Auglýsingablaðið

769. TBL 11. febrúar 2015 kl. 11:40 - 11:40 Eldri-fundur

Álagning fasteignagjalda 2015
Eyjafjarðarsveit sendir ekki út álagningarseðla fyrir fasteignagjöldum. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir „Mínar síður". Innskráning er með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm frá 1. febrúar til 1. júní. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 25.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar.

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli.
Upplýsingar um gjaldskrá og afsláttarreglur er hægt að nálgast hér.

Folaldasýning Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Laugardaginn 14. febrúar n.k. stendur Náttfari fyrir folaldasýningu í Melaskjóli á Melgerðismelum. Dómari verður Eyþór Einarsson en fyrirkomulagið verður þannig að hann dæmir sköpulag folaldanna fyrir hádegi (ath. folöld þurfa að vera komin í hús kl.11:00) og eftir hádegi kl.13:00 verður sjálf sýningin. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu folöld í hryssu- og hestaflokki auk þess sem áhorfendum býðst að velja glæsilegasta folaldið. Þá gefst færi á að skrá til leiks ungfola fædda 2012 og 2013. Veitingasala verður í Funaborg og opið hús þar í hádeginu. Skráning fer fram á netfanginu thorsteinn.egilson@icloud.com eða í s: 895-2598 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 12. febrúar. Við skráningu skal gefa upp nafn, lit, foreldra, ræktanda og eiganda folaldsins.
Bestur kveðjur,
Þorsteinn á Grund - Sigríður í Hólsgerði

Barna- og unglingaráð hestamannafélagsins Funa auglýsir
Pizzakvöld verður í Funaborg næstkomandi laugardagskvöld 14. febrúar kl. 20:00. Til stendur að kynna hvað framundan er í æskulýðsstarfinu og hvetjum við alla hestakrakka og foreldra þeirra til að mæta. Gott væri að vita hversu margir ætla að láta sjá sig. Endilega látið vita fyrir laugardaginn í s: 846-1087 (Anna Sonja).

Frá Laugalandsprestakalli
Messa verður í Grundarkirkju sunnudaginn 15. febrúar kl.11:00
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar.
Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson.
Sóknarnefnd

Húsnæði óskast
Einstæð móðir með 9 ára barn í Hrafnagilsskóla og hund óskar efti húsnæði í sveitinni, helst í hverfinu.
Vinsamlega hafið samband við Ingu í s: 867-4351

Aðalfundur
Kvenfélagið Hjálpin verður með aðalfund föstudaginn 13. febrúar kl. 20:00 í Sólgarði (uppi). Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagskonur eru hvattar til að mæta og nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

Sælar allar
Aðalfundur kvenfélagsins Aldan-Voröld verður laugardaginn 14. febrúar kl. 12:00 í Félagsborg. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Konur eru hvattar til að ganga í félagið og láta gott af sér leiða, fyrst og fremst fyrir nærsamfélagið.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. 
Stjórnin

Morgunfundur á Kaffi Kú
Mánudaginn 16. febrúar kl.10:30 verður morgunfundur á Kaffi Kú. Frummælendur verða Valgerður Jónsdóttir og Bergsveinn Þórsson frá Norðurlandsskógum og munu þau ræða um skógrækt í Eyjafjarðarsveit, umhirðu, nýtingu og fleira. Veitingar í boði félagsins.
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar

Félagar í Kirkjukór Laugalandsprestakalls
Aðalfundur Kirkjukórs Laugalandsprestakalls verður í lok æfingar mánudagskvöldið 23. febrúar næstkomandi. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin

Aðalfundur Funa
Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á 
Melgerðismelum fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar í boði.
Stjórnin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is 
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.

Getum við bætt efni síðunnar?