Auglýsingablaðið

851. TBL 09. september 2016 kl. 13:45 - 13:45 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
485. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í Félagsborg, Skólatröð 9, miðvikudaginn 14. september og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri 

Auglýsingar í Auglýsingablaðið!
Þar sem Auglýsingablaðinu er dreift um sveitina ýmist á miðviku- eða fimmtudögum, þurfa auglýsingar að berast fyrir kl. 9:00 á þriðjudögum. Senda má auglýsingar í tölvupósti á esveit@esveit.is eða hafa samband í síma 463-0600. Gott er að hafa auglýsingar stuttar og hnitmiðaðar því misjafnt er hvað plássið leyfir.
Skrifstofan

Frá Kirkjukór Laugalandsprestakalls
Nýtt starfsár kirkjukórsins hefst með fyrstu söngæfingu haustsins í Laugarborg, mánudaginn 12. september kl. 20:30. Framundan er viðburðaríkt starfsár þar sem hæst ber áform um upptökur á geisladiski í febrúar.
Æfingar kórsins eru á mánudagskvöldum í Laugarborg og nýir kórfélagar boðnir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin

Dansnámskeið!
Þá er að styttast í að dansnámskeið hefjist fyrir byrjendur.
Kennt verður á fimmtudagskvöldum kl. 20:00 í Laugaborg. Þetta verða 8 skipti, við byrjum 29. september og klárum áður en aðventan byrjar. Kenndir eru hinir ýmsu dansar sem allir þurfa að kunna til að verða ballfærir. Dansar eins og Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, Vals o.fl. já og ekki má gleyma gömlu dönsunum Skottís, Ræl, Vínarkrus og Polka. Það er skylda að kunna þá á Þorrablótinu :) Fyrir utan hvað það er hollt að dansa þá er þetta hin mesta skemmtun. Munið að dansinn lengir lífið :)
Nánari upplýsingar og innritun er í síma 891-6276 (á kvöldin).
Danskveðjur, Elín Halldórsdóttir danskennari

Lúsafælan frá Volare Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!
Memi krakkasjampóið inniheldur m.a. rósmarínkjarna sem fælir lúsina frá. Pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare

Getum við bætt efni síðunnar?