Auglýsingablaðið

770. TBL 18. febrúar 2015 kl. 12:43 - 12:43 Eldri-fundur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is 
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Kaupangskirkju sunnudaginn 22. febrúar kl. 11:00.
Í tilefni af konudeginum mun sönghópur Kaupangskirkju syngja Maríuvers í ýmsum útgáfum.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd

Freyvangsleikhúsið
Þann 26. febrúar frumsýnir Freyvangsleikhúsið söngleikinn FIÐLARINN Á ÞAKINU. Leikstjórar eru Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir, tónlistarstjóri er Brynjólfur Brynjólfsson og bróðir hans Ingvar Brynjólfsson hannar leikmynd. Á sviðinu verður fjögurra manna hljómsveit og leikarar eru rúmlega þrjátíu. Með titilhlutverkið, Tevje mjólkurpóst, fer Hannes Blandon.
Sögusvið verksins er Anatevka, lítið rússneskt þorp í gyðingasamfélagi og gerist sagan í kringum árið 1900. Þar býr mjólkurpósturinn Tevje ásamt eiginkonu sinni og fimm dætrum í sátt við Guð og menn. Lífið er í föstum skorðum hjá þorpsbúum, mótað af aldagömlum hefðum og siðvenjum sem eru haldreipi heimamanna í brothættri og þversagnakenndri tilveru.
Í samskiptum Tevjes við dætur sínar og eiginkonu, endurspeglast þau átök sem verða þegar æskan sýnir siðvenjum og hefðum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráð för. Yfir og allt um kring vofir svo hin stöðuga hætta sem gyðingum stafar af hendi Rússakeisara.
Sagan er í eðli sínu sorgleg en í leikverkinu ræður mikill léttleiki og kátína ríkjum og heilmikið er sungið og dansað.
Næstu sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning 26. febrúar kl. 20:00 Uppselt
2. sýning 27. febrúar kl. 20:00 
3. sýning 28. febrúar kl. 20:00
4.sýning 6. mars kl. 20:00
5. sýning 7. mars kl. 20:00
Miðasala er í s: 857-5598 kl. 18:00 – 20:00, sýningardaga kl. 17:00 – 20:00 og á www.freyvangur.net

Aðalfundur Ungmennafélagsins Samherja
Stjórn Samherja minnir á aðalfund félagsins sem verður haldinn í Félagsborg, miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem við óskum eftir gagnlegum umræðum um stefnu og markmið félagsins. Allir eru velkomnir og foreldrar iðkenda eru sérstaklega hvattir til að mæta. 
Veglegar veitingar verða í boði.
Stjórn Umf. Samherja

Aðalfundur Funa
Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á 
Melgerðismelum fimmtudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir. 
Kaffiveitingar í boði.
Stjórnin

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði 
Aðalfundur Félags aldraðra í Eyjafirði verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 28. febrúar kl. 13:30. Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinum mun Valdimar Gunnarsson flytja okkur fróðleik úr Eyjafjarðarsveit.
Kaffiveitingar í boði félagsins. 
Vonandi sjá sér flestir færi á að mæta.
Stjórnin

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?