Auglýsingablaðið

792. TBL 22. júlí 2015 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur

 

Starfsmaður óskast
Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar. Um er að ræða 50% starf á dagvinnutíma.
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar esveit@esveit.is
Upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi, netfang hugruns@krummi.is
Umsóknarfrestur er til 4. ágúst n.k.

Matur úr Eyjafjarðarsveit á Handverkshátíð
Laugardaginn 8. ágúst ætlum við í fyrsta sinn að bjóða íbúum sveitarinnar að taka þátt á matarmarkaði Handverkshátíðar. Þar fá íbúar, sér að kostnaðarlausu, tækifæri til að kynna og selja eigin framleiðslu. Þá er átt við grænmeti, korn, egg, sultur, brauð, kökur og þess háttar vörur.
Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar í s. 463-0600 eða á netfangið handverk@esveit.is

12 ára afmælishátíð Smámunasafnsins
Í tilefni af 12 ára afmæli Smámunasafnsins verður boðið upp á leiðsögn um safnið helgina 25.-26. júlí kl. 11.00-17.00. Markaður og rífandi stemning verður við safnið þar sem ýmsir aðilar verða með allskonar til sölu; fatnað, leirtau, klukkur og allt þar á milli. Þuríður og Reynir Schiöth flytja lifandi tónlist báða dagana kl. 14.00-16.00.
Við vekjum athygli á smásýningunni ,,Konurnar á Smámunasafninu" þar sem leitast er við að gera konum sem tengjast safninu á einn eða annan hátt örlítil skil í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.
Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkurnar á Smámunasafninu

Hannyrða-kaffihús á Smámunasafninu
Í allt sumar verður boðið uppá hannyrða-kaffihús á fimmtudögum kl. 13.00-16.00. Allir geta komið með hverskonar handavinnu og unnið í góðum hópi. 
Ávallt heitt á könnunni. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsstúlkur Smámunasafnsins

Týnd læða frá Kaupangi
Læða hvarf frá Kaupangi þann 3. júlí. Hún er steingrá með hvítan háls, kvið, framtær og afturlappir að hluta. Vinstri hluti snoppu er hvítur. Verið svo væn að athuga í nærliggjandi bílskúra og geymslur hvort hún hafi lokast inni. 
Laufey 695-8730.

Getum við bætt efni síðunnar?