Auglýsingablaðið

707. TBL 21. nóvember 2013 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur

Blaðinu í dag fylgdi áætlanir skólabíla og almenningsvagna.
Skoða má áætlanirnar með því að smella hér

 

íbúaþing
Minnum á íbúaþing um farsæla öldrun í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja, félagsmálanefnd

Rútuferðir í Hlíðarfjall
íþrótta- og tómstundanefnd hefur ákveðið að bjóða upp á ferðir í Fjallið. Fyrsta ferð verður laugardaginn 30. nóv. Farið verður frá Hrafnagilsskóla kl. 9:30 og frá Hlíðarfjalli kl. 14:00.
Ferðin fram og til baka kostar 500 kr. og greiðist í rútunni. Athugið að fylgjast með hvort fjallið sé opið.
Með ósk um góða skemmtun, íþrótta- og tómstundanefnd

Látum oss gleðjast saman þann 1. desember
Næstkomandi fullveldisdag 1. desember verður menningarveisla með kaffihúsabrag í Laugarborg kl. 20:00. Meðal þess sem boðið verður upp á er hluti af því besta úr tónlistalífi Eyjafjarðar auk þess sem Tenórar og turtildúfur stíga á stokk.
Húsið verður opnað kl: 19:30 og hefst dagskráin kl. 20:00.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. (kaffi og smákökur innifalið). Miðar eru seldir við innganginn. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Bestu kveðjur frá menningarmálanefnd

Félag aldraðra í Eyjafjarðarsveit
Jólahlaðborð félagsins verður haldið í matsal Hrafnagilsskóla föstudaginn 29. nóv. Matur hefst kl. 19:00 og kostar kr. 3.500.- á mann. Hver hefur með sér einn pakka. Skráning: í Félagsborg á mánudögum eftir hádegi, eða hjá: Vigfúsi í síma: 462-1581, ísleifi í síma: 860-5618 og Kristínu í síma: 463-1347

Jólamarkaðurinn "Undir Kerlingu" 2013
Hinn árlegi jólamarkaður "Undir Kerlingu" er að þessu sinni helgina 23.-24. nóv. Opið verður frá kl. 13.00-16.00. Boðið verður upp á listmuni og að steypa sitt eigið kerti.
Veitingar að sveitasið. Komið vel klædd, eftir veðri. Nánari leiðarlýsing í síma 899-8770.
Bestu kveðjur Hadda

Kvæðin um fuglana
Við hjúin ætlum að halda tónleika/ljósmyndasýningu í Laugarborg á sunnudag, 24. nóvember kl. 20. þar munum við flytja hugljúfa tónlist sem fjallar á einn eða annan hátt um fugla og sýna ljósmyndir okkar af norðlenskum fuglum og umhverfi þeirra. Einnig munum við spjalla við gesti okkar um fuglana, myndirnar, já eða daginn og veginn.
Kaffi á könnunni. Aðgangseyrir er 1.500.-,
Verið hjartanlega velkomin, Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona & Eyþór Ingi Jónsson, organisti
Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið.

þakkir frá Rarik
á liðnu sumri lagði RARIK jarðstreng frá þórustöðum að Laugalandi. þessi strenglagning er hluti af því verkefni að koma öllu dreifikerfi RARIK í Eyjafirði í jörð. Til þess að svona verkefni gangi vel þurfa allir sem að því koma að leggja sitt að mörkum. það er mat RARIK að svo hafi verið og slíkt ber að þakka. Landeigendum, ábúendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum eru þökkuð góð samskipti og samvinna í sumar.
Starfsmenn RARIK á Norðurlandi

Ullarflutningar í Eyjafjarðarsveit
Sótt verður ull í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 30. nóv. n.k. þeir bændur sem verða tilbúnir með ull eru beðnir að hafa samband við Rúnar í síma 847-6616 eða á netfangið run@simnet.is, til þess að hægt verði að skipuleggja flutningana sem best. Einnig má hafa samband við Birgi í Gullbrekku í síma 845-0029. P.s. munið að merkja, vigta og skrá ullina. Tilgreina þarf pokafjölda og hve mörg kíló bændur eru að senda frá sér. Byrjað verður á Halldórsstöðum að morgni og um kl.14.00 verður bíllinn staðsettur við Svertingsstaði.

Kæru sveitungar
Við nemendur í 10. bekk erum að selja sundpoka. Hægt er að hafa þá ómerkta og kosta þeir þá 1.900 kr. en nafnmerktir kosta þeir 2.200 kr. Pokarnir fást í svörtu, appelsínugulu, fjólubláu, lillabláu og kiwi grænu. Hægt er að sjá hvernig þeir líta út á krummi.is. Við reynum að fara sem víðast um sveitina og bjóða pokana og hátíðarsælgæti til sölu en einnig er hægt að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100 eða senda pöntun á netföngin nanna@krummi.is, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is
ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóðinn okkar.
Með von um góðar viðtökur, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla

Er molta góður áburður?
Fræðslufundur um notkun moltu sem áburðar og jarðvegsbætis verður haldinn á Kaffi Kú mánudaginn 25. nóvember kl 10:00.
Jarðvegsfræðingur frá Landbúnaðarháskóla íslands mun kynna niðurstöður efnagreininga á moltu og ræða þýðingu þeirra með tilliti til gæða moltunnar sem áburðar og jarðvegsbætis.
Einnig verður greint frá niðurstöðum tilrauna með nýtingu moltu sem áburðar í kornrækt, sem gerðar voru á þverá sl.sumar.
Almennar umræður og skoðanaskipti. Boðið verður upp á gott morgunkaffi.
Molta ehf.
Orkusetur landbúnaðarins

Hestamannafélagið Funi  minnir á félagsfund í Funaborg föstud. 22. nóv. kl. 20:00.  Umræðuefnið er drög að starfsáætlun félagsins 2014 og önnur mál sem brenna á félagsmönnum. Boðið verður uppá súpu og brauð í upphafi fundarins. Endilega mætið sem flest til að hafa áhrif á störf félagsins og eiga notalega kvöldstund saman.
Stjórnin

JóLABINGó
Verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum sunnud. 24. nóv. kl 13:30.
Spjaldið kostar 500 krónur, 250 krónur eftir hlé.
Glæsilegir vinningar í boði.
Hestamannafélagið Funi

Bændur - afleysing
Get tekið að mér afleysingar um helgar eða í lengri tíma í vetur.
Magnús Aðalsteinsson Garði, sími 849-3914

Snjómokstur  -  Hálkuvörn
Tökum að okkur snjómokstur með snjóplóg eða blásara og á svellið erum við með úrvals sand. Vanir menn og vönduð vinna. Pantanir í síma 895-5899 eða 863-1207
GK verktakar

Border collie hvolpur fæst gefins. Nánari upplýsingar í síma 894-0283.

áfram heldur stuðið í Kattholti hjá Freyvangsleikhúsinu.....
Næstu sýningar:

Sýning Dagsetning Klukkan  
16 23. nóv. laugardag 14:00 Uppselt
17 23. nóv. laugardag 17:00 Uppselt
18 24. nóv. sunnudag 14:00 Uppselt
19 30. nóv. laugardag 14:00 Uppselt
20 30. nóv. laugardag 17:00 Uppselt
21 1. des. sunnudag 14:00 Uppselt
22 7. des. laugardag 14:00 Uppselt
23 7. des. laugardag 17:00 Aukasýning
24 8. des. sunnudag 14:00 Uppselt
25 14. des. laugardag 14:00 örfá sæti laus
26 15. des. sunnudag 14:00 örfá sæti laus
27 28. des. laugardag 14:00  
28 29. des sunnudag 14:00  


Miðasala í síma: 857-5598 kl. 17:00-19:00 alla virka daga og kl. 10:00-13:00 sýningardaga.
ATH. Eftir sýningu má fara uppá svið, taka myndir leikurum og skoða sig um í Kattholti :-)

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?