Auglýsingablaðið

812. TBL 10. desember 2015 kl. 11:19 - 11:19 Eldri-fundur

BÓKASAFN EYJAFJARÐARSVEITAR
Bókasafnið fer í jólafrí föstudaginn 18. desember. Þangað til er opið eins og venjulega:
Mánudag kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudag til fimmtudag kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudag kl. 10:30-12:30

Á milli jóla og nýjárs verður opið þriðjudaginn 29. desember frá kl. 16:00-19:00.
Safnið opnar aftur eftir áramót mánudaginn 4. janúar.
Jólakveðjur frá bókasafninu,
bókavörður

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 - 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemming  Verð á mann er kr. 3.000.-. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið stekkjar@simnet.is eða sigurdur@nmi.is.
Komið, gleðjist og styrkið gott málefni

Opnunartímar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar yfir hátíðarnar
Opnunartímar yfir hátíðarnar verður sem hér segir:
23.-26. des. lokað
27. des. opið kl. 10.00-17.00
28.-30. des. opið kl. 06.30-21.00
31. des. lokað
1. jan. lokað
2. jan. opið kl. 10.00-17.00

Fjölskylduleikritið Klaufar og kóngsdætur hjá Freyvangsleikhúsinu
Viðtökur hafa verið góðar og gagnrýnendur gefa góða dóma;
„Hreint dásamleg fjölskylduskemmtan“ (Íris og Hjörleifur – freyvangur.net)
„býsna fagmannlega unnin sýning“ (Brynhildur Þórarinsdóttir – leiklist.is)
13. sýning lau. 12. des. kl. 17.00
14. sýning sun. 13. des. kl. 14.00
15. sýning lau. 19. des. kl. 14.00
16. sýning lau. 27. des. kl. 14.00
Miðapantanir/upplýsingar í síma 857-5598 virka daga kl. 17-19 og kl. 10-13 um helgar – freyvangur.net – facebook.com/freyvangur – miðasala í Eymundsson Akureyri.

Jólamarkaður „Undir Kerlingu” í Dyngjunni-listhúsi og Holtseli
Dyngjan – listhús verður með jólamarkað 12.- 13. des. Frá kl. 13.00-18.00. Þar koma nokkrir handverksvinir í heimsókn með verkin sín sem eru tilvalin í jólapakka. Allir munir einstakir og handunnir.
Kertagerð verður í gangi svo hægt er að steypa sér jólakerti.
Það verður heitt á kaffikatlinum og er velkomið að steikja sér lummur.
Dyngjan-listhús er þó opin flesta daga fyrir jól, það er bara að hringja til að fá upplýsingar í 8998770. Ath. að enginn posi er á staðnum.
Sjá á fb. „Jólamarkaður Undir Kerlingu”

Jólaopnun verður í Holtseli dagana 10.-13. desember
Fimmtudag og föstudag kl. 13.00-21.00
Laugardag og sunnudag kl. 10.00-22.00
Jólamarkaðsstemming og mikið úrval af vörum, bæði handverki og matvöru. Fáum nokkra góða gesti til okkar með sínar vörur.
Sjá á fb. „Jólaopnun í Holtseli”

Aðventukvöld í Grundarkirkju
Aðventukvöld verður í Grundarkirkju í Eyjafjarðarsveit sunnudaginn 13. des. kl. 20.30. Kirkjukór Laugalandsprestakalls og Kvennakór Akureyrar syngja jólin inn. Á efnisskránni verður m.a. frumflutningur þess fyrrnefnda á Jólasnjó, nýju lagi Daníels Þorsteinssonar, stjórnanda, við ljóð Jóhannesar úr Kötlum.
Ræðumaður kvöldsins verður Hrund Hlöðversdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla. Prestur verður sr. Hannes Örn Blandon.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd Grundarkirkju og Kirkjukór Laugalandsprestakalls

Volare-leikur!
Komdu og skoðaðu í kistuna mína, í hillum og öskjum já þar á ég nóg,
af Volare vörunum úrvalið fína, í bæklingnum meira að finna er þó!
Í jólagjöf gaman er dekur að fá og kannski þú sjálf/ur munt njóta þess smá.
Trararallalala..........
Nú er leikur í gangi í tvennu lagi og auðvitað eru tveir vinningar!
Aðalvinningur - Þeir sem panta hjá mér eða versla af lagernum mínum fyrir kl. 22 næsta sunnudag þ.e. 13.12.2015, fara í „sérpott“. Á facebook er aukavinningur - þeir sem „like-a“ þar mynd (með svipuðum texta) og deila, fara í annan „pott“. Ég mun svo fá einhvern óháðan í nágrenninu til að draga út einn vinningshafa í hvorum flokki fyrir sig, mánudaginn 14.12.2015.
B.kv. Hrönn söluráðgjafi, gsm 866-2796, Sunnutröð 5.

Litlu-jól kvenfélagsins Iðunnar
Litlu-jól kvenfélagsins Iðunnar verða haldin í Félagsborg í kvöld, fimmtudagskvöld 10. desember kl. 20.00.
Allar konur hjartanlega velkomnar. Tökum hver og ein með okkur einn lítinn jólapakka. Að venju bjóðum við upp á jólagraut og notalegheit.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin

Getum við bætt efni síðunnar?