Auglýsingablaðið

745. TBL 21. ágúst 2014 kl. 09:11 - 09:11 Eldri-fundur

Göngur og réttir 2014
Fyrstu fjárgöngur verða 6. og 7. september og aðrar göngur 20. og 21. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 13. september og aðrar göngur 27. september.
Hrossasmölun verður 3. október og hrossaréttir 4. október.
Gangnaseðlar verða sendir út á næstunni og um leið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar http://www.esveit.is/
Fjallskilanefnd

álagning fjallskila 2014
þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi mánudaginn 25. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.
Fjallskilanefnd

Skólasetning Hrafnagilsskóla
Hrafnagilsskóli verður settur föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu.
Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum.
Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum föstudaginn 22. ágúst og mæta einnig á skólasetninguna.
þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í Frístund (skólavistun) á komandi skólaári
eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 22. ágúst  hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst og starf Frístundar sama dag. Minnum á innkaupalistana á heimasíðu skólans.
Skólastjórnendur

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Næsta sunnudag þann 24. ágúst, verða hér á ferðinni félagar úr Félagi eldri borgara í öxarfirði, þau ætla að líta við hjá okkur í kaffi um kl. 15.30 í Félagsborg. Gaman væri ef félagar í Félagi aldraðra í Eyjafirði gætu séð sér fært að líta við í Félagsborg og hitta ferðalangana.
Stjórnin

Vetraropnun hefur tekið gildi í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Opið virka daga kl. 6:30-21:00
Opið um helgar kl. 10:00-17:00
Hlökkum til að sjá ykkur. Bestu kveðjur, starfsfólk íþróttamiðstöðvar

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Spákonukaffi! Laugardaginn 23. ágúst verður spákona stödd á kaffihúsi Smámunasafnsins og mun spá í bolla og tarot fyrir áhugasama frá kl. 14:00 til 16:00. Verið velkomin í spennandi heimsókn!

Atvinna
óskað er eftir starfsmanni í hlutastarf í mötuneyti Hrafnagilsskóla.
Vinnutími kl. 9:00-14:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar hjá Valda kokk í síma 897-4792 milli kl. 10:00-12:00.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
þá er skólastarf  um það bil að hefjast og þar með opnar bókasafnið eftir sumarfrí.
Frá og með mánudeginum 25. ágúst verður safnið opið og eru opnunartímar eins og í fyrra vetur. úrval bóka og tímarita  heldur áfram að aukast og þess vegna er tilvalið að skreppa á safnið og ná sér í eitthvað skemmtilegt að lesa.
Safnið er opið:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

þakkir og haustfrí
Um leið og stjórn Samherja þakkar félagsmönnum sínum fyrir óeigingjarnt vinnuframlag í tengslum við Handverkshátíð, er rétt að minna á að nú tekur við haustfrí í starfinu hjá okkur. Vikuna 24.-31. ágúst verða engar æfingar. Ný vetrardagskrá hefst svo mánudaginn 1. september. í boði verða fjölbreyttar íþróttagreinar þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi (boltatímar, frjálsar íþróttir, sund, borðtennis og badminton).
Athugið að sundæfingar hefjast þó ekki fyrr en mánudaginn 8. september og æfingar í frjálsum íþróttum ekki fyrr en mánudaginn 15. september.
Vetrardagskrána má nálgast inn á http://www.samherjar.is/
Stjórn Samherja

Skjólbeltasjóður
þeir íbúar í gamla öngulsstaðahreppi, sem ræktað hafa skjólbelti í sumar eða hyggjast gera það á komandi hausti, geta sótt um styrk úr skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar fyrir 1. september 2014. Umsóknir sendist til formanns sjóðstjórnar Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum, netfang tjarnir@simnet.is. Vinsamlegast tilgreinið lengd og fjölda raða í skjólbeltunum.
Stjórnin

Bæjakeppni Hestamannafélagsins Funa 2014
Bæjakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum sunnudaginn 31. ágúst. Skráning verður á staðnum milli kl. 12:00-12:30. Keppni hefst kl. 13:00. Keppt verður í flokki polla, barna, unglinga, ungmenna, karla og kvenna með hefðbundnu og frjálslegu sniði. Að því loknu fer fram keppni í þrautabraut. Allir flokkar verða opnir og viljum við hvetja allt reiðfært fólk til að taka þátt. Kaffisala verður á staðnum.

Fjáreigendur athugið!
Fyrrverandi oddviti í góðu formi (bendi á góðan árangur í Reykjavíkurmaraþoni) óskar eftir að komast í göngur. Fer létt með háu tónana, allt frá Sólemíó og Hamraborginni og niður í bjórkjallarann, sem allar kindur hræðast. öllum umsóknum verður svarað.
Get jafnvel mætt á tvo staði sama daginn.
Sími 863-2513

Getum við bætt efni síðunnar?