Auglýsingablaðið

695. TBL 29. ágúst 2013 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur

Strætó í bæinn
Bíll frá Hópferðabílum Akureyrar, fer frá Hrafnagilsskóla kl. 7:45 á morgnana.
þeir sem vilja nýta sér ferðina er frjálst að gera það, sér að kostnaðarlausu.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Mikið úrval bóka, tímarita og hljóðbóka til láns og lestrar á staðnum.
Hvernig væri að skreppa á safnið og finna sér góða bók til að lesa í haust og kíkja aðeins í nokkur tímarit í leiðinni?

Bókasafnið er opið :
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.

 

Frá Laugalandsprestakalli
Nú hefst vetrarstarfið og langar mig að vekja athygli á því sem fer fram í september.
Sunnudagaskólinn lá niðri í fyrra, en nú ætlum við að bjóða upp á fjölskyldumessur sem Brynhildur Bjarnadóttir mun stýra og verða þær einu sinni í mánuði og þá annan sunnudag hverju sinni.
Fjölskyldumessurnar munu fara milli kirkna og ætlum við að byrja í Munkaþverárkirkju sunnudaginn 8. september kl. 11:00.
Okkur þætti afar vænt um ef sveitungar sæju sér fært að mæta með börnum sínum ef ekki barnabörnum og taka þátt.

Sunnudaginn 15. september verður messa í Grundarkirkju kl 11:00 með væntanlegum
fermingarbörnum og aðstandendum þeirra. Að lokinni athöfn munum við ræða fermingarundirbúning á komandi vetri
Með bestu kveðjum, Hannes

 

ágætu félagar
UMSE býður til frjálsíþróttamóts á þórsvelli á Akureyri, 3.-5. september.
Mótið er opið öllum, en einnig keppa aðildarfélög UMSE til stiga á mótinu. Mótið hefst kl. 17:00 alla dagana. Opið er fyrir skráningu á mótaforriti FRí mot.fri.is
Nánari upplýsingar á síðu frjálsíþrótta UMSE frjalsar.umse.is
Hlökkum til að sjá ykkur öll á einu af síðustu mótum sumarsins.

 

ítrekun
Undirritaður hefur ekki veitt leyfi til að sleppa búfé á land þormóðsstaða og óskar eftir því að það verði látið ógert.
Valgarður, þormóðsstöðum

 

Naglaskúr HAB
Kvöld- og helgartímar.
Tímapantanir a.v.d. kl. 17:00-21:00 og um helgar kl. 13:00-17:00.
Hrönn 866-2796

 

Enska
Held áfram að bjóða einkatíma í ensku í vetur.
Hópkennslan fer aftur í gang í lok október.
Nánar auglýst síðar.
Kristín Kolbeinsdóttir, Syðra-Laugalandi efra
Sími: 861-4078
Netfang: vokuland@simnet.is

 

Veitingastaðurinn Silva að Syðra-Laugalandi efra
Opið frá kl. 11:00-21:00 til og með 31. ágúst.
Frá og með 1. sept. verður eingöngu opið fyrir pantanir: 10 manns eða fleiri.
útbý veitingar fyrir smærri veislur og tilefni eftir óskum viðskiptavina.
Sérsníð fræðslu og matarnámskeið fyrir hópa og félagasamtök, get komið á staðinn ef þess er óskað.
Einkaráðgjöf varðandi mataræði og lífstílsbreytingar.

Til sölu:
Heimabakað brauð, hörfrækökur, hráfæðihummus, grænmetiskæfur, hnetusteik, hráfæðikökur og konfekt.
Kristín á Silvu
Syðra-Laugalandi efra í Eyjafjarðarsveit
Pöntunarsími: 851-1360
Netfang: silva@silva.is
Heimasíða: http://silva.is/

Getum við bætt efni síðunnar?