Auglýsingablaðið

667. TBL 14. febrúar 2013 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

Atvinna - Umsjónarmaður Smámunasafns Sverris Hermannssonar
Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Um er að ræða fullt starf yfir sumartímann, en hlutastarf á öðrum tímum.

Helstu verkefni:
• Annast daglegan rekstur og umsjón með Smámunasafninu að Sólgarði í Eyjafjarðarsveit.
• Sjá um rekstur verslunar- og veitingaþjónustu á vegum safnsins.
• Samstarf við félög og nefndir sem sinna ferðaþjónustu og safnastarfsemi.
• Skipuleggja viðburði á vegum safnsins.
• Kynningarstarf og önnur verkefni sem lúta að rekstri  safnsins.

Hæfniskröfur:
•Menntun sem nýtist í starfi.
•Umsækjandi þarf að búa yfir góðum samskiptahæfileikum.
•Hann þarf að geta unnið sjálfstætt.
•æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja rekstrar- og stjórnunarreynslu.
•Tungumálakunnátta er æskileg.

Umsóknarfrestur um starf þetta er til og með 28. febrúar. Umsóknir skulu vera skriflegar og þeim fylgi upplýsingar um menntun og starfsreynslu. Umsóknir sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar Skólatröð 9, 601 Akureyri.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í síma 463 0600.
Eyjafjarðarsveit

Tímabundin atvinna við heimaþjónustu
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsfólki til að sinna heimaþjónustu tímabundið. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum, nokkrar klukkustundir á viku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða með tölvupósti esveit@esveit.is  Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Frá Laugarlandsprestakalli
Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 17. febrúar kl.11:00.
Fundur með aðstandendum fermingarbarna að lokinni athöfn.
Fundarefni m.a. hvar og hvenær verður fermt.  Hannes

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Aðalfundur Félags aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg sunnudaginn 17. febrúar kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir.
Stjórnin

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
árshátíð félagsins verður haldin í Félagsborg föstudaginn 22. febrúar 2013. Húsið opnað kl. 18.30. Miðaverð er kr. 3000 pr. mann. Vinsamlegast látið vita um þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 20. febrúar.
Addi     s. 463-1203    gsm 893-3862
Vilborg   s. 463-1472    gsm 868-8436
Kristín    s. 463-1347    gsm 894-4027
óttar          gsm 894-8436
Nefndin

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
í þessari viku er vetrarfrí í skólanum frá miðvikudegi til föstudags og þá breytist opnunartími safnsins. Opnunartíminn fram að helgi verður því sem hér segir:
Fimmtudaginn14. febrúar kl. 16:00-19:00
Föstudaginn 15. febrúar er lokað  
Frá mánudeginum 18. febrúar er síðan opið eins og venjulega:
Mánudagar kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 9:00-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30                                                                                                                       
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

Aldan-Voröld
Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn laugardaginn 16. febrúar í Félagsborg. Fundurinn hefst kl. 12:00 með súpu og tilheyrandi og svo venjuleg aðalfundarstörf. Munum eftir árgjaldinu ef þið hafið ekki tök á að greiða það í banka.  Stjórnin

ágætu Hjálparkonur athugið
Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldinn í Funaborg sunnudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 stundvíslega. Nánar auglýst síðar. Kveðja stjórnin

Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30.  á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  Gert er ráð fyrir að formenn nefnda skili ársskýrslu til stjórnar fyrir aðalfund eða á fundinum sjálfum. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin

Jóganámskeið verður haldið í Hrafnagilsskóla frá 26. febrúar-18. mars. Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30 - 19:00. Kennari er Helga Haraldsdóttir jógakennari frá Orkulundi. Námskeiðið er byrjendanámskeið en hentar einnig lengra komnum. Verð: 8000 krónur. áhugasamir hafi samband við Hrund Hlöðversdóttur í síma 699-4209 eða í gegnum netfangið hrund@krummi.is

Frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis var stofnað 21. nóvember 1952. Starfssvæði félagsins nær frá ólafsfirði í vestri og austur að Stóru-Tjörnum í Fnjóskadal. Aðaláhersla í starfsemi félagsins er að veita alhliða stuðning við fólk á félagssvæðinu sem greinist með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hjúkrunarfræðingur og sjúkraþjálfari starfa hjá félaginu og eru viðtalstímar við þá eftir samkomulagi. Auk þess að veita persónulega ráðgjöf, hefur félagið staðið fyrir námskeiðum sem yfir 200 einstaklingar hafa sótt á undanförnum árum. Einnig hefur félagið aðstoðað við að greiða fyrir afnot af íbúðum Krabbameinsfélagsins, þegar einstaklingar þurfa að fara til Reykjavíkur í geislameðferð. Félagið nýtur engra opinberra styrkja. Fjármagn til rekstrar kemur frá félagsmönnum sem greiða árgjald til félagsins, sölu á minningarkortum, framlagi frá Krabbameinsfélagi íslands og síðast en ekki síst stuðningi frá fólki sem býr á svæðinu og leggur félaginu lið með því að safna fé með ýmsu móti og styðja þannig við starfsemina. Af því tilefni viljum við þakka Freyvangsleikhúsi fyrir stuðning og hlýhug í garð félagsins og óskum þeim til hamingju með þessa skemmtilegu og fallegu
sýningu,  Dagatalsdömurnar. Nánari upplýsingar eru á http://www.krabb.is/thjonusta/svaedafelog/krabbameinsfelag-akureyrar

FREYVANGSLEIKHúSIð  kynnir Dagatalsdömurnar
5. sýning 15. feb. kl. 20  Uppselt
6. sýning 16. feb. kl. 20  örfá sæti laus
Aukasýning 17. feb. kl.16  örfá sæti laus
8. sýning 22. feb. kl.20           
9. sýning 23. feb. kl.20  STJáNASýNING    
Sýnt á föstudögum og laugardögum
Miðapantanir í síma 857-5598, milli kl.17 og 20. Einnig á freyvangur.net

Getum við bætt efni síðunnar?