Auglýsingablaðið

751. TBL 01. október 2014 kl. 13:35 - 13:35 Eldri-fundur

Hrossasmölun og hrossaréttir 2014
Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október og hrossaréttir laugardaginn 4. október sem hér segir: Þverárrétt hefst kl. 10:00 og Melgerðismelarétt kl. 13:00.
Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á og einnig birtir á netinu.
Fjallskilanefnd
 

Gæsaveiðar í Eyjafjarðarsveit
Nú þegar gæsaveiðitímabilið stendur sem hæst er ástæða til að vekja máls á mikilvægi þess að ganga um náttúruna af virðingu og sýna hófsemi í skotveiðum. Nokkrir íbúar hafa haft samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og lýst áhyggjum af óhóflegri veiði sem og særðum fuglum sem veiðimenn ná ekki að fanga. Dýravernd er mál alls samfélagsins og full ástæða til að brýna annars vegar landeigendur sem heimila skotveiði í sínum löndum sem og veiðimennina sjálfa til að umangast þessa auðlind svo sómi sé að þar sem saman fer skynsamleg nýting veiðistofna og ábyrg umgengni við náttúruna sem við öll þurfum að vernda.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar
 

Allir í íþróttir!
Nú er vetrarstarf Samherja komið á fullt og stundaskrá vetrarins komin á endanlegt form inn á heimasíðu félagsins :)
Með þessari auglýsingu vill stjórnin fyrst og fremst hvetja alla til að taka þátt í vetrarstarfinu um leið og hún minnir á mikilvægi þess að börn og unglingar hafi aðgang að fjölbreyttu og skemmtilegu íþróttastarfi. Í boði eru greinar eins og boltatímar, frjálsar íþróttir, badminton, sund og borðtennis.
Þá vill stjórnin sérstaklega vekja athygli foreldra leikskólabarna á því að á
laugardagsmorgnum er boðið upp á miniton (badminton) fyrir 4-8 ára börn milli kl. 10:00-11:00. Þar gefst tilvalið tækifæri til að fara í skemmtilega leiki með börnunum og hitta aðra foreldra yfir kaffispjalli.
Þá er vert að minna einnig á að einungis er greitt eitt æfingagjald þó svo að börnin æfi margar greinar.
Vonumst til að sjá fullt af hressum krökkum í vetrarstarfi Samherja :)
Stjórnin
 

Hrútasýning
Hrútasýning fjárræktarfélags Öngulsstaðarhrepps verður haldin á Svertingsstöðum föstudaginn 3. október kl. 20:30. Þeir sem mega koma með hrúta á sýninguna eru allir sem búa í Öngulsstaðarhreppi hinum forna suður að Bringu. Þeir sem koma með dæmda hrúta hafi dómana meðferðis. Fjöldi hrúta frá hverjum bæ er ótakmarkaður, bæði í flokki lambhrúta og veturgamalla, en þó innan skynsamlegra marka.
Allir velkomnir á þessa miklu menningarsamkomu.
P.s. Óheimilt er að koma með lambhrúta sem keyptir eru af öðrum svæðum.
Fjárræktarfélag Öngulsstaðarhrepps


Stóðréttir á Melgerðismelum
Rekið inn kl. 13:00.
Funamenn sjá um veitingasölu á réttinni svo enginn þarf að fara svangur heim.
 

Stóðréttarball – Alvöru sveitaball!
Alvöru sveitaball verður haldið í Funaborg, Melgerðismelum 4. október, húsið opnar kl. 22:00. Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð kr. 2.500.- Sveitaböllin gerast ekki betri!
Láttu sjá þig :)
 

Álfagallerýið í Sveitinni
-við Teig, Eyjafjarðarsveit. Opið frá kl. 13.00-17.00 um helgar.
Fjölbreytt og fallegt handverk m.a. leirvörur, glervörur og handmálað postulín. Málaðir steinakarlar og konur. Vélútsaumur. Kerti með ljósmyndum. Dömufatnaður og ungbarnafatnaður, saumað, heklað eða prjónað. Úrval af hekluðum og prjónuðum ullarvörum og lopapeysum á alla fjölskylduna. Skartgripir og skrautmunir.
Verið velkomin til okkar :)
 

Aldan-Voröld
Fundur hjá kvenfélaginu Aldan-Voröld verður haldinn í Félagsborg miðvikudaginn 8. október kl. 20:00. Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur verður gestur fundarins.
Eigum góða samveru í haustblíðunni :)
Stjórnin
 

Ágætu Iðunnarkonur
Athugið breyttan fundartíma haustfunds frá viðburðardagatali.
Haustfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. október.
Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
 

Endurtökum nyjamarkaðinn á Hrísum
Kærar þakkir fyrir komuna um síðustu helgi. Um 100 manns komu. Margir fengu sér kaffi og spjölluðu við sveitungana, ásamt því að gera góð kaup. Þar sem okkur fannst svo gaman að fá svona margar heimsóknir, höfum ákveðið að hafa markaðinn aftur á Hrísum næstu helgi þ.e. 4.-5. október. Til sölu föt, skartgripir og eitthvað er eftir af húsgögnum, ásamt ýmsu öðru. Endilega kíkið við og athugið hvort það má ekki koma í veg fyrir að þetta ágæta dót fari á haugana. Nýtt dót komið á skranborðið. Hluti af sölunni rennur beint til kvenfélaganna í Eyjafjarðarsveit.

Opið laugardag frá kl. 14:00-17:00 og sunnudag frá kl. 13:00-17:00.
Kaffi og kleinur í boði.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Fjölskyldan Hrísum

Getum við bætt efni síðunnar?