Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 10. júní kl.15.00 í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
Framhaldsskólaakstri fyrir yfirstandandi skólaár lýkur n.k. föstudag
Framhaldsskólaakstur næsta skólaár
Nemendur MA og VMA sem ætla að nýta sér akstur á vegum sveitarfélagsins næsta skólaár eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu sveitarfélagsins á netfangið esveit@esveit.is eða í s. 463-0600 fyrir 1. júlí.
Starfsfólk skrifstofu
Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 4. júní kl.20.00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara. Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Skólastjóri
Sumaropnun Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Opið virka daga frá kl.06.30-22.00
Opið um helgar frá kl.10.00-20.00
Hlökkum til að sjá ykkur
Bestu kveðjur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Sundkort
Frá 1. júní – 21. ágúst stendur yfir sundátak fyrir börn í 1.-10. bekk Hrafnagilsskóla. Útbúin hafa verið sundkort sem liggja í afgeiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar og verða afhent þeim börnum sem vilja taka þátt. Safna þarf 10 stimplum til að komast í pott sem dregið verður úr í haust og verðlaun veitt.
Synda þarf eftirfarandi vegalengdir til að fá einn stimpil:
• 1.-3. bekkur - 8 ferðir þvert yfir laugina
• 4.-10. bekkur - 200m
Átakið var kynnt á samveru í Hrafnagilsskóla sl. föstudag. Nánari upplýsingar veitir Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar í s. 464-8140. Hvetjum alla til að taka þátt.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Sleppingar á afrétt
Vegna ótíðar undanfarið verður ekki heimilt að sleppa sauðfé á sumarbeitilönd fyrr en í fyrsta lagi 15 júní n.k. Endanlega dagsetningu fyrir sauðfé og hross verður vonandi hægt að birta í næsta auglýsingablaði.
Fjallskilanefnd
Syðra-Laugaland efra – tillaga að deiliskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 27. maí 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðra-Laugalands efra skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir allt að 8 smáhýsum til gistingar fyrir ferðamenn auk veitingastaðar og íbúðar sem er fyrir í núverandi húsi.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní - 15. júlí 2015. Hún er einnig aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á www.esveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 15. júlí 2015.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
Deiliskipulag efnistökusvæðis í landi Hvamms - skipulags- og matslýsing
Unnið er að gerð deiliskipulags efnistökusvæðis í landi Hvamms. Skipulags- og matslýsing liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 3. júní - 18. júní 2015. Hún er einnig aðgengileg á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar á www.esveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri eða á netfangið omar@landslag.is í síðasta lagi 18. júní 2015.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar
Fyrsta fuglahræðan er komin á stjá
Nemendur Hrafnagillskóla hafa reist glæsilega fuglahræðu á skólalóðinni og hefur hún fengið nafnið Kvörn. „Dömunnar“ er getið í þjóðsögum og er hún sögð vera systir tröllkonunnar Bryðju. Skemmtilegri lesningu hefur verið komið fyrir við hlið hennar. Við hvetjum alla íbúa sveitarinnar til að taka þátt í þessu skemmtielga verkefni og útbúa fuglahræður og velja þeim stað hér í sveitinni sem sést frá veginum. Fuglahræðurnar mega vera óhefðbundnar og efnisval er frjálst. Þann 3. júlí þurfa þær að fara á stjá og hápunkturinn verður á Handverkshátíðinni þar sem einhverjum þeirra verður boðið inn á svæðið og í lok hátíðar verða verðlaun veitt. Þetta uppátæki munu án efa kæta gesti sveitarinnar líkt og póstkassarnir, traktorinn og kýrnar á Hvassafelli gerðu um árið og tryggir okkur vonandi enn fleiri gesti á Handverkshátíðina í ár en síðustu ár. Með von um góða þátttöku.
Ester Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Handverkshátíðar
Gönguhópur aldraðra
Næsta gönguferð okkar 9.júni verður í Krossanesborgum,mæting á plani norðan við Biko kl.8.00. Verið dugleg að mæta því ganga hressir bætir og kætir.
Göngunefndin
Fundarboð
Kvenfélagið Hjálpin heldur vorfund sinn fimmtudaginn 11. júní kl.19.30 í Sólgarði. Ýmislegt verður spáð í og spegúlerað og meðal annars í fuglahræðum. Hvetjum sem flestar til að mæta og sleppa sköpunargleðinni lausri. Frekari dagskrá send í tölvupósti.
Stjórnin
O – listinn býður heim
O - listinn býður nefndarfólki sínu og baklandi til kökuboðs í þakklæti fyrir vetrarstarfið. Hvernig hefur okkur tekist að fóta okkur í sveitarstjórnarmálum Eyjafjarðarsveitar? Við ætlum að hittast í Félagsborg, Hrafnagilshverfi, þriðjudagskvöldið 9. júní kl.20.00.
Hestaleigan Kátur - Ferðafákar-Horse rental
Hestaleigan Kátur býður upp á eins til tveggja klukkustunda langar ferðir alla daga. Einnig eru í boði sérsniðnar ferðir fyrir hópa þar sem við reynum að mæta óskum hvers hóps. Skráning á reiðnámskeið í fullum gangi! NÝTT kvöldreiðtúrar.
Nánar á www.hestaleiga.is, e-mail: hestaleiga@hestaleiga.is og s. 895-7218.
Kvennablak næsta vetur
Við höfum áhuga á að stofna lið og spila Kvennablak næsta vetur, en þú??
Ef þú vilt vera með sendu okkur þá línu á imma@krummi.is eða ingabara84@gmail.com þar sem fram kemur nafn, heimili, sími og netfang. Einnig er hægt að hringja eða senda sms í s. 824-3129 (Imma) eða s. 848-2360 (Inga Bára). Við vonumst til að heyra frá ykkur sem flestum!!
Bestu kveðjur, Imma og Inga Bára
Golfkennsla
Þverá golf býður upp á golfkennslu í sumar. Friðrik Gunnarsson mun deila reynslu sinni og þekkingu með okkur.
Við hefjum leikinn þann 10. og 15. júní, kl.19.00-20:00 og 20.30-21.30 (hámark 10 manns í hóp). Mögulegt er að fá að láni kylfur svo allir geta því komið og verið með. Upplýsingar og skráning í Golfskálanum á Þverá.
Hlökkum til að taka á móti ykkur.
Hugleiðsla í indíánatjaldinu
Sunnudaginn 7. júní kl.20.00 höfum við hugleiðslu sem nefnist „Að tengja sig við náttúruna og náttúruvættina“ í tjaldinu hjá Sigríði Sólarljósi á Finnastöðum. Munið þægileg föt þar sem við munum sitja á jörðinni og kveikt verður upp í ofninum þannig að það verður hlýtt.
Með Sól í hjarta, Sigríður Ásný Sólarljós, s: 863-6912
Álfagallerýið í Sveitinni
Nú er opið hjá okkur alla daga frá kl.13.00-17.00. Margt nýtt og spennandi og svo þetta gamla góða. Eigum fullt af hlýjum og fallegum lopapeysum sem kemur sér vel að eiga þessa dagana. Hjartanlega velkomin til okkar.
Tískusýning á Silvu miðvikudagskvöldið 10. júní kl.20.00. Lopapeysur, kjólar ofl. til sýnis. Eigum ljúfa stund í notalegu umhverfi.
Sjáumst
Sumardagskrá Samherja
Vetrardagskrá Samherja er formlega lokið og tekur sumardagskrá við mánudaginn 8. júní. Sumardagskráin má sjá hér en einnig er hægt að nálgast hana á heimasíðunni www.samherjar.is