Auglýsingablaðið

815. TBL 08. janúar 2016 kl. 08:52 - 08:52 Eldri-fundur

Hjálparsveitin Dalbjörg
Um leið og við þökkum stuðninginn á liðnu ári, þá viljum við minna á flugeldasölu okkar í Hrafnagilsskóla. Þann 30.des. er opið frá 10.00-22.00 og 31.des. er opið frá 09.00-16.00.
Við minnum á að gæta öryggis við meðferð flugelda s.s. gæta að því að allir noti hlífðargleraugu, séu í hæfilegri fjarlægð frá skotstað og nota vöruna eins og til er ætlast.
Flugeldasalan er ein af okkar helstu fjáröflunarleiðum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og styrkja björgunarsveitina í ykkar heimabyggð.

Kær kveðja,
Hjálparsveitin Dalbjörg

Bílaviðgerðir
Tek að mér viðgerðir og viðhald á flestum bílum og landbúnaðartækjum, er með aðstöðu á Holtseli. Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar í síma
891-7943.
Knútur


Opnunartími Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar yfir áramót

30. desember kl. 06:30–21:00
31. desember lokað
1. janúar lokað
2. janúar kl. 10:00–17:00

Athygli er vakin á því að verðskrá breytist um áramótin fyrir stakar sundferðir, 10 og 30 skipta kort. Árskortin verða áfram á sama verði og í fyrra, kr. 32.000,- fyrir fullorðna og kr. 2.000,- fyrir börn. Sú nýjung verður að framhaldsskólanemar 16-20 ára fá 50% afslátt gegn framvísun skólaskírteina.

Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar sendir ykkur bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár

Getum við bætt efni síðunnar?