Auglýsingablaðið

877. TBL 08. mars 2017 kl. 13:52 - 13:52 Eldri-fundur

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 11. mars kl. 10:00. Haldið verður áfram að fræðast um rafvæðinguna í hreppunum framan Akureyrar. Einnig verður sveitasíminn tekinn til umræðu og fleira ef tími gefst til.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri


Kæru sveitungar!
Hvernig er að vera barn í Eyjafjarðarsveit?
Hagsmunafélög barnanna bjóða ykkur til kaffisamsætis í Laugarborg, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 20:00.
Fáum okkur tíu dropa, gæðum okkur á kökum og kruðiríi og spjöllum um börnin okkar. Ræðum um nærumhverfið, skólana, tómstundir, uppeldi og heilsu barnanna og annað sem brennur á ykkur. Hvað má gera meira/minna af? Hvernig sveitasamfélag viljum við skapa?
Allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða.
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla, Foreldrafélag Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar


Frá Munkaþverárkirkju
Aðalsafnaðarfundur Munkaþverársóknar verður haldinn á Rifkelsstöðum (hjá Gunnari og Völu) 16. mars 2017 kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd


Íslenska landnámshænan
Námskeiðið er ætlað öllum sem eiga íslenskar hænur eða vilja hefja ræktun á þeim, bæði í sveitum sem og í þéttbýli. Námskeiðið nýtist einnig vel ræktendum annarra hænsnfugla. Á námskeiðinu verður farið í alla helstu þætti sem mikilvægir eru fólki sem vill hefja ræktun á hænsnfuglum eða bæta þá ræktun sem fyrir er nú eða bara halda nokkrar fugla í garðinum hjá sér. Farið verður vel í þætti eins og egg, útungun, ungaeldi, atferli/ræktun, fóðrun, aðbúnað, sjúkdóma, daglega umhirðu og allt það helsta er viðkemur hænsnahaldi.
Gert verður stutt hlé á milli liða og fólki gefin kostur á að koma með spurningar ef einhverjar eru. Skýringamyndum verður varpað á tjald, sýnd verða mismunandi egg, ílát , fóður og fleira fræðandi.
Kennari: Júlíus Már Baldursson bóndi og ræktandi í Þykkvabæ, eigandi Landnámshæna ehf sem rekur Landnámshænsnasetur Íslands.
Tími: Lau. 18. mars, kl. 10:00-17:00 (9 kennslustundir) í fundarsal að Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.
Verð: 17.000 kr (Kennslugögn og léttar veitingar innifaldar í verði).
Skráningar á www.lbhi.is/namskeid og endurmenntun@lbhi.is
Endurmenntun – LbhÍ


Iðunnarkvöld
Minnum á Iðunnarkvöld, miðvikudagskvöldið 15. mars 2017 kl. 20:00 í Laugarborg.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Iðunnarkonur


Frjáls dans undir handleiðslu Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur
Hugleiðsla og djúp slökun með tónheilun. Gong, kristalsskálar og tónkvísl.
Þetta er fyrir alla í öllu formi, komið og njótið á fullu tungli á Knarrarbergi sunnudaginn 12. mars kl. 20:00-22:00. Verð 2.500 kr., te og nasl innifalið.
Skráning í síma 857-6177.
Bestu kveðjur,
Solla


Góðverkin kalla í Freyvangsleikhúsinu
Lífið á Gjaldeyri er nú að taka á sig endanlegan svip. Þar gengur mikið á því nú skal safnað fyrir afmæli Sjúkrahússins. Af því tilefni er enn og aftur sungið, safnað og selt til að koma herlegheitunum í höfn. Góðverkin kalla verður frábær skemmtun í Freyvangsleikhúsinu. Sýning sem skilur ekkert eftir sig nema skaddaðar hláturtaugar. Hlökkum til að sjá ykkur, í það minnsta heyra hláturinn ykkar.

Frumsýning verður 10. mars kl. 20:00.
2. sýning 11. mars.

Sýnt öll föstudags- og laugardagskvöld í mars og apríl.

Miðasala í síma 857-5598 - tix.is - freyvangur@gmail.com

Athugið þetta er engin falsfrétt!

     

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?