Auglýsingablaðið

830. TBL 14. apríl 2016 kl. 12:42 - 12:42 Eldri-fundur

Aðalfundur kornræktarfélagsins Akurs og Fjarðarkorns ehf
Sameiginlegur aðalfundur kornræktarfélagsins Akurs og Fjarðarkorns ehf verður haldin á Greifanum fimmtudagskvöldið 18. apríl kl 20.30. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður Eiríkur Loftsson ráðgjafi hjá RML á fundinum. Félagar eru hvattir til að mæta, ekki veitir af að "peppa" mannskapinn eftir síðasta kornræktarár. Bent skal á að til að fundur Fjarðarkorns ehf sé löglegur þurfa hluthafar að mæta vel.
Stjórnir Akurs og Fjarðarkorns ehf

Saumastofan í Freyvangsleikhúsinu
Viðtökur á Saumastofunni hafa verið frábærar og dómarnir ekki síðri!
Sýnt á föstudögum og laugardögum. Næstu sýningar eru sem hér segir:
15. apríl kl. 20
16. apríl kl. 20 örfá sæti laus
20. apríl kl. 20
22. apríl kl. 20
23. apríl kl. 20 örfá sæti laus

Starf fyrir ungling
Óskum að ráða ungling(pilt eða stúlku) á aldrinum 14-16 ára í almenn sveitastörf. Hjörtur og Helga
Víðigerði. sími 8940283.

Endurnýting!
Bílskúrssala verður í Marki í landi Syðri-Varðgjár laugardaginn 16. apríl og sunnudaginn 17. apríl kl. 11-16.
Margir eigulegir hlutir sem þurfa að komast í hendur nýrra eigenda og fullt af góðum fötum í endurnýtinguna. Við verðum með heitt á könnunni.
Ragna og Inga Vala

Útivistarnámskeið – Samherja
Vikuna 6. – 10. júní á milli kl. 8.00 og 14.00 munu Samherjar bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn fædd árin 2006-2010. Pinnabrauð, bátagerð, poppað yfir eldi, skordýraskoðun, leikir og fleira.
Námskeiðið kostar 15.000 kr., skráningarfrestur er 1. maí. Skráning á netfangið hallahafb@hotmail.com.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Samherja http://www.samherjar.is/

Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldinn fimmtudagskvöldið 14.apríl n.k. í Funaborg kl. 20.30. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstöf. Nýjir félagar velkomnir. Mætum öll!
Stjórnin

Sumardagurinn fyrsti
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit verða með opið hús hjá sér á Sumardaginn fyrsta eins og áður.
Félagar eru hvattir til að senda upplýsingar um sína dagskrá og opnun á netfangið ferdamalafelag@simnet.is.
Nánari dagskrá verður auglýst í næstu viku.
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar

Fíflahátíð Lamb Inn 17. júní 2016
Fíflahátíð Lamb Inn verður haldin á Öngulsstöðum föstudaginn 17. júní n.k.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði; Fjölskylduganga á Haus, skottmarkaður, matarmarkaður, skemmtidagskrá á sviði, söngdagskrá í Gamla bænum auk hátíðarkvöldverðar og fleira og fleira.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Fíflahátíðinni eru beðnir um að hafa samband við Karl í síma 6916633 eða á netfanginu karl@lambinn.is.
Lamb Inn Öngulsstöðum

Sigraður sjálfan þig
Matti Ósvald verður með fyrirlesturinn -Sigraðu sjálfa/n þig – í Funaborg, laugardaginn 16. apríl kl. 13.30.
Í fyrirlestrinum svarar hann spurningum eins og:
Getum við notað hugann betur og hvað er sjálfstraust? Hvernig komumst við út úr vítahring hugans og hvaða hugaraðferð nota afreksmaðurinn til að ná betri árangri og síðast en ekki síst: Eru karlmenn og kvenmenn ólík í hugsun og samskiptum.
Matti er heildrænn heilsufræðingur og vottaður markþjálfi frá ICF og hefur haldið fjölda fyrirlestra um góða heilsu og leiðir að markmiðum.
Fyrirlesturinn er opinn öllum og kostar 500 kr.
Iðunn og Hjálpin

Kartöfluútsæði til sölu
Hef til sölu kartöfluútsæði, Gullauga, Premier og örlítið af Helgu.
Upplýsingar í síma 8618800, Pálmi Reyr.

Söngur um sumarmál
Kirkjukórar Laugalandsprestakalls og Möðruvallaklausturssóknar sameina krafta sína og fagna sumri með tvennum tónleikum.
Á fjölbreyttri söngskrá, sem kórarnir flytja hvor í sínu lagi og sameinaðir, er að finna úrval af dægurlagaperlum, m.a. eftir Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Trúbrot og Valgeir Guðjónsson.
Laugarborg, Eyjafjarðarsveit -miðvikudaginn 20. apríl, síðasta vetrardag, kl. 20.30
(sveitungum okkar í Eyjafjarðarsveit, 67 ára og eldri, er boðið á tónleikana í Laugarborg)
Skemmunni Dagverðareyri, Hörgársveit- fimmtudaginn, 28. apríl kl. 20.30
Stjórnendur kóranna og undirleikarar eru Daníel Þorsteinsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Miðaverð kr. 2000 (léttar veitingar innifaldar – ath. að ekki er posi á staðnum)
Kór Laugalandsprestakalls

Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 19. apríl frá kl. 10:00-12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum frá kl. 13:00-14:30.
Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun.
Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029

Getum við bætt efni síðunnar?