Auglýsingablaðið

744. TBL 13. ágúst 2014 kl. 15:56 - 15:56 Eldri-fundur

Kærar þakkir fyrir samstarfið
Sýningarstjórn Handverkshátíðar vill þakka öllum sjálfboðaliðunum sem komu að hátíðinni fyrir samstarfið. Enn og aftur hafið þið sýnt eindæma samstöðu og hversu mikil orka býr í okkur íbúum Eyjafjarðarsveitar. Hlökkum til að vinna með ykkur á næsta ári.
Bestu kveðjur, sýningarstjórn Handverkshátíðar

 

Frá Hrafnagilsskóla
Hrafnagilsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu.
Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum föstudaginn 22. ágúst og mæta einnig á skólasetninguna.
þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í Frístund (skólavistun) á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 22. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is
Minnum á innkaupalistana á heimasíðu skólans.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst og starf Frístundar sama dag.
Skólastjórnendur

 

Smámunasafnið hefur þá sérstöðu að vera ekki safn einhverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Sjón er sögu ríkari!
Smámunasafnið er opið alla sumardaga til 15. september frá kl. 11:00 til kl. 17:00.
á kaffihúsi safnsins fást gamaldags íslenskar rjómavöfflur ásamt rabarbarasultu. Gerist ekki betra. Verið hjartanlega velkomin!

 

Félag eldri borgara
Haustferð okkar verður farin þriðjudaginn 2. september. Ekið verður um sveitir
Suður- þingeyjarsýslu. Takið daginn frá. Nánari tilhögun auglýst síðar.
Bestu kveðjur, ferðanefndin

 

Félag aldraðra
Minnum á síðustu göngu sumarsins sem verður þriðjudaginn 19. ágúst kl. 20:00. Gengið verður í Lystigarðinum og mæting við hlið að sunnan.
Verið dugleg að mæta, sjáumst hress.
Göngunefndin

Getum við bætt efni síðunnar?