Auglýsingablaðið

729. TBL 30. apríl 2014 kl. 12:05 - 12:05 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarkosningar 2014 - móttaka framboðslista

Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð laugardaginn 10. maí 2014 milli kl. 10:00 og 12:00.
Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til   laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is
Ef enginn fullgildur framboðslisti berst verður kosning óbundin.
Ef aðeins einn fullgildur framboðslisti berst er framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti innan þess tíma verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn.
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar
Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, ólafur Vagnsson

 
Land til leigu í Melgerði
Syðsta hólfið í Melgerði er laust til útleigu í eitt ár. Hólfið er um 7 ha. og af því eru um 5,4 ha. ræktaðir. Umsóknir berist í seinasta lagi þriðjudaginn 6. maí n.k. á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, sem veitir nánari upplýsingar.
Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

 
Atvinna - Starfsfólk óskast í almenna heimaþjónustu!
Einnig vantar 2-3 starfsmenn í umönnunarstöður v/barna.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 og/eða í tölvupósti esveit@esveit.is
 

Vinna fyrir unglinga - Sækja þarf um í seinasta lagi 1. maí!
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 1998, 1999 og 2000 vinnu við
umhverfisverkefni á komandi sumri.
Skila má inn umsóknum á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is   
í umsókn þarf að koma fram nafn og kt. umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.

 
Frá Laugalandsprestakalli
Fimmtudaginn 1. maí er fermingarguðsþjónusta í Munkaþverárkirkju.
Fermist þá Valdimar Níels Sverrisson frá Bringu.
Sunnudaginn 4. maí kl. 11:00 er messa í Möðruvallakirkju, látum oss fagna sumri.
Gleðilegt sumar, sóknarprestur 


Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður í Félagsborg þriðjudaginn 6. maí og hefst hann kl. 20:00. Fróðleiksmolar úr sveitinni m.a. um tónlistarfólk úr Hrafnagilshreppi. Söguáhugafólk er hvatt til að mæta. Næsti fundur verður í haust.

 
Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 2. maí n.k. milli kl. 10:00 og 12:00 á  Melgerðismelum og  á Svertingsstöðum milli kl. 13:00-14:30.
það verður að vera búið að merkja, vigta og skrá ullina áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun.
Rúnar Jóhannsson gsm 847-6616 / Birgir Gullbrekku gsm 845-0029

 
Vorfundur Iðunnar
Minnum á vorfund kvenfélagsins Iðunnar laugardaginn 10. maí.
Nánar auglýst síðar. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

 
Vorfagnaður Karlakórs Eyjafjarðar!
Frumsýnt verður kórleikritið "Frásögn úr Frónsskíri" eftir Petru Björk Pálsdóttur. Hér er á ferðinn söng og gleðileikur í flutningi kórmanna undir leikstjórn Skúla Gautasonar. Hljómsveit kórsins skipuð þeim Valmari Väljaots, Birgi Karlssyni, Hauki Ingólfssyni og árna Katli Friðrikssyni leikur undir.
Sýningar í Laugarborg 2., 3., 9. og 11. maí kl. 20:00. Miðaverð; 2.500 kr.
Upplýsingar og miðapantanir í síma 893-7236 Gunnar og 892-3154 Petra.
Verið hjartanlega velkomin!


Zumba námskeið  - dönsum okkur inn í sumarið
Zumba námskeið verður í „Hjartanu“ í Hrafnagilsskóla í maí.
Tímarnir verða á þriðju- og fimmtudögum kl 16:30-17:30, 6 skipti 6.maí - 22.maí.
Verð á námskeiðið er 7.500 kr. og lágmarksþátttaka er 16 manns.
Nánari upplýsingar og skráning er í netfangið eva@evareykjalin.is    
Hlakka til að sjá ykkur í gleði & dansi.
Eva Reykjalín Elvarsdóttir, alþjóðlegur Zumba kennari ZIN. Gsm 696-7902

 

óskum eftir starfskrafti í jarðvinnslu og önnur vorverk í maí.
þórir og Sara Torfum s: 862-6832 


Norðurlandsskógar
Opið er fyrir umsóknir í Norðurlandsskógaverkefnið. þeir landeigendur sem óska eftir að land þeirra verði metið til skógræktar í sumar skulu sækja um fyrir 1. júní.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu verkefnisins www.nls.is  
Skilyrði fyrir þátttöku í Norðurlandsskógum er að samfellt land sem hentar til skógræktar sé að lámarki 20 hektarar á lögbýli. Allar nánari upplýsingar í síma 461-5640


Fréttir frá Hjálparsveitinni Dalbjörg

Dalborg er nafnið á nýja húsinu okkar, en kosið var um það á aðalfundi sveitarinnar sem haldinn var á sumardaginn fyrsta. Nafnið vísar bæði til nafnsins á Hjálparsveitinni Dalbjörg, en einnig til annarra samkomustaða íbúa í Eyjafjarðarsveit, s.s. Laugarborg, Félagsborg og Funaborg.

 þetta nafn var valið eftir miklar vangaveltur og yfirferð á tillögum, en um 40 nafnatillögur bárust okkur frá fjölmörgum sveitungum og velunnurum, sem og meðlimum Dalbjargar. það er Ragnar Jónsson, félagi í Hjálparsveitinni Dalbjörg sem á heiðurinn af þessari hugmynd.

 Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir að hugsa til okkar og hjálpa okkur við þessa ákvörðun. Við höfum trú á því að þetta fallega nafn öðlist fastan sess meðal félaga Dalbjargar, sveitunga okkar og annarra velunnara sveitarinnar.

 Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi gaf Hjálparsveitinni Dalbjörg peningagjöf að andvirði kr. 750.000 í tilefni af 40 ára afmæli klúbbsins á dögunum. Við þökkum félögum klúbbsins kærlega fyrir veglega gjöf, en upphæðin mun nýtast sveitinni vel til kaupa á búnaði í húsið okkar.

 það líður að formlegri opnun á húsinu okkar og munum við auglýsa dagsetningu hennar mjög fljótlega. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest þar til að gleðjast með okkur.

Kær kveðja, stjórn Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Getum við bætt efni síðunnar?