Auglýsingablaðið

807. TBL 04. nóvember 2015 kl. 13:09 - 13:09 Eldri-fundur

 

 

Skyndihjálp
Kvenfélagið Hjálpin stendur fyrir stuttu skyndihjálparnámskeiði fyrir almenning og verður það haldið 12. nóvember kl. 20 í Funaborg og kostar 2.000 kr. Leiðbeinandi verður Anna Sigrún Rafnsdóttir en hún er með réttindi frá Rauða krossi Íslands og mikla reynslu af því að leiðbeina.
Best er að fara reglulega á námskeið í skyndihjálp og vera þess meðvitaður að alltaf getur eitthvað komið fyrir og nauðsynlegt er að vita hvernig maður bregst best við tilteknum aðstæðum. Líf getur legið við, þitt eða annarra.
Skráning er hjá Lilju í síma 867 8104 fyrir 9. nóvember.
Kvenfélagið Hjálpin


Kæru sveitungar
Mánudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 14:45. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það vatn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Kristínar Sigfúsdóttur og flytja brot af kveðskap hennar.
Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 600 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.200 kr.
Einnig munu nemendur 10. bekkjar selja margnota bökunarpappír, margnota pítsunet og gjafapakkningar sem innihalda kaffi og sælgæti. Enginn posi er á staðnum. Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla


Leiðarlýsing 2015
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp fyrsta sunnudag í aðventu. Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra.
Gjald fyrir hvern kross er kr. 3200.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.

 

Frá Laugalandsprestakalli
Kæru sveitungar. Messað veður í Hólakirkju sunnudaginn 15.nóvember kl 11:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sóknarprestur

 


Kæru sveitungar
Senn kemur Eyvindur út og þar er til siðs að birta nöfn þeirra sem hafa verið skírðir, fermdir, giftir og jarðsungnir. Nú hef ég ekki tölu eða nöfn á þeim sem aðrir prestar hafa þjónustað. Vinsamlegast sendið mér á netfangið hannes.blandon@kirkjan.is eða tjarnir@simnet.is nöfn þeirra sem þið viljið að birtist í Eyvindi.
Bestu kveðjur,
Hannes


Skartgripanámskeið í Eyjafjarðarsveit
Námskeiðið verður haldið á Silvu hráfæði veitingastað í kvöld fimmtudaginn 5. nóv frá kl.19:30 til 21:30. Á námskeiðinu er sýnt hvernig á að búa til hálsmen og vinna með vír sem settur er utan um steininn. Verð er 5.900 kr. og innifalið er kennsla og hráefni í 1 stk. hálsmen, áhöld eru á staðnum. Posi er ekki á staðnum. Skráning í síma 899-6290, leiðbeinandi Vilborg Daníelsdóttir steinakona og nuddari.Sýnishorn af hálsmenum er hægt að sjá á facebook undir síðunni skartgripanámskeið Eyjafjarðarsveit


Vatnsveitufélag Kaupangssveitar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Kaupangskirkju, fimmtudaginn 12. nóv. n.k., kl. 20:00.
Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins.
Stjórnin


Húsnæði óskast
Fjögra manna fjölskylda óskar eftir íbúð á leigu í Eyjafjarðarsveit sem fyrst. Verður að vera lágmark 3 svefnherbergi.
Skilvísum greiðslum heitið. Frekari upplýsingar í síma 615 2589.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?