Auglýsingablaðið

780. TBL 04. maí 2015 kl. 08:34 - 08:34 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 6. maí kl. 15:00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Starfsfólk óskast
Heimaþjónusta Eyjafjarðarsveitar óskar eftir starfsfólki í heimaþjónustu. Starfið felst í tiltekt og þrifum inni á heimilum nokkrar klukkustundir á viku.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í s. 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Eldri starfsumsóknir óskast endurnýjaðar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður lokuð föstudaginn 1. maí

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla vorið 2015
Dagana 4.-8. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2009) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning). Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í s. 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri

Húsnæði óskast
Kennari við Tónlistarskóla Eyjafjarðar óskar eftir þriggja herbergja íbúð til leigu.
Upplýsingar veitir Guðlaugur Viktorsson söngkennari, s. 898-0525

Vortónleikar
Hinir árlegu vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Glerárkirkju fimmtudaginn 30. apríl og tónlistarhúsinu Laugarborg föstudaginn 1. maí kl. 20:30.
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir.
Miðasala við innganginn. Miðaverð 3.000 kr. (ath. ekki er posi á staðnum).
Frekari upplýsingar veitir Valgeir Anton í s. 862-4003.
Góða skemmtun.
Karlakór Eyjafjarðar

Lamb Inn opnar
Opnum veitingastaðinn okkar föstudaginn 1. maí og verður hann opinn á föstudags- og laugardagskvöldum í maí. Kynnum þessar helgar nýjungar á matseðli sumarsins. Næstu helgi bjóðum við upp á lambalærið okkar og ofnsteikta bleikju auk þess sem við kynnum til leiks hægeldaðan nautavöðva frá Garðsbúinu með villisveppasósu, sellerýrótarmús og grilluðu spergilkáli. Æskilegt er að panta borð fyrir kl. 16:00 í
s. 463-1500.
Lamb Inn Öngulsstöðum

Markaður á Hrísum í Eyjafjarðarsveit
Markaður verður haldinn á Hrísum föstudaginn 1. og laugardaginn 2. maí kl. 13:00-17:00 báða dagana. Til sölu föt, skór, skartgripir, eitthvað af húsgögnum og ýmis annar varningur. Verð 100-2.000 kr. Kaffi og veitingar verða í boði.
Fjölskyldan Hrísum

Kæru sveitungar
Ef það skildi hafa farið framhjá einhverjum þá er Gústi bóndi að verða fimmtugur. Af því tilefni er ykkur boðið til veislu í Funaborg föstudagskvöldið 1. maí kl. 20:00
Kv. Ég sjálfur!

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Gleðilegt sumar og þökk fyrir veturinn. Síðasta samverustund á þessu vori verður í Félagsborg, næsta þriðjudag, þann 5.maí. Ferðanefnd kynnir ferðalag sumarsins og göngunefnd kynnir gönguferðir sumarsins. Mætum sem flest og kveðjum veturinn með stæl. Nýir félagar alltaf velkomnir.
Stjórnin

Vorfundur Iðunnar
Laugardaginn 9. maí n.k. verður vorfundur Iðunnar. Nánar auglýst í næsta blaði. Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

Freyvangsleikhúsið – Fiðlarinn á þakinu
21. sýning 29. apríl kl. 20:00 UPPSELT aukasýning
22. sýning 1. maí kl. 20:00 Örfá sæti laus
23. sýning 2. maí kl. 20:00
24. sýning 9. maí kl. 20:00 LOKASÝNING
Miðasla í s. 857-5598 kl. 18:00-20:00 og sýningardaga kl. 17:00-19:00 og á www.freyvangur.net

Barnapössun í sumar
Ég er 13 ára stelpa sem langar að passa börn. Ég hef farið á skyndihjálpar- og barnapössunarnámskeið Rauða krossins. Ég bý í Hrafnagilshverfi.
Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir, s. 697-9731 eða 461-1440

Sumarvinna
Ég heiti Hulda Siggerður, verð 13 ára í sumar og langar í launaða vinnu. Ég er með 6 hesta í húsi og fer á hverjum degi að moka skít, setja út, taka inn og gefa. Ég get passað hund/hunda og hreyft hann/þá, farið í hesthúsið og gert það sem þarf eða fjárhús og fjós. Ég elska að vinna með dýrum. Ég get líka unnið í gróðurhúsi eða bara hvað sem er fyrir utan það að þrífa hús sem fólk býr. Vona að ég fái að vinna hjá þér. Hafið samband við mig í s. 777-3457 eftir kl. 14:00 á daginn eða í tölvupósti: 02hulda@krummi.is. Svo er líka hægt að tala við mömmu í s. 775-1700 eða pabba í s. 891-8375.
Kveðja, Hulda Siggerður Þórisdóttir

Húsnæði óskast
Óska eftir húsnæði í fyrir 4 manna fjölskyldu í Hrafnagilshverfi frá og með 1. september næstkomandi. Upplýsingar má senda mér á netfangið hvandersen75@gmail.com eða í s. 780-7716.
Helga

Hansahillur óskast
Áttu hansahillur sem þú mátt sjá af? Er að leita að þannig hillum gefins eða fyrir „sanngjarnt“ verð.
Hrönn s. 866-2796

Tilkynning frá Búnaðarfélaginu
Sú breyting hefur orðið á útleigu á tækjum félagsins að Benjamín Baldursson á
Ytri- Tjörnum tekur við tækjum sem áður voru á Syðri-Tjörnum og Þórir sér um útleigu á tækjum sem eru staðsett í Torfum. Félagið þakkar Gylfa fyrir góð störf á liðnum árum.
Tæki staðsett á Syðri-Tjörnum Tæki staðsett á Torfum
8 t. tankur 10.000 kr. Haugsuga 14.000 kr.
Vendiplógur 12.000 kr. 6 t. tankur 8.000 kr.
4 sk. plógur 8.000 kr. 4 sk. plógur 8.000 kr.
2 sk. plógur 3.000 kr. Flagjafni 8.000 kr.
Akurvalti gamli 8.000 kr. Akurvalti nýr 10.000 kr.
Vatnsvalti 4.000 kr. Steypuvél 5.000 kr.
Úðadæla 6.000 kr. Úðadæla 6.000 kr.
Vinnupallar 5.000 kr. Sturtuvagn 10.000 kr.
Vendiplógur, nýr 10.000 kr.
Pantanasími: Benjamín 899-3585, Þórir 862-6832.
Leigjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila tækjunum eftir notkun á þann bæinn sem tilgreindur er hér að ofan. Tækjum skal skila hreinum og eftir aðstæðum smurðum. Leigutakar tilkynni leigutíma að notkun lokinni með sms eða símtali. Stjórnin vill minna á að tækjunum sé skilað strax að notkun lokinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt á annatíma.
Stjórnin

Aðalsafnaðarfundur Möðruvallasóknar
Aðalsafnaðarfundur Möðruvallasóknar verður haldinn á Hríshóli þriðjudaginn 5. maí kl. 20:30. Dagskrá: Hefðbundin störf aðalfundar.
Sóknarbörn eru hvött til að mæta á fundinn.
Sóknarnefnd Möðruvallasóknar

 

Getum við bætt efni síðunnar?