Auglýsingablaðið

656. TBL 29. nóvember 2012 kl. 09:24 - 09:24 Eldri-fundur

ágætu sveitungar, í kvöld, 29. nóvember ætlum við að halda 1. des hátíð!
Dressið ykkur upp fyrir hina árlegu menningarveislu sem nú er helguð tónlist í Laugarborg í kvöld, fimmtudaginn 29. nóv. kl. 20:00.
þar mun Birgir í Gullbrekku og fjölskylda leika lausum hala, haldin verður lagakeppni, Ingólfur á Uppsölum og hans fjölskylda fer á kostum, innifalið verður kaffi og með því ásamt öðru góðgæti sem fæst keypt, svona regluleg kaffihúsastemning að hætti
menningarmálanefndar og Tónlistaskólans.
Aðgangseyrir er 1500 kr. og endilega hafið það með ykkur í reiðufé.

Hross á útigangi
Nú eru girðingar víða komnar undir snjó og orðið haglítið. Hrossaeigendur eru því beðnir um að huga að hrossum sínum.
Fjallskilanefnd

óskilahross
Tvær merar gengu ekki út á þverárrétt í haust. þær eru sennilega veturgamlar, önnur rauðblesótt en hin brún og eru þær báðar ómerktar. Finnist ekki eigendur að þeim á næstunni verður þeim fargað.
Frekari upplýsingar veitir Hörður í síma 897-2942

Upplestur á bókasafninu
þriðjudagskvöldið 4. desember kl. 20:00 verður lesið úr nýjum bókum á safninu.
Lesið verður úr nokkrum bókum íslenskra höfunda og ef til vill kryddað aðeins með bundnu máli. Boðið verður upp á léttar veitingar og bókaspjall. Minni annars á opnunartíma safnsins, sérstaklega seinniparts tímana.
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

Jólaföndur á yngsta stigi
Hið árlega jólaföndur yngsta stigs verður laugardaginn 1. des. kl. 11:00-13:00 í kennslustofum yngsta stigs. Fjölbreytt föndurefni verður á staðnum á vægu verði. Gott væri að grípa með sér heftara. Mætum sem flest og eigum notalega stund saman með börnunum. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman.
Kveðja, bekkjarfulltrúar yngsta stigs og foreldrafélagið

Allir krakkar – áhugasamir um hesta!!!
Við ætlum að hittast í Funaborg á Melgerðismelum sunnudaginn 2. des. n.k. kl. 12:30-15:00.  Hópnum verður aldursskipt en til stendur að hafa fræðslu, fara í leiki og gera gott pylsupartý!  þeir sem hafa hug á að mæta skrái sig hjá Siggu í Hólsgerði (sími 463-1551 / 857-5475 eða um netfangið holsgerdi@simnet.is) í síðasta lagi á föstudagskvöldinu.
Barna- og unglingaráð Funa.

Jólakortakvöld á miðstigi
Fimmtudagskvöldið 6. desember kl. 20:00-22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis, einnig á föndri fyrir yngsta stig. Kortin verða seld á 30-50 kr. stk. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.  Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið

Skriðsundnámskeið - sundæfingar - almennt sundnámskeið
það virðast ekki margir vita að Ingibjörg Isaksen, sundkennari, leiðbeinir fullorðnum í sundi á laugardögum milli klukkan 12:00 og 13:00. þessir tímar hafa verið í boði frá því í september og verða út veturinn ef næg þátttaka næst. Treystið nú tökin undir leiðsögn fagmanns og í góðum félagsskap. Aldrei of snemmt að byrja.
Umf. Samherjar

Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar
Jólafundur verður í Laugarborg fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00.
Jólasveinarnir

Jólagjafhugmynd - fyrir þá sem eiga allt!
Seljum gjafabréf sem gilda fyrir allar vörur í búðinni.  Kjötvörur t.d. hangikjöt (sauða), svínakjöt, nautakjöt, alikálfakjöt og geitakjöt. Jólasápur og ilmkerti, sultur og kornvörur, að ógleymdum jólaísnum. þú velur upphæðina á kortið.
Opið allar helgar til jóla. Ef það hentar ekki má hringja í síma 861-2859 og við finnum tíma.  Guðrún og Guðmundur, Holtseli

Augnháralengingar og gelneglur
Er með augnháralengingar og gelneglur á nemaverði + tilboði fyrir jólin. Mikið úrval af naglaskrauti. Nánari upplýsingar milli kl. 17:00-19:00 a.v.d. og kl. 13:00-17:00 á laugardögum í síma 866-2796. Er í Hrafnagilshverfinu.  Hrönn

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins.  í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2011-30/9 2012
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2011-30/9 2012
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
5. önnur mál (m.a. skýrsla frá Erlendi Steinari um veiði og seiðarannsóknir)
í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár  á veitingastaðnum Sylvíu að Syðra Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 11. desember 2012 klukkan 20:00.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár

Freyvangsleikhúsi kynnir KABARETT 2012 Jólahlaðborðið
Góðlátlegt grín gert að mönnum og málefnum.
Föstudagur 30. nóvember kl. 20.30 - Skemmtun kaffi og kökur kr. 1.500
Laugardagur 1. desember kl. 21.30 - Skemmtun og ekta sveitaball kr. 2.500
Hljómsveitin Einn og sjötíu leikur fyrir dansi. Grípið malpokann með. Teigið búkinn og hristið.
Mætið í Freyvang og kitlið hláturtaugarnar. Og munið að maður er manns gaman.

Getum við bætt efni síðunnar?