Auglýsingablaðið

741. TBL 23. júlí 2014 kl. 12:03 - 12:03 Eldri-fundur

Húsnæði til leigu
íbúðarhúsið Skólatröð 13 er laust til  útleigu.  Um er að ræða svokallaðan skólastjórabústað sem er 155m2 og bílskúr sem er 34,8 m2.  Vakin er athygli á að hundahald er óheimilt í húsnæði sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar veitir undirritaður.  Umsóknum skal skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 31. júlí n.k.  
Stefán árnason,  skrifstofustjóri

Dans og jóga gleði :)
Gerður ósk Hjaltadóttir heiti ég og er leikskólakennari, krakkajógakennari og danskennari ætlar að bjóða upp á eftrifarandi tíma í Arnarfelli. Endilega hringið í mig til að fá nánari upplýsingar í síma 8491854 og finnið mig á facbook Gerður ósk Hjaltadóttir. þar læt ég líka vita ef tími fellur niður og þess háttar. Vonandi munið þið nýta ykkur þetta frábæra tilboð.
Kundalini jóga á þriðjudögum og fimtudögum kl.20.00
Danstími á miðvikudögum kl.18.00
Frír prufutími annars stakur tími á 1000 kr. Hægt að kaupa 10 tíma kort á 8000 sem gildir í bæði jóga og dans.
Langar einnig að láta ykkur vita að núna 26 júlí næsta laugardag er Alþjóðlegur dans dagur og mun ég dansa í Lystigarðinum kl.14. á miðvikudaginn mun ég hafa sérstaka æfingu hér heima og væri gaman ef þið hafið áhuga á að dansa og komið og dansið með mér og svo fyllum við Lystigarðin á laugardaginn og dönsum saman...Njótum sumarsins með dans og gleði..:)
Kveðja Gerður ósk

Gönguferð á Bónda
Sunnudaginn 27. júlí stendur Ungmennafélagið Samherjar fyrir gönguferð á fjallið Bónda. Göngumenn skulu mæta á planið við Laugaborg kl. 14 þennan dag og Jón Elvar á Hrafnagili mun ferja mannskapinn á dráttarvél með vagni upp að efstu túnum í landi Hrafnagils. þaðan er svo áætlað að gangan muni taka um 2,5-3 klst upp. Vonumst eftir fullt af hressu göngufólki og frábæru veðri!! í lokin minnum við svo á fyrirhugaða ferð á Kerlingu sunnudaginn 31. ágúst. Sú ferð verður auglýst nánar þegar nær dregur.
Göngukveðjur frá stjórn Samherja!!

Vinna fyrir Samherja á Handverkshátíð
Nú styttist í Handverkshátíð. Líkt og undanfarin ár er þessi hátíð helsta tekjulind Ungmennafélagsins Samherja og gerir okkur kleift að halda æfingagjöldum iðkenda okkar í lágmarki. Við biðjum alla sem vettlingi geta valdið um að hjálpa okkur með vinnuframlagi, bakstri eða með einhverjum öðrum hætti sem nýtist :) áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Brynhildi í síma 863 4085.

Heimildarmyndin List og landbúnaður á N4
Mánudaginn 28. júlí kl: 18:30 verður heimildarmynd um Handverkshátíð og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 sýnd á N4.

Kálfasýning á Handverkshátíð
Nú er hægt að skrá keppendur til leiks á kálfasýningu FUBN á Handverkshátíð, sem verður laugardaginn 9. ágúst n.k. klukkan 14:00 á húsdýrasýningarsvæðinu. Keppt verður í flokknum 14 ára og yngri um fallegasta kálfinn, best tamda kálfinn og svo að lokum fær sá kálfur sem flottastur er fyrir alla eiginleika titilinn Gullkálfurinn 2014.
Hægt er að skrá keppendur í tölvupósti á netfanginu grkbondi@gmail.com eða í síma 862-6823 til föstudagsins 8. ágúst. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja við skráningu: Fullt nafn keppanda, aldur og heimilisfang, nafn, númer og ætterni kálfs (nöfn á föður og móður).  Við hvetjum alla til að skrá sigJ
Stjórn FUBN

Getum við bætt efni síðunnar?