Auglýsingablaðið

773. TBL 13. mars 2015 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur

Félagsleg leiguíbúð
Laus er til umsóknar, frá 1. apríl n. k., tveggja herbergja félagsleg leiguíbúð í Skólatröð 2. Umsækjendur skulu standast tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 1042/2013, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á skrifstofu og/eða hér.
Umsóknarfrestur er til 26. mars n.k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015
Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015.
Rafrænt umsóknareyðublað er að finna hér.
Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015.
Öllum umsóknum verður svarað.

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 15. mars kl.11:00.
Allir velkomnir.
Sóknarprestur

Tilkynning frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Samverustundir sem hafa verið á mánudögum færast yfir á þriðjudaga frá og með þriðjudeginum 17. mars og verða á þriðjudögum eftirleiðis. Sjáumst framvegis á þriðjudögum frá kl. 13:00-17:00 í Félagsborg.
Stjórnin.

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á Kaffi Kú þriðjudaginn 17. mars kl.11:00. Venjuleg aðalfundarstörf en auk þess kemur Guðmundur Steindórsson ráðunautur á fundinn og flytur erindi um nautgriparækt. Nýir félagar velkomnir. Veitingar í boði félagsins.
Stjórnin

Iðunnarkvöld
Miðvikudaginn 18. mars er Iðunnarkvöld í fundarherberginu í Laugarborg kl. 20:00.
Endilega mætum sem flestar, síðast var mjög gaman eins og sést á facebooksíðu Kvenfélagsins Iðunnar. Hvetjum nýjar konur til að koma og kynnast hressum Iðunnarkonum á öllum aldri, sjá og heyra hvað félagið er að gera og hvort þetta sé ekki einmitt sá félagsskapur sem hentar þeim 
Stjórnin

Brjóstakrabbamein – Hjálpin
Þann 24. mars kl. 20.00 verður haldinn fyrirlestur og fræðsla í Funaborg um brjóstakrabbamein. Þar ætlar Dóróthea Jónsdóttir að ræða um reynslu sína af brjóstakrabbameini en árið 2012 gaf hún út bókina „Bleikur barmur – barátta mín við krabbamein“ og er bókin nú í notkun hjá brjóstakrabbameinsteymi Landsspítalans. Jóhanna Júlíusdóttir hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis ætlar að koma með brjóstavesti og sýna okkur meðal annars hvernig á að þreifa brjóstin. 
Þetta er þörf og góð fræðsla sem við hvetjum konur til að mæta á og taka með vinkonu því þetta snertir okkur allar. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið í konum á Íslandi eða tæplega þriðjungur tilfella. Árlega greinast um 200 konur með sjúkdóminn hér á landi. 
Þessi fyrirlestur er opinn öllum og hlökkum við til að sjá þig.
Á boðstólnum verður kaffi og súkkulaði.
Kvenfélagið Hjálpin

Freyvangsleikhúsið
Fiðlarinn á þakinu
Næstu sýningar eru sem hér segir:
6. sýning 13. mars kl. 20 UPPSELT
7. sýning 14. mars kl. 20 UPPSELT
8. sýning 20. mars kl. 20 UPPSELT
9. sýning 21. mars kl. 20 UPPSELT
10. sýning 27. mars kl. 20 UPPSELT
11. sýning 28. mars kl. 20 Örfá sæti laus
Erum farin að bóka á sýningar í apríl
Miðasla í s: 857-5598 kl. 18:00-20:00 og kl. 17:00-19:00 sýningardaga og á www.freyvangur.net

Regndropameðferð
Hef lausa tíma í regndropameðferð, Soul Body Fusion - tenging við sálarstjörnuna, himneska fótasælu og að sjálfsögðu er ég með litlu kraftaverkaglösin Young Living olíurnar og blómadropa þar sem ég bý til blöndu fyrir þig. 
Blessun á vegi ykkar.
Sigríður Ásný Sólarljós s: 863-6912

Sérsaumaður fermingjarkjóll/föt
Langar þig í sérsaumaðan fermingarkjól/-föt? Geri aðeins eitt af hverju, engin flík eins. Sanngjarnt verð. Áhugasamir hafi samband í s: 869-3696.
Þrúða

Notað í nýtt!
Örnámskeið í endurnýtingu gamalla flíka. Þeir sem hafa áhuga hafi samband í s: 869-3696.
Þrúða

 

Getum við bætt efni síðunnar?