Auglýsingablaðið

752. TBL 08. október 2014 kl. 10:28 - 10:28 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli - Vísitasía biskups
Helgina 11.-12. október n.k. mun biskupinn yfir Íslandi, frú Agnes Sigurðardóttir, vísitera Laugalandsprestakall.

Laugardaginn 11. október kl.13:00 heimsækir biskup Möðruvallakirkju,
kl. 14:30 Munkaþverárkirkju og kl. 16:00 Kaupangskirkju. Þar munu þær mæðgur Þuríður Baldursdóttir, Anna Aðalsteinsdóttir og Auðrún Aðalsteinsdóttir syngja nokkur lög við undirleik Petru Pétursdóttur.

Sunnudaginn 12. október hefst vísitasía kl.9:30 í Grundarkirkju.
Kl 11:00 er hátíðarmessa þar sem biskup predikar og vígir jafnframt nýtt orgel kirkjunnar. Sama dag kl. 13:30 skoðar biskup Saurbæjarkirkju og kl. 15:00 sækir hann Hólakirkju heim.

Gleðilega hátíð og verið velkomnir Eyfirðingar.
Sóknarnefndir Laugalandsprestakalls

 

Frásögn úr Frónsskíri
Vegna fjölda áskorana sýnir Karlakór Eyjafjarðar aftur kórleikinn „Frásögn úr Frónsskíri“ föstudagskvöldið 10. október í Laugarborg. Sýning hefst kl. 20:30.

Endilega pantið miða en síðast komust færri að en vildu.
Miðapantanir hjá Petru í síma 892-3154 og Sigga í síma 861-2198.
Miðaverð kr. 2.500 (ekki posi á staðnum).
Karlakór Eyjafjarðar

 

Sunnudagaskóli
Ágætu sveitungar
Undafnarin ár höfum við með ýmsu móti reynt að halda úti sunnudagaskóla.
Eru einhverjir tveir eða fleiri tilbúnir að taka að sér að sjá um slíkan skóla á svona hálfsmánaðarfresti? Sjálfur er ég reiðubúinn að leggja lið.
Mætti ég biðja þá sem hefðu áhuga að senda mér tölvupóst á
hannes.blandon@kirkjan.is
Vinsamlegast, Hannes

 

Badminton-Bingó
Laugardaginn 11. október verður boðið upp á skemmtilegt bingó fyrir alla þá sem mæta á badmintonæfingu hjá Samherjum. Við ætlum að byrja kl. 10:00, spila badminton/miniton og fara í skemmtilega leiki. Eftir það verður svo farið í bingó og æfingin endar kl 12:00. Allir velkomnir :-)
Foreldraráð

 

Ungfolahólf Náttfara
Eigendur fola í ungfolahólfum Náttfara eru beðnir um að sækja fola sína á Melgerðismela n.k. laugardag 11. október kl. 13:00.
Stjórn Náttfara

 

Vöðvabólga - verkir í líkama
Er komin heim aftur og hef því lausa tíma í Regndropameðferð og Body Harmony.
Tímapantanir í síma 863-6912.
Sigríður Sólarljós, Finnastöðum

 

Markaður!
Markaður verður í litla húsinu við Gallerýið í sveitinni frá kl. 13:00-17:00 á sunnudögum í október. Ýmislegt í boði t.d. efni í jólaskreytingar, barnaföt, glervörur, ullarvörur, taðreyktur silungur og margt, margt fleira.
Ekki posi á staðnum.
Verið velkomin

 

Álfagallerýið í sveitinni er opið frá kl. 13:00-17:00 á laugardögum og sunnudögum. Mikið úrval af gjafavöru og fatnaði.
Verið velkomin

 

Kæru sveitungar!
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2015 verður haldið laugardaginn 31. janúar næstkomandi. Munið að taka daginn frá. Frábær skemmtun sem enginn má missa af!!!
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja frá þorrablótsnefnd

Getum við bætt efni síðunnar?