Auglýsingablaðið

657. TBL 06. desember 2012 kl. 14:36 - 14:36 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
426. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, þriðudaginn 11. desember og hefst hann kl. 12:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/  Sveitarstjóri


Jólakortakvöld á miðstigi – í kvöld...!
Fimmtudagskvöldið 6. desember kl. 20:00-22:00 verður jólakortakvöld fyrir börn (og foreldra) á miðstigi. Komið með lím, skæri og skraut, kort verða seld á staðnum á vægu verði. Ath. Að hafa pening meðferðis, einnig á föndri fyrir yngsta stig. Kortin verða seld á 30-50 kr. stk. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti væri vel þegið að heiman. Við hvetjum alla foreldra/aðstandendur til að mæta og eiga notalega kvöldstund með börnunum.  Kveðja, bekkjarfulltrúar miðstigs og foreldrafélagið


Aðventukvöld í Grundarkirkju
Sunnudaginn 9. desember kl. 21:00: SYNGJUM JóLIN SAMAN INN.
Ræðumaður er Bryndís þórhallsdóttir. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels þorsteinssonar. Flutt verður nýtt jólalag eftir hann við ljóð Gríms Thomsen. þá syngur og barnakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur.
En látum oss gleðjast og  fagna syngja saman.
Sóknarnefndir


Jólatónleikar söngdeildar
Jólatónleikar söngdeildar verða laugardaginn 8. desember kl. 13.30 í
Laugarborg. Undirleikari á tónleikunum er Daníel þorsteinsson.
Söngkennarar eru þær þuríður Baldursdóttir og Auðrún Aðalsteinsdóttir.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Jólatónleikar hljóðfæranemenda
Jólatónleikar hljóðfæranemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða sem hér segir: mánudaginn 10. desember, þriðjudaginn 11. desember og fimmtudaginn 13. desember í Laugarborg. Allir tónleikarnir hefjast kl. 16:00.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Tónlistarskóli Eyjafjarðar


Aðventutónleikar
Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir.
Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.
Sjáumst

 

Jólamót Samherja 2012
Umf. Samherjar bjóða til hins árlega „Jólamóts Samherja“ í frjálsum íþróttum laugardaginn 8. desember klukkan 12:20. Að venju er mótið öllum opið og haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla. Mótið hefst klukkan 12:20 á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri. Klukkan 13:00 hefjast síðan keppnisgreinarnar; þrístökk án atrennu, langstökk án atrennu, hástökk og kúluvarp fyrir 10 ára og eldri. Einnig í flokki kvenna og karla. Allir keppendur fá ávexti, grillaða samloku, skyrdrykk og ávaxtasafa gefins þannig að enginn ætti að fara svangur heim. Tímaseðill er kominn á mótaforritið fri.is. á heimasíðu Samherja eru einnig nánari upplýsingar samherjar.is
Bestu kveðjur, Frjálsíþróttaráð Samherja


Jólafundur kvenfélagsins Iðunnar
Jólafundur verður í Laugarborg fimmtudaginn 6. desember kl. 20:00.
Jólasveinarnir


Aldan-Voröld
Munum eftir jólafundinum n.k. föstudag kl. 20:00  í matsal Hrafnagilsskóla.
Höfum með okkur einn pakka á konu (og einn á mann) og auðvitað góða skapið líka því það stefnir í mjög góða mætingu.  Endilega látið vita sem fyrst ef verða forföll.
Skemmtinefndin


Neglur og augnhár...!
Vilt þú vera „fínni“ um jólin? Nemaverð á augnháralengingum og gelnöglum. Upplýsingar og tímapantanir kl. 17-19 a.v.d. og kl. 13-17 á laugardögum.
Er í Hrafnagilshverfinu.  Hrönn gsm 866-2796


Harðfiskur
Hef til sölu úrvalsgóðan og ódýran harðfisk. óttar í síma 894-8436


Píanóstillingar
Næstu daga verður Davíð ólafsson píanóstillingarmaður að störfum í Eyjafirði.
Ef einhvern vantar að láta stilla píanóið sitt þá er hægt að panta tíma hjá honum í síma 893-7181 eða í netfang dso@simnet.is


HJáLP....vantar hey!
Ranna í síma 857-5505


HALLó
ég verð 50 ára þann 13. des. í tilefni af þeim tímamótum verður smá gleðskapur í Funaborg laugardaginn 15. des. frá kl. 20.00. þema kvöldsins verða SLAUFUR, í hvaða útgáfu sem er. það geta allir notað slaufur :) Allir vinir og vandamenn velkomnir.
þeir sem eru alvöru vinir, mæta í sveitaþrekið og sprikla með mér kl. 06.05 á
föstudagsmorguninn 14. des. og þar mun ég bjóða uppá græna drykkinn.
Kveðja Bylgja á Hríshóli

Getum við bætt efni síðunnar?