Auglýsingablaðið

694. TBL 22. ágúst 2013 kl. 08:31 - 08:31 Eldri-fundur

Lóðir á tilboðsverði
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald af lóðum við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi tímabundið.  þess í stað er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum. Tilboðum í lóðirnar skal skilað til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 9. september kl. 14:00 og verða þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið opnar eftir sumarlokun og verður opið sem hér segir:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30

Vetraropnun hefur tekið gildi í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið virka daga frá kl. 06:30-21:00
Opið um helgar frá kl. 10:00-17:00
Hlökkum til að sjá ykkur. Bestu kveðjur, starfsfólk íþróttamiðstöðvar

óskað er eftir starfsmanni (þarf að hafa náð 20 ára aldri) í hlutastarf í félagsmiðstöðina Hyldýpið.  Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í s. 464-8142

Frá Félagi aldraðra: Seinni sumarferðin 27. ágúst
Farið verður frá Félagsborg kl. 09:00. Ekið til Mánárbakka og safnið þar skoðað. þá verður súpa snædd í Skúlagarði, þjóðgarðsstofa við ásbyrgi skoðuð, þá Dettifoss, ekið til Mývatns og kvöldmatur að Stöng. Ferðin kostar kr. 8.000 á mann. þátttaka tilkynnist til Reynis 862-2164, óttars 894-8436 eða Jófríðar 846-5128, fyrir 25. ágúst.
Nefndin

árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar verður haldin föstudaginn 13. september í Funaborg.
Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Skráning í leik-, grunn- og/eða tónlistarskóla, eða á sundlaug@esveit.is Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Nefndin

Skjólbeltarækt
Norðurlandsskógar auglýsa eftir umsóknum vegna framlaga til skjólbeltaræktar í Eyjafirði.
Framlögin eru aðeins veitt á lögbýlum og eru bundin því að ræktunin hafi þann tilgang að skýla ræktun eða búfé. æskilegt er að stærri svæði verði skipulögð undir skjólbeltaræktun.  Haldin verða námskeið í haust fyrir þá sem hljóta framlög á næsta ári.  Takmarkað fjármagn er  til skjólbeltaræktar og því ekki víst að hægt verði að verða við öllum umsóknum að sinni.
Umsóknir skulu berast Norðurlandsskógum fyrir 1. september í síma 461-5640 eða í gegn um netfangið nls@nls.is

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið alla daga frá kl. 11:00-21:00.
 Silva sérhæfir sig í grænmetis- og hráfæðisréttum, hristingum, söfum og  hollum og gómsætum kökum. Við bjóðum upp á matarmiklu súpurnar, heitan rétt og hráfæðirétt dagsins. Kaffi, kökur, eftirréttir, hristingar, safar, skot, heimalagaður ís og konfekt svo eitthvað sé nefnt. Hægt að hringja eða koma við og fá mat til að taka með heim t.d. þegar veðrið er of gott til að eyða deginum við eldavélina eða eftir langan vinnudag.
Við erum bæði á facebook og með heimasíðu þar sem hægt er að kíkja á matseðil dagsins. https://www.facebook.com/#!/SilvaHrafaedi   og   http://silva.is/
 Pöntunarsíminn er 851-1360 og netfangið: silva@silva.is
Velkomin, starfsfólk Silvu - alltaf með bros á vör ;-)

Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur ómetanlegan stuðning, samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs sonar okkar, föður og bróður, Péturs Róberts Tryggvasonar, sem fórst af slysförum 5. ágúst síðastliðinn.
 öll eigum við góðar minningar um Pétur og eftir fráfall hans hefur okkur orðið það eftirminnilega ljóst hvað hann snerti líf margra með nærveru sinni, jafnt í einkalífi sem og í starfi.
 Hugheilar þakkir fá allir sem hafa minnst Péturs Róberts í samtölum við okkur, með kveðjum og skrifum.
 Guð veri með ykkur.
Birgit og Tryggvi Hjaltason,
Snædís Lind Pétursdóttir og Markús Máni Pétursson,
Mikael, Henrik, Rolf, María, Tómas og Kristján Tryggvabörn og fjölskyldur


UMF Samherjar og Hjálparsveitin Dalbjörg stóðu sameiginlega að veitingasölu, og ýmsum öðrum framkvæmdum við Handverkshátíð í ár, eins og undanfarin ár.  Félögin þakka öllum þeim fjölmörgu félagsmönnum (stórum og smáum) sem lögðu á sig mikið og óeigingjarnt starf fyrir félögin á Handverkshátíðinni og við undirbúning og frágang hennar.  þökkum einnig öllum þeim sem  bökuðu, lögðu fram hráefni og studdu okkur á ýmsan hátt.  Handverkshátíð er afar mikilvæg fjáröflun félaganna og forsenda þess að hægt sé að halda upp jafn öflugu starfi félaganna og raunin er í dag. TAKK :-)
 Dalbjörg og Samherjar


Húsnæði óskast
5 manna fjölskylda leitar að 4-7 herberja íbúð í langtíma leigu með jafnvel möguleika á kaupum seinna. Síminn okkar er 849-1854 kveðja Gerður ósk


Húsnæði óskast
Við erum mæðgur með 2 unglinga í framhaldsskóla og 1 barn í Hrafnagilsskóla og okkur bráðvantar leiguhúsnæði í Eyjafjarðarsveit.
Uppl. í síma: 867-4351 (Inga) og 695-3505 (þóra)


BæJARKEPPNI OG æSKULýðSDAGAR
Um helgina verður nóg um að vera á Melgerðismelunum:
*æskulýðsdagar hefja leikinn á föstudagskvöldinu (ratleikur, mæting kl. 20:00 við hesthús) og halda áfram á laugardeginum með þrautabraut (mæting kl.11:00 norðan við Funaborg) og reiðtúr (mæting 14:00 við hesthús – krakkar, endilega að taka með sér fullorðinn).  Um kvöldið verður grill (20:00) og leikir á flötinni við Funaborg (hamborgarar í boði fyrir krakka sem taka þátt, fullorðnir fá þá gegn vægu verði).  Sigríður í Hólsgerði tekur við skráningu á æskulýðsdagana um netfangið holsgerdi@simnet.is eða í síma 857-5457, í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 22/8.
*Sunnudaginn 25. ágúst verður Bæjarkeppni Funa haldin.  þátttökuskráning verður á staðnum frá kl. 13:00 til 13:30 og keppni hefst kl. 14:00.  Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna.  Einnig verða brokkkappreiðar fyrir 14 ára og eldri (14-16 ára þurfa leyfi forráðamanna).  Allir flokkar verða opnir og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt.  Kaffisala verður á staðnum eftir keppni. 
 íbúar Eyjafjarðarsveitar hafa verið duglegir að styrkja hestamannafélagið með þátttöku sinni í Bæjarkeppninni og viljum við þakka fyrir það sérstaklega.
Stjórn, mótanefnd og barna- og unglingaráð FUNA

Getum við bætt efni síðunnar?