingar í fjölbreyttu umhverfi, hentar öllum þeim sem vilja komast í betra form og njóta útiverunnar með skemmtilegu fólki. ATH. æfingarnar eru þannig uppbyggðar að þær henta öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Endilega að mæta!! Ef frekari upplýsingar vantar þá endilega hafið samband við Arnar í síma 863-2513


Kvenfélagið Hjálpin
Haustfundur Hjálparinnar verður haldinn fimmtudagskvöldið 18. okt. n.k. kl. 20 hjá ástu Eggerts. Gómsætar veitingar í boði bæjarkvenna  Sjáumst sem flestar,  hressar og kátar. Nýjar konur velkomnar. Nánari upplýsingar í tölvupósti.   Kveðja stjórnin


ævintýrasöngleikurinn SKILABOðASKJóðAN  eftir þorvald þorsteinsson
3. sýning 13. október kl. 14  5. sýning 20. október kl. 14
4. sýning 14. október kl. 14  6. sýning 21. október kl. 14  UPPSELT
Miðasala í síma 857-5598 milli kl. 18-20 virka daga og kl. 10-14 um helgar og á freyvangur.net


Markaður á Smáralæk
Endurtökum markaðinn n.k. laugardag, 13. október.  Verðum með opið hús kl. 13-16. Markaður með gamla muni, antik, fatnað o.fl. o.fl. jafnvel bíla. Endilega komið og skoðið hvað hugurinn girnist. Smáralækur er í Vaðlaheiði í landi Syðri-Varðgjár. Hlökkum til að sjá ykkur á Smáralæk.
Bylgja  862-2258


Dagskrá "Gangnavöku" laugardagskvöldið 13. október kl. 20.30!
Gamla prestshúsið, Kaffi Laufás, Grýtubakkahreppi
1. Nokkur orð um göngur: Björn Ingólfsson 2. Lýsing á göngum í Fjörðum: þórarinn Ingi 3. Kveðskapur: árni Geirhjörtur og Petra Björk 4. Svipmyndir úr göngum og réttum: Gísli Sigurgeirsson 5. Fjárglæfrasögur: Haraldur Höskuldsson 6. Söngur gangnamanna í Fjörðum: Gangnamenn 7. Sýning á málverkum af bæjum í Fjörðum, e. Grím Sigurðsson. Gangnamannakaffi og fjöldasöngur. Verið velkomin. Enginn aðgangseyrir. Sjá auglýsingu á minjasafnid.is


Umf. Samherjar
Enn er hægt að bæta við iðkendum á íþróttaæfingar hjá Umf. Samherjum. ódýr og holl hreyfing í góðum félagsskap.  Badminton, blak, boltatímar, borðtennis, frjálsar íþróttir, körfubolti, skák og sund.  æfingar fyrir alla aldurshópa í flestum greinum.  Stundaskrár eru á heimasíðu félagsins http://www.samherjar.is/


Nautakjot.is
þar sem þennan miðil lesa ekki bara vel kjötaðir bændur, vildum við koma því á framfæri að nú hefur verið tekin í notkun kjötvinnsla með öllum ESB leyfum að bænum Garði, í þeim tilgangi að fullvinna okkar eigið nautakjöt.
Hafir þú því áhuga á að versla milliliðalaust hágæða nautakjöt beint af bónda, þá endilega skoðaðu heimasíðu okkar http://www.nautakjot.is/


Kaffi kú: Tilboð, tilboð, tilboð og lifandi tónlist
Að því tilefni að Hlynur og Snæsi eru að ná í hestana sína verður opið frá kl. 20 á Kaffi kú næstkomandi föstudagskvöld. Hólfið fyrir gæðingana er á sínum stað og hægt að geyma hnakka og svoleiðis innandyra.
Súpan er einnig á sínum stað, ef menn þurfa orku fyrir nóttina.
Atli og Bobbi munu leiða saman hesta sína og slá á létta strengi frá kl 22. Bartaflan verður full af tilboðum, en ekki má segja frá þeim hér, þannig að sjón er sögu ríkari.     Kaffiku.is


Stóðréttardansleikur á Melgerðismelum
Stóðréttardansleikur á Melgerðismelum 13. okt. Birgir Arason og hljómsveit leikur fyrir dansi fram á nótt. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð kr. 2.000.- Bylgja verður í eldhúsinu og tekur við trúnósamtölum á meðan ballið endist. Ekki missa af þessu.
Hestamannafélagið Funi

 

Getum við bætt efni síðunnar?