Auglýsingablaðið

840. TBL 23. júní 2016 kl. 12:07 - 12:07 Eldri-fundur

Kjörskrá vegna forsetakosningar 25. júní 2016
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 frá og með 15. júní 2016 til kjördags. Opnunartími skrifstofu er kl: 10.00-14.00. Einnig er bent á vefinn http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/forsetakosningar/kjosendur/kjorskra/ þar sem hægt er að fá upplýsingar um kjörskrá og kosningarnar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Forsetakosningar 25. júní 2016
Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt.
Þeim sem eiga erfitt með gang er heimilt að aka út að skóla.
Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 899-4935.
Kjörstjórnin í Eyjafjarðarsveit 15. júní 2016.
Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, Ólafur Vagnsson

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða deildarstjóra
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Einnig nöfn meðmælenda sem hafa má samband við.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.esveit.is, einnig veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri upplýsingar í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is.

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í blönduð störf
Um er að ræða 100% starf frá 9. ágúst n.k. Óskað er eftir jákvæðum, traustum og vandvirkum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og nöfn meðmælenda sem hafa má samband við. Umsóknarfrestur er til 4. júlí n.k.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.esveit.is, einnig veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjóri upplýsingar í símum 464 8120 og 892 7461 eða í gegnum netfangið hugruns@krummi.is.

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði - Göngunefnd
Þriðjudaginn 28. júní er fyrirhuguð ganga á Dalvík. Félagar úr Félagi eldri borgara á Dalvík taka á móti okkur við Mímisbrunn, leiða gönguna og bjóða svo í kaffi á eftir.
Mímisbrunnur stendur við Mímisveg og ætlum við að mæta þar kl. 20.15. Við reynum að sameinast í bíla. Upplýsingar fást hjá Sveinbjörgu eða Hildi.
Mætum sem flest og eigum góða stund með Dalvíkingum.
Göngunefndin ( Ingibjörg, Sveinbjörg, Guðný og Hildur)

Alþýðulistasýning á heyrúllum
Í tilefni Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar sem fram fara dagana 4. – 7. ágúst er ætlunin að efna til alþýðulistasýningar í anda póstkassa og fulgahræðuverkefnanna.
Listakonurnar Jonna og Brynhildur Kristinsdóttir munu aðstoða við sýningarhaldið en þær munu dagana 4. – 15. júlí fara um sveitina og skreyta rúllur í samvinnu við börn í sveitinni á aldrinum 10 – 16 ára.
Áhugsöm börn geta í samstarfi og samráði við foreldra sína sent tölvupóst á handverk@esveit.is en í boði er fyrir þau börn að taka þátt í listgjörningnum sér að kostnaðarlausu og fá leiðsögn listakvennanna. Það eina sem börnin þurfa að koma með er góða skapið, fatnaður við hæfi og að koma sér á staðinn. Upplýsingar um stað og stund hverju sinni munu berast þátttakendum í tölvupósti.
Þá hvetjum við sveitunga að taka þátt í sýningunni með því að stilla upp rúllu og mála og skreyta eins og hugmyndaflugið býður upp á.
Við munum mynda öll verk og útbúa sýningaskrá sem sett verður upp á fésbókarsíðu hátíðarinnar en stefnt er að því að „opna“ sýninguna 15. Júlí og að hún standi fram yfir hátíð.
Við höfum jafnframt áhuga á að hafa þann möguleika að fá nokkrar rúllur til að prýða sýningarsvæði Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar.
Við hvetjum sveitunga til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.
Katrín Káradóttir (8524555) og Guðný Jóhannesdóttir (8982597) frá Öngulsstöðum.

Nýr UMSE galli
Það er kominn nýr utan-yfir galli frá UMSE.
Hægt er að sjá myndir, stærðir og verð á heimasíðu umf. Samherja www.samherjar.is. Toppmenn- og sport sjá um umboðssölu á gallanum og er hægt að fara í verslunina til að máta og panta.
Gallinn er með merki UMSE á hægra brjósti og er hægt að fá merki Umf. Samherja við hlið UMSE.
UMSE mun borga niður gallana sem pantaðir eru fyrir 25. júní og er jafnframt veittur afsláttur vegna magnpöntunar. Það munar því töluverðu í verði ef pantað er fyrir 25. júní.
Stjórn Umf. Samherja

Hryssa tapaðist
Mig vantar ennþá 5 vetra brúna hryssu sem ekki skilaði sér á réttina í haust. Afsakaplega þætti mér vænt um að frétta af henni. Vilberg á Kommu s: 893-2842

Getum við bætt efni síðunnar?