Auglýsingablaðið

802. TBL 01. október 2015 kl. 07:31 - 07:31 Eldri-fundur

 

Tindatríó og Sveinn Arnar á Norðurlandi

Feðgarnir í Tindatríóinu, þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara og söngvara, leggja land undir fót og skemmta Norðlendingum um næstu helgi. Föstudaginn 2. október verða þeir í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20:00 og laugardaginn 3. október verða þeir í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit kl. 15:00 og í Kakalaskála í Skagafirði kl. 20:30. Efnisskráin spannar vítt svið og verður gleðin í fyrirrúmi.
Hér má sjá sýnishorn frá flytjendum: https://www.youtube.com/watch?v=NuGNpWTQpJU

 

Barnapössun

Við erum að leita að barnapíu fyrir stelpurnar okkar sem eru 3 og 6 ára. Við búum í Holtseli og erum tilbúin að sækja og skutla heim ef þess er þörf. Aðallega vantar okkur pössun að kvöldi. Áhugasamir endilega sendið okkur línu á knutur17@me.com eða susanne.lintermann@gmail.com

Kveðja, Susanne


Hrútasýning
Hin árlega hrútasýning fjárræktarfélags Öngulsstaðahrepps verður haldin föstudaginn 2. október kl. 20:30 í fjárhúsunum á Svertingsstöðum 2.
Tveir flokkar verða, flokkur veturgamalla hrúta og lambhrútaflokkur. Hrútar úr gamla Öngulsstaðahreppi suður að Bringu eru gjaldgengir á sýninguna. Skoðunargjald verður rukkað af óskoðuðum hrútum, 500 kr. á hrút.
Kaffiveitingar í boði.
Látið þennan skemmtilega viðburð ekki fram hjá ykkur fara því það er heilt ár í næstu hrútasýningu.☺
Allir velkomnir. Fjárræktarfélag Öngulsstaðahrepps

 

Stóðréttir á Melgerðismelum 3. október
Stóðréttir verða á Melgerðismelum 3. október. Rekið verður inn kl. 13.
Funamenn sjá um veitingar svo enginn þarf að fara svangur heim.
Hestamannafélagið Funi

 

Tantraspeki
Stofnfundur áhugafólks um Tantraspeki verður haldinn í Möðrufelli n.k. föstudagskvöld kl 20.30.
Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður í síma 462 1840

 


Alvöru sveitarball með Geirmundi
Stóðréttarball verður í Funaborg 3. október og opnar húsið kl. 22.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi fram á nótt.
Miðaverð kr. 2500.
Sveitarböllin gerast ekki betri.
Hestamannafélagið Funi

 

Húsnæði óskast
Fjölskylda óskar eftir húsnæði í sveitinni þar sem dýrahald er leyfilegt.
Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið.
Upplýsingar eru veittar í síma 867-4351

 

Hrossasmölun og hrossaréttir 2015
Hrossasmölun verður föstudaginn 2. október og hrossaréttir laugardaginn 3. október sem hér segir:
Þverárrétt kl. 10:00
Melgerðismelarétt kl. 13:00
Gangnaseðlar eru birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Fjallskilanefnd

Getum við bætt efni síðunnar?