Auglýsingablaðið

878. TBL 15. mars 2017 kl. 14:28 - 14:28 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
494. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 22. mars og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Frá Laugalandsprestakalli
Ágætu sveitungar
Sunnudaginn 19. mars boða ég til messu í Hólakirkju kl. 11:00.
Allir velkomnir.
Bestu kveðjur í sveitina, Laugalandsprestakallinn.


Aðalfundur Funa
Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á
Melgerðismelum fimmtudagskvöldið 23. mars nk. kl. 20:30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýjir félagar velkomnir. Kaffiveitingar.
Stjórnin


Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin í Hofi á Akureyri, laugardagskvöldið 25. mars.
Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk.
Matseðill:
Forréttur: Norrænir smáréttir, fiskur, kjöt og ostur úr héraði.
Aðalréttur: Heilsteikt íslensk nautalund, smjörsteikt nípa og sætkartöflur ásamt bourbonsósu.
Eftirréttur: Súkkulaðifondant, vanilluís, salthnetukaramella og limekex.
Veislustjórn er í höndum dúettsins Vandræðaskáld.
Óvænt skemmtiatriði.
Danshljómsveit Birgis Arasonar heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Miðaverð er 7.900 kr. – Hægt er að panta miða til 17. mars í síma 460-4477.
Hvetjum kúabændur til að fjölmenna.


KAKÓGLEÐI
Kakóathöfn hjá Sólarljósinu föstudaginn 17. mars kl. 19:30. Skráning a.m.k. klukkutíma fyrir athöfn í síma 863-6912. Kakóið hjálpar okkur að slaka á, veitir gleði og opnar hjarta okkar. verð: 2.500,- kr.
Sólarmusterið Finnastöðum

Volare, húð-, hár- og snyrtivörur! Ath. lækkað verð :-)
Volare hefur nú lækkað vöruverð vegna hagstæðs gengis undanfarna mánuði. Sjáðu vöruúrvalið á volare.is, á facebook Hrönn Volare eða fáðu sendan bækling.
Bæklingar og pantanir í síma 866-2796.
 

Óskarinn „goes to“ Freyvangsleikhúsið !
Um leið og við þökkum fyrir snilldar-skemmtun síðastliðið föstudagskvöld á frumsýningu Freyvangsleikhússins á Góðverkin kalla, hvetjum við allar gleðileitandi sálir í sveitinni til að skella sér í Freyvang. Maður má bara ekki missa af svona húmorhátíð.
Hreint út sagt frábært íslenskt farsaleikhús.
Tu,tu og takk frá Benna og jólaliðinu.


Góðverkin kalla í Freyvangsleikhúsinu
Það var mikið hlegið og bros á hverju andliti s.l. föstudagskvöld þegar Freyvangsleikhúsið frumsýndi gamanleikritið Góðverkin kalla fyrir troðfullu húsi. Leikritið er á léttu nótunum enda eftir Ljótu hálfvitana Ármann, Þorgeir og Sævar, með tilheyrandi orðaleikjum og almennri vitleysu.
Ef þið hafið gaman af því að hlægja þá er um að gera að njóta kvöldstundar í Freyvangi.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Miðasala sími: 857-5598 - tix.is - freyvangur@gmail.com
Með Freyvangskveðju.


Getum við bætt efni síðunnar?