Auglýsingablaðið

684. TBL 14. júní 2013 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

Búfjársamþykkt fyrir Eyjafjarðarsveit hefur tekið gildi
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit. Samþykktin fylgir auglýsingablaðinu og eru búfjáreigendur og landeigendur beðnir um að kynna sér efni samþykktarinnar vel.
Sveitarstjóri

 

Allt búfé skal einstaklingsmerkt
Umráðamaður búfjár ber ábyrgð á að allt búfé sem alið er á hans vegum sé merkt innan tilskilins tíma frá fæðingu með viðurkenndu merki, sem fylgja á dýrinu alla ævi þess. þannig skulu öll ásetningsfolöld örmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Undanfarin ár hafa verið að koma ómerkt hross á stóðréttir, en eftirleiðis verður þeim fargað.
Fjallskilanefnd

 

Eyðing á skógarkerfli
NúNA er rétti tíminn til að eyða skógarkerfli úr landareign sinni. Landeigendur eru hvattir til að bregðast við og taka þátt í þessu sameiginlega verkefni. Best er að stinga stakar plöntur upp en þar sem miklar breiður eru af kerfli þarf að grípa til úðunar með gjöreyðingalyfi.
Lyfið má nálgast hjá Davíð/Einari á opnunartíma skrifstofu milli kl. 10:00-14:00. Vaktsími 895-4618

 

íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Stefnt er að því að opna sundlaugina aftur 17. júní. þann dag verður íþróttamiðstöðin opin frá kl. 10.00-20.00. Fylgist með á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sumarkveðjur, starfsfólk íþróttamiðstöðvar

 

Besti prýddi póstkassi Eyjafjarðarsveitar 2013
ákveðið hefur verið að standa aftur fyrir samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. þetta uppátæki vakt mikla athygli í fyrra, allir stóru fjölmiðlarnir fjölluðu um samkeppnina og um 800 atkvæði voru greidd í kjörinu um Best prýdda póstkassann.
Nú er um að gera að leyfa hugmyndafluginu og sköpunargleðinni að njóta sýn.
Laugardagurinn 6. júlí vonumst við til að sem flestir hafi skreytt póstkassana sína.
Stjórn handverkshátíðar

 


Fjölskyldan á fjallið - gönguferð á Torfufell
Fyrirhugaðri gönguferð Ungmennafélagsins Samherja á Torfufell, sem vera átti sunnudaginn 16. júní er frestað um viku. Takið því frá sunnudaginn 23. júní og stefnið á Jónsmessugöngu með hressum Samherjum.
Nánari tímasetning verður auglýst í næsta sveitapósti.
Samherjar

 

Fyrirlestur Kristleifs Guðbjörnssonar - Blómagarðurinn, garður áhugamannsins
Miðvikud. 19. júní kl. 19.30 í Lionssal, 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri. ítarlega verður fjallað um rósir og tegundir þeirra sem dafna vel á íslandi. Einnig verður fjallað um lauka, liljur, dalíur og ýmsar fjölærar plöntur. Hjónin Kristleifur og Margrét eiga margverðlaunaðan garð í Mosfellsbæ. Garðurinn er með óvenju fjölbreyttu úrvali af gróðri. Ber þar að nefna um 200 rósir og ótrúlegt safn af laukum, liljum, dalíum og ýmsum fjölærum plöntum. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir félagsmenn Garðyrkjufélags íslands, 1000 kr. fyrir aðra. Léttar veitingar í fundarhléi.
Allir velkomnir. Félagar eru hvattir til að taka með sér gesti.
Garðyrkjufélag Akureyrar

 

Fótboltaæfingar fyrir fullorðna og börn:
Mánudagar og miðvikudagar eru fótboltadagar hjá Samherjum.
Karlaflokkur æfir klukkan 20:00 á mánudögum og 21:00 á miðvikudögum. 
Kvennaflokkur klukkan 21:00 á mánudögum og 20:00 á miðvikudögum. 
þessar æfingar eru ætlaðar fyrir 3. flokk og eldri en þeir sem tilheyra 4. flokki eru einnig velkomnir.
Yngri flokkar æfa að deginum, sömu æfingatímar fyrir bæði kyn:
6., 7. og 8. flokkur klukkan 16:00 og 4. og 5. flokkur klukkan 17:00.
Jón óðinn sér um þjálfun allra flokka og hefur óðinn Snæ sér til aðstoðar við þjálfun yngri flokkanna.

 

Góðir sveitungar
Að gefnu tilefni bið ég ykkur að vera ekki að koma með og sleppa hrútum, túnrollum og öðrum fénaði í afgirta heimalandið mitt ofan við Gnúpufellsbæ, það nær suður að vegrist og girðingu við Seljarhlíð. ég vil lika minna á að Gnúpufellsdalur er í einkaeign og það kostaði nýverið fyrirhöfn svita og tár að verja þann eignarétt.
Kveðja Ingibjörg Gnúpufelli

 

Atvinna
Sautján að verða átján ára strák vantar vinnu í sumar, er vanur fjósaverkum og tilfallandi störfum í sveit. Getur byrjað strax.
Upplýsingar í síma 864-3199, Selma

Getum við bætt efni síðunnar?