Auglýsingablaðið

726. TBL 09. apríl 2014 kl. 13:19 - 13:19 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli
Sunnud. 13. apríl, pálmasunnudag, er ferming og skírn í Munkaþverárkirkju kl. 11:00.
Fermd verða Halldóra Snorradóttir Hrafnagilsskóla og Jón Smári Hansson Skógartröð 3.
Sóknarprestur


Atvinna
Starfsfólk óskast í almenna heimaþjónustu.
Einnig vantar 2-3 starfsmenn í umönnunarstöður v/barna.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofan


Vinna fyrir unglinga
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1998, 1999 og 2000  vinnu við
umhverfisverkefni á komandi sumri. Umsækjendur skili umsóknum sínum fyrir 1. maí n.k. til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is í umsókn þarf að koma fram nafn og kennitala umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Skrifstofan


Auglýsingablaðið verður fyrr á ferðinni næstu þrjár vikur þ.e. verður dreift um sveitina miðvikudagana 16., 23. og 30. apríl. Auglýsingum fyrir þau blöð þarf að skila inn fyrir kl. 9:00, þriðjudagana á undan.
Skrifstofan


Kettir og fuglar
Nú fer varptíminn í hönd og þá er vert að minna á 11. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á ketti og eftir atvikum takmarka útiveru katta.”
Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri


Frá Krummakoti
Kæru sveitungar. Skólinn okkar, Krummakot er grænfánaskóli og ein af áherslum okkar er endurnýting. Okkur, börnum og kennurum, datt því í hug að athuga hvort þið ættuð í geymslunum ykkar muni sem við gætum notað í leik og starf.
það sem vantar eru: jakkaföt, skyrtur, kjólar, pils og blússur (betra er að þessi föt séu í litlum númerum). Einnig vantar, hatta, slaufur, bindi og svuntur. Dúkkuföt og rúmföt í dúkkurúm væru líka vel þegin.
Við uppgötvuðum líka að í Krummakoti, sem er eins og áður segir grænfánaskóli og staðsettur í sveit, eru hvorki til leggir, völur né kjammar. úr þessu viljum við gjarnan bæta þannig að ef þið lumið á slíkum gersemum og getið séð af þeim yrðum við mjög þakklát. Að endingu vantar okkur búðarkassa, vasareikna og klukkur af ýmsum stærðum og gerðum.  
Með fyrirfram þökk, börn og kennarar í Krummakoti.

 

Gámur fyrir dósir- og flöskur á gámasvæði
Nú getur fólk losað sig við dósir og/eða flöskur á gámasvæðinu. Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar Hrafnagilsskóla.
Með fyrirfram þökk, 10. bekkingar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Bókasafnið verður lokað um og eftir páska eins og hér segir:
Lokað verður á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum.
Lokað á sumardaginn fyrsta og 1. maí.
Annars er opið eins og venjulega:
Mánudagar kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00       
Miðvikudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudagar kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudagar kl. 10:30-12:30


íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Opnunartími um páskana verður eftirfarandi:
Skírdagur 10.00-20.00
Föstudagurinn langi 10.00-20.00
Laugardagur 10.00-20.00
Páskadagur 10.00-20.00
Annar í páskum 10.00-20.00


þar kom að því! - FRAMBOðSFUNDUR
Opinn fundur um framboðsmál verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 10. apríl
kl. 20:00. Allt áhugafólk um velferð sveitarfélagsins er hvatt til að mæta og hafa áhrif á framtíð okkar.
Leifur Guðmundsson, Sigurgeir B. Hreinsson, Jón Stefánsson, Kristín Kolbeinsdóttir
Björk Sigurðardóttir og Elmar Sigurgeirsson


Hinn listinn!
-heldur opinn fund föstudagskvöldið 25. apríl í Félagsborg kl. 20:30.
áhugafólk um málefni Eyjafjarðarsveitar


Páskaganga og vöfflukaffi Dalbjargar
Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 18. apríl n.k. Gangan hefst við nýja húsnæðið okkar í gamla blómaskálanum í Hrafnagilshverfinu kl. 10:00 og gengið verður gömlu bakkana að Munkaþverá. Hægt verður að velja um nokkrar vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, auk þess sem drykkjarstöðvar verða á leiðinni.

þátttökugjald í göngunni eru 1.500 kr. fyrir eldri en 12 ára og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur og kaffi í nýja húsinu okkar að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikninginn okkar:
Reikningsnúmer: 302-26-12484 og kennitala: 530585-0349.

Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. þetta er einnig kjörið tækifæri til að líta á húsið okkar og sjá allar þær breytingar sem hafa orðið á stuttum tíma.
Gleðilega páska!  Hjálparsveitin Dalbjörg


Hestamannafélagið Funi auglýsir eftir handverksfólki sem vill sýna/selja handverk í Funaborg á sumardaginn fyrsta. áhugasamir hafi samband við Hafdísi 461-1242/ 861-1348 hafdisds@simnet.is sem fyrst.  Húsnefnd Funa


PáSKABINGó
Verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum laugardaginn 12. apríl kl 13:30.
Spjaldið kostar 500 krónur, 250 krónur eftir hlé. Glæsilegir vinningar í boði.
Hestamannafélagið Funi


Hestamannafélagið Funi óskar eftir áhugasömum börnum og unglingum sem vilja taka þátt í sýningunni æskan og hesturinn, sem haldin verður í Léttishöllinni á Akureyri laugardaginn 3. maí næstkomandi. Stefnt er á að byrja æfingar strax næstu helgi, enda innan við mánuður í sýningu :-)
áhugasamir hafi samband við önnu Sonju í síma 846-1087 eða 463-1262 í síðasta lagi föstudaginn 11. mars.


Fjárræktarfélagið Freyr
Aðalfundur Fjárræktarfélagsins Freys verður haldinn í Funaborg, þriðjudagskv.15. apríl n.k. og hefst kl. 20.00.
Dagskrá; venjuleg aðalfundarstörf.
Auk þess mun Sigurður þór Guðmundsson ráðunautur fara yfir skýrsluhald og fleira sem við kemur sauðfjárrækt. Veitingar í boði félagsins. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin


Bílskúrssala í Brúnahlíð 2 laugardaginn 12. apríl kl 14:00 til 18:00.
Allt milli himins og jarðar í boði fyrir obbólítinn pening. Hlökkum til að sjá ykkur.


Fínar neglur um páskana – Nýr lampi og ný efni = minni eða enginn hiti!
Er í Hrafnagilshverfinu. Tímapantanir alla virka daga kl. 17:00-21:00 og um helgar
kl. 13:00-17:00 í síma 866-2796. Sjá einnig á facebook: Naglaskúr HAB


Vinna óskast við sauðburð o.fl. sveitastörf
Nivikka Isaksen er 23 ára grænlensk stúlka. Hana langar til að vinna á íslandi í 2-3 mánuði við sauðburð eða annað sem býðst. Getur byrjað strax eftir páska. Nánari upplýsingar veitir Benjamín á Ytri-Tjörnum í síma 899-3585/463-1191.


Kæru Hrafnagilsbúar og nágrannar
Nú er svo komið að ég þarf að færa mig um set í sveitinni og þarf að komast nær Akureyri með fjölskylduna mína.
Við erum fimm í fjölskyldu og þurfum því 4-5 herbergja húsnæði.
Hef meðmæli um skilvísar og öruggar greiðslur frá leigusala.
Börnin mín ganga í Hrafnagilsskóla og ég geri mitt besta til að halda þeim þar, enda ekki til betri skóli né betri kennarar.
Ef þú getur hjálpað okkur að halda okkur í sveitinni yrði ég afar þakklát og hugsa vel um húsið þitt!
Bestu kveðjur, Jóna Palla sími 772-7774 eða jonapalla@gmail.com

 

Freyvangsleikhúsið kynnir - Aðeins um páskana; EMIL í KATTHOLTI   snýr aftur!
37. sýning 16. apríl kl. 20:00 Kvöldsýningin sem allir eru að bíða eftir
38. sýning 17. apríl kl. 14:00 öRFá SæTI LAUS
17. apríl kl. 17:00 Aukasýning
39. sýning 19. apríl kl. 14:00 öRFá SæTI LAUS
19. apríl kl. 17:00 Aukasýning

Miðasala í síma 857-5598 kl. 17:00-19:00 og á freyvangur.net


Kaffi kú
Opnunartími um páskana frá og með skírdag, milli kl. 13:00-18:00, til og með annars í páskum, auk sumardagsins fyrsta.

Laugardaginn fyrir páska verður Binni Schiöth með Pub Quiz kl. 21:00 og strax á eftir verða tónleikar með Helga og hljóðfæraleikurunum. Aðgangseyrir 1.000 kr.

Nautakjöt að eigin vali alltaf í kistunni bæði ferskt og frosið.
Kíktu við og gerðu hagstæð matarinnkaup.

Opnunartímar Kaffi kú: Laugardag kl. 13:00-00:00. Sunnudag kl. 13:00-18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?