Auglýsingablaðið

763. TBL 29. desember 2014 kl. 13:48 - 13:48 Eldri-fundur

Heimaþjónusta - hlutastarf
Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í hlutastarf í heimaþjónustu.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni í síma 463-0600 eða með tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is
Skrifstofan

Staða kennara í hönnun og smíði
Vegna afleysinga óskum við eftir að ráða kennara í hönnun og smíði að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 50% tímabundna stöðu með viðveru á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Ráðið er frá janúar 2015. 
Leitað er eftir kennara sem:
• Sýnir metnað fyrir hönd nemenda
• Vinnur í góðri samvinnu við foreldra og allt starfsfólk
• Er fær og lipur í samskiptum
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í s: 464-8100 og 699-4209 eða á netfangið hrund@krummi.is.
Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla
Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. 
Opnunartímar verða sem hér segir: 
• 28. desember kl. 13:00-22:00
• 29.-30. desember kl. 10:00-22:00
• 31. desember kl. 9:00-16:00
• 6. janúar (þrettándinn) kl. 12:00-16:00
Við minnum á að gæta öryggis við meðferð flugelda s.s. gæta að því að allir noti hlífðargleraugu, séu í hæfilegri fjarlægð frá skotstað og nota vöruna eins og til er ætlast. 
Flugeldasalan er ein af okkar helstu fjáröflunarleiðum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest styrkja björgunarsveitina í ykkar heimabyggð. 
Hjálparsveitin Dalbjörg
P.S. Það er alltaf heitt á könnunni!

Eyvindur – netútgáfan á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar
Fyrir hönd ritnefndar Eyvindar vil ég biðjast afsökunar á að í greininni um ungbóndann í Grænuhlíð slæddust inn villur á lokasprettinum. Búið er að leiðrétta greinina og nú er hægt að lesa netútgáfuna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á slóðinni: 
http://www.esveit.is/is/mannlif/eyvindur-1/eyvindur2014
Með góðum nýjársóskum
Rósa Margrét Húnadóttir

Þorrablót 2015
Nú er farið að styttast í hið eina sanna þorrablót. Ætlar þú ekki örugglega að mæta? Heyrst hefur að Jón á Hrafnagili ætli að hafa hann Spena sinn með á blótið. Ætli Berglind fái líka að koma með ?????
Nefndin

Húsnæði óskast
Móðir með 9 ára strák og hund vantar húsnæði sem fyrst í hverfinu eða í sveitinni.
Bestu kveðjur Inga
s: 867-4351

Tæming endurvinnslutunnunnar
Áætlað var að tæma endurvinnslutunnur í Eyjafjarðarsveit þann 28. og 29. desember. Vegna veður og færðar hefur verið ákveðið að fresta tæmingu á þeim þar til veður og færð batnar.
Gámaþjónusta Norðurlands

Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar yfir áramót 
30. desember kl. 06:30–21:00
31. desember lokað
1. janúar lokað
2. janúar kl. 10:00–21:00
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar sendir ykkur bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár

Getum við bætt efni síðunnar?