Auglýsingablaðið

760. TBL 03. desember 2014 kl. 11:45 - 11:45 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn 5. desember kl. 16:00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Refur og minkur
Íbúar eru hvattir til að láta vita ef sést til refa- eða minkaferða.
Tekið er á móti upplýsingum á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s: 463-0600

Húsnæði óskast
Einstæð móðir með 9 ára dreng og hund vantar húsnæði sem fyrst í sveitinni eða í hverfinu. 
Inga s: 867-4351

Rúllubaggar til sölu á góðu verði
Upplýsingar hjá Víði í s: 899-9821

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Síðasta mánudagssamvera fyrir jól verður mánudaginn 8. desember frá kl. 13:00 – 17:00. Fyrsti fundur á nýju ári er fyrirhugaður 12. janúar. Framboð námskeiða verða auglýst síðar.
Stjórnin

Hæ allir í gömlu góðu sveitinni minni
Ég heiti Birgitta Íris er 15 ára og bý í Sviss. Mig langar að koma heim til Íslands í sumarfríinu mínu og vinna. Get unnið við næstum hvað sem er, hef gaman að börnum og er ekki hrædd við nein húsdýr.  Ég mun hafa aðsetur í Hrafnagilshverfi og því getur vinnan ekki verið mjög langt frá því nema viðkomandi vilji sækja mig og keyra heim að vinnu lokinni. Ég er ekki með bílpróf en býsna klár að hjóla og get gengið fulllangt ;)
Þar sem skólakerfið í Sviss er frábrugðið því íslenska get ég aðeins verið í vinnu í fjórar vikur. Mun lenda í firðinum fagra og geta hafið vinnu 13. júlí 2015 og verið fram til 10. ágúst 2015. Ég gæti líka unnið eitthvað um helgar :) Ég tala þýsku, aðeins frönsku og ensku og ennþá alveg fína íslensku og syng líka gjarnan ef fólk vill :)
Ef einhver heldur að hann gæti nýtt sér hæfileika mína í þennan tíma þá endilega verið í sambandi á netfangið 99birgitta@nemar.krummi.is eða á facebook.
Bestu kveðjur heim á Frón.
Birgitta Íris Árnadóttir.
PS. Mamma biður að heilsa öllum.

Hugljúf kvöldstund á Silvu í samstarfi við bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Miðvikudagskvöldið 10. desember n.k. kl. 20:00 verður hugljúf kvöldstund á Silvu þar sem kynntar verða nýjar bækur og lesið upp úr þeim.
Aðgangur ókeypis og boðið upp á kakó og smákökur.
Allir velkomnir.
Kristín og Margrét

Álfagallerýið í Sveitinni auglýsir
Við erum komnar í jólaskap. Mikið til af fjölbreyttu og fallegu handverki og skrautmunum, m.a. leirvörur, glervörur, handmálað postulín, málaðir steinakarlar, kerti með ljósmyndum og skartgripir. Vélútsaumur og fatnaður ýmist prjónaður,  heklaður eða saumaður. Tilboð á ýmsum vörum. Gefum íslenskt handverk í jólagjöf.
Opið frá kl. 13:00 – 17:00 um helgar. Bjóðum einnig upp á klúbbakvöld.
Upplýsingar í s: 691-8025.
Verið velkomin

Sorphirða í desember

1. desember 

 - endurvinnslutunnan og baggaplast

8. desember

- almennur úrgangur sunnan miðbrautar

 

- almennur og lífrænn úrgangur norðan miðbrautar

22. desember

- almennur úrgangur sunnan miðbrautar

 

- almennur og lífrænn úrgangur norðan miðbrautar

29. desember

- endurvinnslutunna og baggaplast

 

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneytinu á Hrafnagili  Þorláksmessudag frá kl. 11:00 - 14:00.  Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Verð á mann er 3.000  kr. Komið, gleðjist og styrkið gott málefni.
Frekari upplýsingar og skráning hjá:
Aðalsteini Hallgrímssyni addiha@est.is  s: 863-1207
Sigurði Steingrímssyni  sigurdurs@nmi.is  s: 894-9330
Tryggvi Jóhannssyni gunnaogtryggvi@simnet.is  s: 869-6158

 

Getum við bætt efni síðunnar?