Auglýsingablaðið

671. TBL 14. mars 2013 kl. 10:26 - 10:26 Eldri-fundur

Frummatsskýrsla – þverárnáma
Verkfræðistofa Norðurlands ehf hefur tilkynnt til umfjöllunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um þverárnámu í Eyjafjarðarsveit. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 6. mars til 17. apríl 2013 á eftirtöldum stöðum: á skrifstofu og bókasafni Eyjafjarðarsveitar, í þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu verkfræðistofu Norðurlands: www.vn.is/.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 17. apríl 2013 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000 m.s.b.
Skipulagsstofnun


Kynntu þér stækkun friðlands í þjórsárverum
Kynningarfundur verður 18. mars í Hótel Varmahlíð kl. 15:00. Allir velkomnir.
Gögn vegna stækkunar friðlandsins eru aðgengileg á www.umhverfisstofnun.is/ og á heimasíðum sveitarfélaganna.
Umhverfisstofnun


Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025- endurskoðun árið 2013 - skipulagslýsing
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Ejafjarðarsveitar 2005-2025. ætlunin er að yfirfara og lagfæra gildandi Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þar sem landnotkunarflokkar verða uppfærðir miðað við þær breytingar sem orðið hafa á aðalskipulagi síðan það var staðfest og lagfæra texta og gera hann skýrari þar sem reynslan hefur sýnt að þörf sé á því. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og á vef sveitarfélagsins frá 14. – 31. mars. þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna lýsingarinnar eru beðnir að senda þær skriflega til Eyjafjarðarsveitar í seinast lagi 31. mars. n.k.
Sveitarstjóri


árshátíð miðstigs 2013
árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 21. mars og hefst kl. 20:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna frumsamda leikritið Líf og fjör á Krummahlíð eftir Ingibjörgu Maríu Aadnegard og Maríu Gunnarsdóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og Elín Halldórsdóttir mun stjórna dansi eins og henni einni er lagið. Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.200 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð grunnskólaaldri.
Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Veitingar eru innifaldar í verðinu og verður sjoppa á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla


Til foreldra / forráðamanna væntanlegra fermingarbarna
Við viljum minna á að fermingarbörn fá blóm ( nelliku ) til að festa í kyrtilinn á fermingardaginn. þetta er gjöf frá kvenfélögunum í Eyjafjarðarsveit svo og sálmabækurnar sem börnin hafa þegar fengið.
Enn eru fáein fermingarbörn sem eiga eftir að máta kyrtil – þau hafi samband við Sólveigu 462-4942 eða Völu 463-1215.
Aldan Voröld, Hjálpin og Iðunn


Frá Möðruvallasókn
Aðalsafnaðarfundur Möðruvallarsóknar verður haldinn fimmtudaginn 21. mars kl. 20:30 í Sólgarði. Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin


Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherjar
Verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 14. mars kl. 20:00.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður rætt um stefnu og starf félagsins.
Mætum öll!! Stjórnin 


Fundarboð
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á Kaffi Kú þriðjudaginn 19. mars kl. 11:00. Venjuleg aðalfundar störf. Guðmundur Steindórsson ráðunautur og Kristján Gunnarsson mjólkureftirliti koma og spjalla við okkur. Jón kemur líka. Nýir félagar velkomnir. Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin


Sérðu illa???
Vínrauð gleraugu fundust við póstkassana, í syðri hluta Hrafnagilshverfis, þriðjudaginn 12. mars. Eigandi getur vitjað þeirra í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.
Skrifstofan


Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi verða með fund á Kaffi Kú sunnudaginn 17. mars kl. 11. Hægt verður að kaupa Gúllassúpu og brauð á kr. 1000.
Sjáumst hress á Kaffi kú.
Frambjóðendur


Freyvangsleikhúsið kynnir Dagatalsdömurnar
Næstu sýningar
15. mars kl. 20 örfá sæti laus
16. mars kl. 20 örfá sæti laus
23. mars kl. 20
28. mars kl. 20 Skírdagur
30. mars kl. 20
Sýningum fer fækkandi!
Miðapantanir á freyvangur.net og í síma 857-5598 milli kl. 17:00-20:00 og frá kl. 13:00 á sýningardögum.

Getum við bætt efni síðunnar?