Auglýsingablaðið

831. TBL 20. apríl 2016 kl. 08:26 - 08:26 Eldri-fundur

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
Fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl kl. 15 í
fundarstofu 2, Skólatröð 9.

Skil á auglýsingum í auglýsingablaðið
Að gefnu tilefni viljum við ítreka að vegna breytinga á póstburði hjá Íslandspósti þá verða auglýsingar að berast fyrir kl. 10.00 á þriðjudögum á netfangið esveit@esveit.is

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2016.
Dagana 25. – 29. apríl stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar eða forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2010) og einnig eldri nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans frá kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100 eða á staðnum.
Skólastjóri

Söngur um sumarmál
Kirkjukórar Laugalandsprestakalls og Möðruvallaklausturssóknar sameina krafta sína og fagna sumri með tvennum tónleikum.
Á fjölbreyttri söngskrá, sem kórarnir flytja hvor í sínu lagi og sameinaðir, er að finna úrval af dægurlagaperlum, m.a. eftir Gunnar Þórðarson, Jóhann Helgason, Trúbrot og Valgeir Guðjónsson.
Laugarborg, Eyjafjarðarsveit -miðvikudaginn 20. apríl, síðasta vetrardag, kl. 20.30
(sveitungum okkar í Eyjafjarðarsveit, 67 ára og eldri, er boðið á tónleikana í Laugarborg)
Skemmunni Dagverðareyri, Hörgársveit- fimmtudaginn, 28. apríl kl. 20.30
Stjórnendur kóranna og undirleikarar eru Daníel Þorsteinsson og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Miðaverð kr. 2000 (léttar veitingar innifaldar – ath. að ekki er posi á staðnum)
Kór Laugalandsprestakalls

Útivistarnámskeið – Samherja
Vikuna 6. – 10. júní á milli kl. 8.00 og 14.00 munu Samherjar bjóða upp á útivistarnámskeið fyrir börn fædd árin 2006-2010. Pinnabrauð, bátagerð, poppað yfir eldi, skordýraskoðun, leikir og fleira.
Námskeiðið kostar 15.000 kr., skráningarfrestur er 1. maí. Skráning á netfangið hallahafb@hotmail.com.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Samherja http://www.samherjar.is/

Opinn fyrirlestur Hinsegin Norðurlands í Hrafnagilsskóla
Miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:30 í stofu 7
Hinsegin Norðurland eru fræðslu- og stuðningssamtök hinsegin fólks á landsbyggðinni með áherslu á Norðurland.
Farið verður yfir skilgreiningar á hugtökum, hvað það er að vera hinsegin. Einnig er aðeins farið út í hvaða áhrif það hefur á fólk að vera hinsegin á hina ýmsu vegu, reynslusögur, almennar umræður og spurningum svarað.
Allir hjartanlega velkomnir, léttar veitingar í boði
Stjórn Foreldrafélags Hrafnagilsskóla

Helgistund og hátíð í Saurbæjarkirkju
Sumardaginn fyrsta 21.apríl verður helgistund og hátíð í Saurbæjarkirkju kl.11:00 þar sem Bryndís Símonardóttir, Inger Nordahl Jensen og Guðrún Hadda Bjanadóttir afhenda Saurbæjarkirkju að gjöf altarisdúk og gólfteppi sem þær hafa ofið og unnið. Um er að ræða altarisdúk hannaðan með hliðsjón af altarisklæði frá Miklagarðskirkju frá því 1550 en teppið tekur miðaf munstri í predikunarstól Saurbæjarkirkju. Kirkjukór Laugalandsprestakalls undir stjórn Daníels Þorsteinssonar syngur.
Að lokinni athöfn býður sóknarnefnd kirkjunnar kirkjugestum í kaffi og vöfflur í Sólgarði.
Sóknarnefnd.

Sumardagurinn fyrsti
Fögnum sumarkomu í Funaborg á Melgerðismelum 21. apríl frá kl 13:30 – 17:00
Í boði verður:
Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna, húsdýrasýning og teymt undir yngstu börnunum. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar rennur í hlað á sínum glæsivögnum, Hjálparsveitin Dalbjörg verður með tæki til sýnis.
Handverksfólk mætir með handverk t.d. Gler ást, Gunna frá Stekkjarflötum með handverk úr ýmsum efnum, Gáshandverk. Ljósmyndasýning eftir Ingu Völu, Sirra kynnir LifeWave plástra og ráðleggur og Regína kemur með tarotspil.
Vélar og tól frá VB Landbúnaði og Jötunvélum. Nýjar og gamlar búvélar á staðnum.
Láttu þig ekki vanta á Melana á Sumardaginn fyrsta.
Hestamannafélagið Funi

Freyvangsleikhúsið – Minningarsýning
Við hjá Freyvangsleikhúsinu viljum vekja athygli á að Minningarsýning kemur í stað Stjánasýningar sem leikfélagið hefur verið með ár hvert. Ættingjar Stjána óskuðu eftir þessari breytingu og fannst rétt að heiðra minningu fleiri félaga.
Innkoman af sýningunni rennur í sérstakan sjóð Freyvangsleikhússins, sem er ætlaður til að styðja félaga til leiklistarnáms og til annarrar uppbyggingar félagsins.
Minningarsýning genginna félaga verður föstudaginn 22. apríl kl. 20.
Næstu sýningar á Saumastofunni:
Miðvikudaginn 20. apríl kl. 20
Föstudaginn 22. apríl - Minningarsýning kl. 20
Laugardaignn 23. Apríl, föstudaginn 29. apríl, laugardaginn 30. apríl - Lokasýning Allar sýningar byrja kl. 20 - húsið opnar 19:15

Eftirtaldir ferðaþjónustuaðilar innan Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar bjóða gestum og gangandi að kíkja í heimsókn á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl n.k.

Nýja gistihúsið í Vökulandi verður til sýnis á Sumardaginn fyrsta frá kl. 14:00 - 16:00.
Heitt á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur
Grettir og Kristín

Smámunasafnið verður opið milli kl. 13 og 17 á Sumardaginn fyrsta sem er jafnframt Eyfiski Safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar vöfflur og ilmandi kaffi á kaffistofunni.
Slagorð dagsins er "hvað stóð á tunnunum?" kynning verður á því hvernig síldartunnur voru merktar.
Verið hjartanlega velkomin .
Stúlkurnar á Smámunasafninu.

Dyngjan-listhús opið frá kl. 13 – 17.

Sólamusterið Finnastöðum opið 13 – 17.
Seiðkonan býður upp á jurtaseiði og spjall.
Kl. 15:00 verður gengið að friðar og heilunarhjólinu og það kynnt.
Sigríður Ásný Sólarljós 863-6912.

Kaffi Kú opið á milli kl. 12 og 18.

Gamli bærinn á Öngulsstöðum opinn milli kl. 13 og 16. Heitt á könnunni og leiðsögn um bæinn.

Holtsel opið frá kl. 13 – 17.

Íþróttamiðstöðin verður opin á milli kl. 10 og 20.

Getum við bætt efni síðunnar?