Auglýsingablaðið

696. TBL 05. september 2013 kl. 10:39 - 10:39 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
436. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikud. 11. september og hefst hann kl. 12:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar sem og á heimasíðu sveitarfélagsins.   Sveitarstjóri

 

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
átt þú eftir að heimsækja Smámunasafnið í sumar? Nú fer hver að verða síðastur því senn líður að vetrarlokun safnsins. Smámunasafnið er opið alla daga frá kl. 11 - 17, fram til 15. september. á kaffihúsi safnsins fást ekta íslenskar vöfflur með rjóma og sultu ásamt ilmandi góðu kaffi. Verið hjartanlega velkomin!
Ljúfar síðsumarkveðjur,
Starfsfólk Smámunasafnsins

 

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnudaginn 8. september verður fjölskyldumessa (sunnudagaskóli) í
Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Brynhildur Bjarnadóttir mun leiða athöfnina en undirleikari verður undirritaður.
Við vonumst til að sjá sem flesta, bæði börn sem foreldra og ekki síst afa og ömmur.
Vinsamlegast, Hannes

 

árshátíð starfsfólks Eyjafjarðarsveitar verður haldin föstudaginn 13. september í Funaborg. Skráning í leik-, grunn- og/eða tónlistarskóla, eða á sundlaug@esveit.is Skráningu lýkur 9. september. Húsið opnar kl. 19:30, borðhald hefst kl. 20:00. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Nefndin

 

Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár ákvað að landeigendur og börn þeirra geti veitt fyrir sínu landi þann 10/9.  Heimilt er að hirða tvær bleikjur sem eru undir 50 cm á hvorri vakt.  öðrum bleikjum ber að sleppa.  Aðrar fisktegundir má hirða.
Stjórn veiðifélags Eyjafjarðarár

 

Uppskera haustins! ............... í kvöld 5. september kl. 20:00.
*Hvernig geymum við grænmeti og ávexti?
*Hvernig matreiðum við dýrindis rétti úr uppskeru haustins?
Kristín Aðalsteinsdóttir gefur góð ráð í Gömlu Gróðrarstöðinni við Krókeyri,
Aðgangseyrir kr. 500 fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu, kr. 1.000 fyrir aðra.
Allir velkomnir

 

Aðalfundur Freyvangsleikhússins
Fimmtudaginn 12. september kl. 20:30 verður aðalfundur Freyvangsleikhússins haldinn í Freyvangi. Venjuleg aðalfundarstörf. Vetrarstarfið kynnt. Léttar veitingar.
Allir sem áhuga hafa á starfi Freyvangsleikhússins hvattir til að mæta.
Kveðja stjórnin

 

Friðarathöfn
Föstudaginn 6/9 erum við heiðruð með heimsókn frá Kanada, þar sem Jesse Blue og Sandra Moon Dancer eru að koma hingað og setja upp Medicine Wheel (Heilunarhjól), heilagt tákn Indíána Norður Ameríku og að halda Friðarathöfn.
þeir sem hafa áhuga á að vera með og setja upp Medicine Wheel (gert úr steinum og er a.m.k. 13 m í þvermál) og að læra um hvað það er og táknar, hafið samband við undirritaða, kostar 16.500,- kr.

Friðarathöfn við hið nýbyggða Medicine Wheel verður ca. kl. 19:30 og er opin öllum og hvet ég sem flesta að mæta á þessa sérstöku athöfn. Gott væri að þið létuð mig vita, svona svo ég hafi einhverja hugmynd um hversu margir koma, en ekki nauðsynlegt.
Staðsetning: Finnastaðir Eyjafjarðarsveit.
Upplýsingar veitir Sigríður ásný Ketilsdóttir í síma 863-6912
Sendi frið og kærleika til ykkar allra, kv. Sigga Ketils

 

Tveggja sæta leðursófi (Ikea) þarf að fá nýtt heimili!
Fæst gegn því að vera sóttur. Upplýsingar í síma 864-4384.

 

Naglaskúr HAB
Haustönn svaka strembin er!              Hægt að panta í síma hér   (866-2796)
þarf því góðann fyrirvara,                     sms og facebook ganga vel.
ef í neglur löngun er                              Reyni strax að svara þér
og panta núna bara :-)                          og dagana ég niður tel.                Kv. HAB

Getum við bætt efni síðunnar?