Auglýsingablaðið

846. TBL 03. ágúst 2016 kl. 14:40 - 14:40 Eldri-fundur

Smámunasafn Sverris Hermannssonar
Opið verður eins og venjulega um Handverkshátíðarhelgina milli kl. 11.00 og 17.00. Gestir og sýnendur hátíðarinnar fá 50 % afslátt af miðaverði gegn framvísun armbands. Ávallt heitt á könnunni og rjúkandi heitar vöfflur á Kaffistofu safnsins.
Verið hjartanlega velkomin, stúlkurnar á Smámunasafninu

Silva Syðra-Laugalandi efra
Veitingastaðurinn Silva er opinn alla daga í ágúst frá kl. 17.00 – 21.00.
Auk þess er boðið upp á morgunverð frá kl. 8.00-10.00 - gott að panta fyrirfram á silva@silva.is eða í síma 851-1360

Áhugafólk um sögu Eyjafjarðarsveitar
Laugardaginn n.k. þann 6. ágúst kl. 10.00 ætlum við að hittast í Félagsborg. Mæðgurnar Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Una Margrét ætla að deila með okkur ýmsu sem þær hafa verið að afla upplýsinga um.
Takið með ykkur gesti.
Fundarstjóri

Óska eftir herbergi eða stúdíóíbúð í 2-3 daga.
Er einhver á Hrafnagilssvæðinu sem getur tekið á móti hreyfihamlaðri konu í gistingu um Handverkshátíðina.
Verður að vera á jafnsléttu frá bíl.
Hafið samband við Hrefnu í síma 862-5640

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit
Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00
Sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 

Dagskrá á útisvæði :
Alla daga teymt undir börnum – húsdýrasýning – búvélasýning – veitingasala – lifandi tónlist

Föstudag kl. 15.00 bændaglíma, keppni milli landssambands sauðfjárbænda og landssambands kúabænda þó verður ekki keppt í glímu.
Föstudag kl. 12.00 – 16.00 sveitamarkaður í matartjaldi
Föstudag kl. 19.30 – 23.00 Kvöldvaka og uppskeruhátíð

Laugardag kl. 13.00 – 17.00 listasmiðja fyrir börn
Laugardag kl. 14.00 hestasýning, ungir hestamenn úr Funa sýna listir sínar
Laugardag kl. 15.00 tískusýning 

Sunnudag kl. 14.00 kálfateyming
Sunnudag kl. 14.00 – 16.00 opin bú. Bændur á Sigtúnum og Hvassafelli
Sunnudag kl. 15.00 tískusýning
Sunnudag kl. 16.00 fallegasti haninn, fallegasta hænan. Dýrin hafa verið til sýnis frá sunnudagsmorgni og geta sýningargestir kosið um fallegustu dýrin.

Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi.
Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana J

Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna
-verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
Fjölmennum á föstudagskvöldið og eigum skemmtilega kvöldstund saman.
Með hátíðarkveðjum, Kata og Guðný

Getum við bætt efni síðunnar?