Auglýsingablaðið

828. TBL 31. mars 2016 kl. 15:41 - 15:41 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl kl. 15 í
fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Vegna breytinga á útburðardögum hjá Íslandspósti verður framvegis að skila inn auglýsingum í sveitarpóstinn fyrir kl. 10 á þriðjudögum. Blaðinu verður svo ýmist dreyft á miðvikudögum eða fimmtudögum eftir því hvorn daginn pósturinn fer.

Æskan og hesturinn
Hestamannafélagið Funi auglýsir eftir áhugasömum börnum og unglingum til að taka þátt í og æfa fyrir sýninguna Æskan og hesturinn sem verður haldin á Akureyri í byrjun maí.
Skráning er hjá Söru á netfangið sara_arnbro@hotmail.com eða í síma 845 2298

Veiðifélag Eyjafjarðarár
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um veiðileyfi í Eyjafjarðará fyrir komandi sumar og eru umsóknareyðublöð aðgengileg á vefsíðunni www.eyjafjardara.is. Umsóknarfrestur er til 7. apríl nk. Umsóknir má senda á netfangið veidileyfi@eyjafjardara.is
Þegar úthlutun veiðileyfa á grundvelli umsókna er lokið, verða lausir dagar seldir í netsölu á vefnum www.eyjafjardara.is.
Áfram verður hægt að fara í vorveiði á svæði 0 og 1 sem hefst 25. apríl og verður veitt út maí.
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár

Æskulýðsfundur Hestamannafélagsins Funa
verður haldinn laugardaginn 2. apríl í Funaborg kl. 13. Við ætlum að borða pizzu, fara í leiki og spjalla um komandi starfsár. Hvetjum öll börn og unglinga í félaginu til að mæta og eru foreldrar sérstaklega velkomnir með. Nýir félagar eru að sjálfsögðu velkomnir og það kostar ekkert fyrir yngri en 18 ára að ganga í félagið. Til að við höfum hugmynd um hvað við eigum að panta mikið af pizzu þá hvetjum við fólk til að skrá sig á netfangið annasonja@gmail.com Hlökkum til að sjá ykkur!
Barna- og unglingráð Funa

Kvenfélagið Aldan-Voröld
Kvenfélagið Aldan-Voröld boðar til fundar þann 5. apríl kl. 18.
Mæting er í verslunina Rósin í Sunnuhlíð þann dag kl. 18 og fundað heima hjá Siggu Möggu í framhaldinu.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar 
Stjórnin

Funi
Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30.
Dagskrá: Lagabreytingar, starfsáætlun stjórnar og nefnda og önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin

Reiðskólinn í Ysta-Gerði – Konunámskeið
Vegna mikillar eftirspurnar ætlum við að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir minna vanar konur. Námskeiðið verður 5 skipti frá 12. apríl til 11. maí á
þriðjudögum og miðvikudögum kl. 19.30.
Verð kr. 20.000.
Hestar, reiðtygi, hjálmar og öryggisvesti innifalið í verði.
Skráning hjá Söru á netfanginu sara_arnbro@hotmail.com

Reiðskólinn í Ysta-Gerði – Framhaldsnámskeið vorönn 2016
Í boði verður framhaldsnámskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. Námskeiðið er 5 skipti frá 12. apríl til 11. maí. Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum sem hér segir: kl. 18.00 1.–3. bekkur og kl. 18.45 4.-10. bekkur
Verð: 15.000 kr.
Hestar, reiðtygi, hjálmar og öryggisvesti innifalið í verði.
Skráning hjá Söru á netfanginu sara_arnbro@hotmail.com

Land Rover Defender til sölu
Til sölu er Land Rover Defender 110 árgerð 2005 óbreyttur í toppstandi. 32 tommu sumardekk og 31 tommu vetrardekk á felgum fylgja auk þess sem bíllinn er búinn Webasto miðstöð.
Upplýsingar í síma 462 7034 og 846 2864

Tónleikar í Laugarborg
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð um Norður- og Norðausturland dagana 8. – 11. apríl nk. og heldur almenna tónleika í tónlistarhúsinu Laugarborg föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt og meðal 85 kórmeðlima eru margir hljóðfæraleikarar.
Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir.
Aðgangur ókeypis

Húsnæði til leigu
Íbúðarhúsið Skólatröð 13 er laust til útleigu frá og með 1. júlí. Um er að ræða svokallaðan skólastjórabústað sem er 155m2 og bílskúr sem er 34,8 m2. Vakin er athygli á að hundahald er óheimilt í húsnæði sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síðasta lagi 15. apríl n.k.
Stefán Árnason, skrifstofustjóri

Getum við bætt efni síðunnar?