Auglýsingablaðið

759. TBL 26. nóvember 2014 kl. 11:54 - 11:54 Eldri-fundur

Heimaþjónusta - hlutastarf
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í hlutastarf í heimaþjónustu.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma 463-0600 eða með tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofan

Jólaföndur fyrir allan skólann
Í ár ætlum við að breyta til og hafa sameiginlegt jólaföndur og jólakortagerð fyrir alla nemendur skólans laugardaginn 29. nóvember kl. 11:00-14:00. Nemendur unglingastigs eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Nokkrar föndurstöðvar verða í kennslustofum yngsta og miðstigs. Fjölbreytt föndurefni og kort verða seld á staðnum gegn vægu gjaldi. Gott er að grípa með sér skraut, skæri og lím. Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti er vel þegið að heiman.
Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum og hverju öðru.
Jólakveðja frá bekkjarfulltrúum og stjórn foreldrafélagsins.


1. des.
Ekki láta þig vanta þegar Einar Kára, Eiríkur og Maja trylla lýðinn n.k. mánudag í Laugarborg. Hátíðin hefst kl. 20:00 og er aðgangseyrir litlar 2.000 kr.
Veitingar eru seldar í sjoppunni og enginn posi á staðnum.
Sjáumst hress.
Menningarmálanefnd


Æfingabúðir í borðtennis um næstu helgi
Næstu helgi stendur borðtennisnefnd UMSE fyrir æfingabúðum í borðtennis í samstarfi UMF. Samherja. Við verðum gestgjafarnir að þessu sinni en kennari verður Bjarni frá Borðtennissambandi Íslands. Einnig verður Sigurður hjá Pingpong.is með í för og verður með hluta af vöruúrvalinu sínu meðferðis.
Æfingabúðirnar verða í þremur lotum. Fyrsta lotan er laugardaginn 29. nóvember kl. 9:00 – 12:00 og önnur kl. 14:00 – 17:00 sama dag. Þriðja lotan verður sunnudaginn 30. nóvember kl. 9:00 – 12:00. Opið borðtennismót hefst kl. 13:00 sama dag.
Engin aldurstakmörk eru í æfingabúðirnar og iðkendum að kostnaðarlausu. Frjálst er að mæta í eina lotu eða fleiri eftir því hvað hverjum hentar. Mótsgjald á borðtennismótið eru 500 kr.
Nýtum nú tækifærið, yngri sem eldri, og fjölmennum um næstu helgi.
Nánari upplýsingar veita Sigurður og Ólafur Ingi borðtennisþjálfarar.


Soprphirða í desember
1. desember - endurvinnslutunnan og baggaplast.
8. desember - almennur úrgangur sunnan Miðbrautar.
Almennur og lífrænn úrgangur norðan miðbrautar.
22. desember - almennur úrgangur sunnan Miðbrautar.
Almennur og lífrænn úrgangur norðan miðbrautar
29. desember - endurvinnslutunna og baggaplast.

Fræðsla fyrir íþróttafólk
UMSE stendur fyrir tveimur áhugaverðum fyrirlestrum sem ætlaðir eru öllum sem áhuga hafa á íþróttum og almennu heilbrigði. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Hrafnagilsskóla kl. 17:00 þriðjudaginn 2. desember. Annars vegar verður fjallað um heilbrigðan lífsstíl og hins vegar um markmiðssetningu. Fyrirlesarar eru Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttafræðingur og Ellert Örn Erlingsson íþróttasálfræðingur. Samherjar hvetja allt sitt íþróttafólk, 11 ára og eldri, til að mæta og hlusta á umfjöllun um þessi mikilvægu málefni. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með. Boðið verður upp á léttar veitingar milli fyrirlestra.
Stjórn Samherja

Álfagallerýið 
Jólagjafir – tækifærisgjafir - kynning. 
Opið frá kl. 13:00 – 17:00 um helgina. 
Fullt af jólavöru og öðrum fallegum hlutum sem gleðja. 
Laugardaginn 29. nóvember bjóðum við upp á Enjó kynningu. 
Hlökkum til að sjá ykkur

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár 9. desember kl.20:00
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi:
1. Skýrsla stjórnar fyrir reikningsárið 1/10 2013 – 30/9 2014
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir reikningsárið 1/10 2013 – 30/9 2014
3. Rekstaráætlun fyrir næsta rekstarár
4. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
5. Önnur mál
Í samræmi við hlutverk okkar sem stjórnar Veiðifélags Eyjafjarðarár, samanber ofanritað, þá boðum við til aðalfundar í Veiðifélagi Eyjafjarðarár á veitingastaðnum Silvu að Syðra Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 9. desember 2014 kl. 20:00.
Veiðifélag Eyjafjarðarár

 

Sveitatöfrar í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 30. nóvember
Hópur áhugafólks í sveitinni, um óhefðbundnar lækningar og heilsu, verður með kynningu að Arnarfelli í Eyjafjarðarsveit. Opin dagskrá kl. 10:00 - 16:00 þar sem hægt verður að láta spá í spil og bolla og boðið upp á stuttar meðferðir með olíum og heilun gegn vægu gjaldi. Þeir sem vilja vera með í dansi eða yoga geta tekið þátt í dagskránni allan daginn og greiða 1.000 kr. Engin posi verður á staðnum.
Dagskrá: Yoga kl. 06:00, 10:00 og 14:00. Dans kl. 12:30 og 16:00 og endar með trommuathöfn.
Kynningar:
Augnfræði – Svanhildur Ketilsdóttir kl. 12:00.
Meðferðir með ilmkjarnaolíum og blómadropum – Sigríður Sólarljós og Auður Jónasar kl. 13:30.
Nánari upplýsingar veita Sigríður Sólarljós s: 863-6912 og Gerður s: 849-1854.
Bestu kveðjur Ola, Gerður, Regína, Svanhildur, Auður, Arnbjörg, Sunna, Sigríður og jafnvel einhverjir fleiri

 

Getum við bætt efni síðunnar?