Auglýsingablaðið

844. TBL 26. júlí 2016 kl. 13:33 - 13:33 Eldri-fundur

Atvinna
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir baðverði í kvennaklefa.
Um framtíðarstarf er að ræða, 100% starfshlutfall. Unnið er á vöktum, starfsmaður sér um afgreiðslu, gæslu og þrif. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða.
Umsóknarfrestur til og með 25. júlí.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar

Gámar fyrir brotajárn og timbur
-verða staðsettir við Vatnsenda til föstudagsins 5.08.2016.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Sveitamarkaður – hænur, hanar, kálfar og blessaður samtakamátturinn
Kæru sveitungar, líkt og undanfarin ár verður boðið upp á sveitamarkað í matartjaldinu þar sem heimafólk getur selt varning sinn sér að kostnaðarlausu. Að þessu sinni verður markaðurinn á föstudeginum.
Áhugasamir skrái sig á netfanginu gudny@esveit.is
Við minnum á hana og hænusýninguna auk þess sem gott er að byrja að þjálfa kálfana. Skráning á netfangið gudny@esveit.is
Að lokum langar okkur að biðla til ykkar kæru sveitungar um hjálp við að markaðssetja hátíðina okkar sem víðast. Við munum fara að stað með fésbókarleik í vikunni og viljum við biðla til ykkar um að dreifa honum með okkur. Það gerir þið með að skella svo sem eins og einu „læki“ á fésbókarsíðu Handverkshátíðar og aðstoða okkur síðan með þvi að deila uppfærslum frá okkur. Með því náum við mun fleiri augum en áður.
Með hátíðar og sólskinskveðjum
Guðný og Kata

Tónleikar í Grundarkirkju
Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari verða með tónleika í Grundarkirkju í Eyjafirði á laugardaginn 23.júlí kl.21. Jóhanna og Helga eru báðar klassískt menntaðar í tónlist og hafa sérhæft sig í túlkun eldri tónlistar. Þær flytja íslensk þjóðlög ásamt tveggja radda lögum eftir franska miðaldatónskáldið Guillaume de Machaut (1300-1377). Þjóðlögin hafa þær útsett sjálfar fyrir rödd og blokkflautur í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá þeirri minnstu “Garklein” 15cm til bassablokkflautu sem er um meter að lengd. Prógrammið er sett upp sem ferðalag eða árhringur. Það hefst og því lýkur að hausti og er sveipað hljóðverkum og stemningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson.
Spennandi tónlistarupplifun.
Jóhanna & Helga

Ágætu sveitungar
Laugardaginn 23. júlí verður skottsölu og markaðsdagur sunnan við Smámunsafnið. Er ekki tilvalið að laga til í geymslunni og koma með til að selja?
Áhugasamir endilega hafið samband við Siggu Rósu 898-5468 eða Möggu 863-1246 fyrir fimmtudaginn 21. júlí. Dagurinn verður auglýstur í N4 dagskránni.
Sumarkveðja, stúlkurnar á Smámunasafninu
Skottsölu og markaðsdagur
-verður við Smámunasafnið laugardaginn 23. júlí nk.
Væri ekki tilvalið að skella sér í sveitarúnt laugardaginn 23. júlí og skoða hvað leynist í skottum og koffortum, kanna gersemarnar á Smámunasafninu og gæða sér svo á ljúffengum sveitavöfflum á Kaffistofu safnsins.
Spákona verður á svæðinu milli kl. 13.00 og 15.00.
Boðið verður uppá leiðsögn um Saurbæjarkirkju kl. 15.00-17.00.
Verið hjartanlega velkomin, kveðja, stúlkurnar á Smámunasafninu

Húsnæði til leigu
Til leigu er kjallaraíbúð á Öngulsstöðum 3, með tveimur svefnherbergjum, holi, lítilli eldunaraðstöðu og aðskildu salerni og sturtu. Annað herbergið mjög stórt.
Tilvalin íbúð fyrir háskólafólk, einstaklinga jafnt sem pör.
Nánari upplýsingar gefur Kalli í síma 691-6633

Ein kveðja til sveitastjóra frá ...

Göngurnar hófust mjög snemma hjá mér,
er merlaði döggin á grasi.
Ég vakti hana Svönu en hún veigraði sér
og eg vildi ekki standa í þrasi

Ég reikaði ofan og ristaði brauð,
reykti eina pípu og tevatnið sauð,
ég leit útum skjáinn en hvað var að ske,
í skjóli af runnum var hópur af fé,
og veisla hjá sérhverjum sauð.

Eins og nærri má geta þá brá mér í brún
blóðið það sauð mér í æðum,
svo rjátlaði af mér og ég rölti út á tún
og rámaði að það stæði í fræðum:

Að áður fyrr þjóðin sér yljaði við,
í eldgosum, blóðmörin magál og svið.
Bagga úr lundum þeir settu í súr,
með slögum og hömsum og fylltu öll búr,
sig staupuðu og struku um kvið.

Mig rámaði í ömmu er í æsku eg var
í eldhúsi hrærði í blóði.
Og aldregi gleymi ég atgangnum þar
þó oftast hún væri enginn sóði

Þar tróð hún í vambir og verkaði þær,
rennvot af svita frá hvirfli oní tær.
Svo þurfti hún að pissa og pásu sér tók,
í pípunni kveikti og saug að sér smók,
Svo blóðrauð um lendar og lær.

Ég rankaði við mér og rétti mig af
og ranglaði í garðinn minn innar
og leit nokkrar þrílembur komnar á kaf
í kálblöðin Svanhildar minnar.

Og hvað var nú orðið um aspir og hlyn,
eikin mín horfin í jórtrandi gin,
gullregnið étið og ávaxtatréð,
einir í desert og stjúpurnar með,
nú glúpnar mín gullfagra vin.

Í lífinu eru jú skúrir og skin,
skoða ég sviðið í næði,
er lít þetta tyggjandi túnrollukyn,
tekur að sjatna í mér bræði

Ég veit það best sjálfur hvað holdið er veikt;
ég sé það í huga mér hangið og reykt.
Svo næ eg í haglarann nú skal í hart,
því heima mun slátra, það byrjar og snart,
og svo verður saltað og steikt.

Getum við bætt efni síðunnar?