Auglýsingablaðið

798. TBL 03. september 2015 kl. 08:38 - 08:38 Eldri-fundur

Fjárhagsáætlunargerð 2016
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2016-2019. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Þeim aðilum sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is fyrir 30. september 2015.
Sveitarstjóri

Göngur og réttir 2015
Fyrstu fjárgöngur verða 5. og 6. september og aðrar göngur 19. og 20. september.
Norðan Fiskilækjar verða fyrstu göngur 12. september og aðrar göngur
26. september.
Hrossasmölun verður 2. október og hrossaréttir 3. október.
Gangnaseðlar vegna fjárgangna hafa verið sendir út og eru auk þess birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is
Fjallskilanefnd

Vetrardagskrá Umf Samherja - skráningar byrjaðar
Fjölbreytt vetrardagskrá ungmennafélagsins hefst mánudaginn 7. september nema boltatímar sem byrja mánudaginn 14. september. Hægt er að sjá dagskrána á heimasíðunni www.samherjar.is þar sem skráningar fara einnig fram.
Stjórn Umf Samherja

Hjálparsveitin Dalbjörg - fyrsti fundur vetrarins
Fyrsti almenni fundur vetrarins hjá Hjálparsveitinni Dalbjörg verður haldinn sunnudagskvöldið 6. september kl. 20.30 í Dalborg. Farið verður yfir vetrarstarfið, námskeið og önnur fyrirliggjandi mál. Við vonumst til að sjá sem flesta og nýjir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Almennir fundir verða haldnir reglulega fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Sjá nánar á www.dalbjorg.is.
Kær kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg

Aðalfundur Freyvangsleikhússins
Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 9. september kl. 20.30 í Freyvangi. Allir áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.
Stjórnin

Þakkir frá Funa
Við viljum þakka öllum þeim „bæjum“ og „húsum“ sem tóku þátt í bæjakeppninni og styrktu þar með starf hestamannafélagsins Funa. Einnig þökkum við öllum þeim sem unnu fyrir okkur á Handverkshátíðinni og öðrum viðburðum starfsársins.
Bestu kveðjur frá stjórn Funa

Freyvangsleikhúsið
Nú fer fjörið að hefjast hjá Freyvangsleikhúsinu á nýju leikári og stefnir í æsispennandi vetur hjá okkur.
Fyrsta verkefnið verður uppsetning á leikritinu Klaufar og kóngsdætur. Leikritið er einstaklega skemmtilegur samtíningur af ævintýrum eftir H.C. Andersen sem er öllum að góðu kunnur. Verkið er skrifað af þrem Ljótum hálfvitum, þeim Ármanni Guðmundssyni, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni ásamt því að innihalda tónlist eftir þá félaga. Ármann mun einnig leikstýra uppsetningunni.
Samlestur verður helgina 5. og 6. september kl. 14.00 báða dagana. Verður þá lesið í gegnum leikritið og málin rædd.
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa á að taka þátt, hvort sem er á sviðinu eða utan þess, að láta sjá sig.

Landsleikur á Lamb Inn
Við ætlum að horfa saman á landsleik Hollands og Íslands á fimmtudagskvöldið. Bjóðum upp á heimagert pizzuhlaðborð á 1.450 kr. frá kl. 18.30.
Lamb Inn Öngulsstöðum

 

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?