Auglýsingablaðið

658. TBL 13. desember 2012 kl. 09:44 - 09:44 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
427. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, föstudaginn 14. desember og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins http://www.eyjafjardarsveit.is/     Sveitarstjóri

Leikskólakennari - Umsóknarfrestur er til 17. desember n.k.
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% stöðuhlutfall. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs með ráðningu frá 1. janúar 2013. Krummakot er þriggja deilda leikskóli með fimmtíu nemendur og eru deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða jákvæðan aga og markvisst unnið með málrækt, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu, myndlist og tónlist.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is

Tímabundin atvinna við heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með tölvupósti.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Sorphirða 22. desember!
Sorphirða sem á að vera skv. sorphirðudagatali dagana 24. og 25. desember, færist fram á laugardaginn 22. desember.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Gámasvæði: Lokað verður þriðjudagana 25. desember og 1. janúar 2013
Opið er annars á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum kl. 13:00 – 17:00.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

íþróttamiðstöð lokuð um jól og áramót
*Lokað verður 23.-26. desember.
*Opið 27.-30. desember.
*Lokað 31. desember-1. janúar 2013.
Vetraropnun sundlaugar er kl. 6:30-21:00 alla virka daga og kl. 10:00-17:00 um helgar. Fjölskyldan í sund, frítt fyrir 15 ára og yngri, örorku- og ellilífeyrisþega.
íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar; opnunartímar um jól og áramót
Síðasta opnun fyrir jól er föstudaginn 21. desember. þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30-12:30. á milli jóla og nýárs er opið fimmtudaginn 27. desember frá kl. 16:00-19:00. Safnið opnar eftir áramót fimmtudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega frá 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Opnunartímar safnsins:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

Kattargildra
þú sem fékkst kattargildru lánaða hjá Eyjafjarðarsveit, ert vinsamlegast beðinn
um að skila henni, áður en jólakötturinn lætur sjá sig ;-)
Einar og Davíð

Aðventutónleikar í kvöld
Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar halda sameiginlega tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 13. des. kl. 20:30. Kórarnir munu syngja nokkur lög hver og sameinast svo í einum stórum kór í lokin. Stjórnendur eru Daníel þorsteinsson og Petra Björk Pálsdóttir.
Húsið opnar kl. 19:30 og aðgangur er ókeypis.
Sjáumst

Hrossaræktarfélagið Náttfari
Félagsfundur í Funaborg föstudaginn 14. desember kl. 20:30
-Nú er komið út myndefni með kynbótahrossum á LM2012 í Reykjavík og því tímabært að Náttfarafélgar hittist og líti hrossaræktina opnum gagnrýnum augum.
-Sérstök kynning verður á gæðingnum Trymbli frá Stóra-ási sem Náttfari hefur samið um leigu á næsta sumar.
-Hreinn frá Litla-Dal. í haust var þeim félögum í Náttfara sem jafnframt eru í FT boðið að gera tilboð í tamningu á hestinum með kynbótasýningu að vori í huga. Aðeins eitt tilboð barst og hefur Hreinn verið í tamningu hjá Stefáni Birgi í Litla-Garði síðan 1. nóvember. á fundinum mun Stefán Birgir gera grein fyrir hestinum og lýsa því hvernig hann tekur tamningunni.
-önnur mál eru þau öll sem fundarmenn kjósa.

í leiðinni minnum við Náttfarafélaga og aðra á fræðslufund HEþ í Búgarði fimmtudaginn 13. desember hvar hann Gestur Páll okkar ræðir almennt um heilbrigði hrossa.
Stjórn Hrossaræktarfélagsins Náttfara

Frá Hollvinafélagi Búnaðarsögusafnsins
Félagið gaf í sumar út dagatal fyrir árið 2013 til fjáröflunar fyrir félagið. það hefur að geyma fjölbreyttar myndir af forndráttarvélum sem sumar hverjar eru einstakar í flóru dráttarvéla á íslandi. Dagtalið var gefið út í 1000 eintökum og eru ca. 100 eintök óseld. Eintakið kostar kr. 1500. Enn er því tækifæri fyrir þá sem ekki hafa eignast eintak að verða sér út um það og styrkja með því starf félagsins. Dagatalið er tilvalin jólagjöf ekki síst fyrir þá sem vilja senda brottfluttum vinum og nágrönnum kveðju sína í tilefni jólanna; kveðju sem minnir á eldri tíma og upphaf dráttarvélavæðingar í búskapnum. þið getið orðið ykkur út um eintak/eintök með því að hafa samband við einhvern eftirtalinna sem þá munu koma því/þeim til ykkar:
Bjarna Kristjánsson í síma  861-7620
Leif Guðmundsson í síma  894-8677    
Jón Jónsson í síma  863-1282

Kaffi Kú - Pub quis og tveir fyrir einn
Laugardagskvöldið 15. desember verður dásamlega gaman á kaffi kú. Fyndnustu menn sveitarinnar eru vant við látnir en Sverrir í Brekku og Pálmi í Gröf munu leysa þá af. Pub quis hefst stundvíslega kl. 21 og verða spurningar almenns eðlis en þó með hátíðarblæ. Upphitun hefst kl 20 með Happy hour.
Opnunartímar:
Laugardag: kl. 14 - 01
Sunnudag: kl. 14 – 18
Kaffiku.is

Getum við bætt efni síðunnar?